Þú ert hér://2022

Íslenskar bókmenntir – danskættaðar útleggingar

2022-03-30T10:18:26+00:0030. mars 2022|

Einar Kárason Eftir Einar Kárason Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022   „... heldur skuli prenta þær með stafsetningu Wimmers frá þeim tímum, að Íslendingasögur voru útgefnar í Danmörku til að sanna, að þær væru ritaðar á „oldnordisk“ og afsanna, að þær væru ritaðar á íslenzku.“ (Halldór Kiljan Laxness, TMM 1941) ... Lesa meira

Leiðarstefið fyrirgefning

2022-03-23T17:22:22+00:0023. mars 2022|

„Öðruvísi“ fjölskyldubækur Guðrúnar Helgadóttur Eftir Katrínu Jakobsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2007   Guðrún Helgadóttir tók sér snemma stöðu sem talsmaður barna í samfélaginu. Í fyrstu bókum sínum um Jón Odd og Jón Bjarna og síðar um Pál Vilhjálmsson tók hún á málefnum barna á nýjan og ferskan hátt, beindi kastljósinu að ... Lesa meira

Allt í lagi að vera smá smár

2022-03-23T12:54:34+00:0020. mars 2022|

Sviðslistahópurinn Toxic Kings frumsýndi í gærkvöldi spunaverkið How to make love to a man á tilraunaverkstæði Borgarleikhússins, Umbúðalaust, á 3. hæðinni. Hugmyndina spinna þeir út frá gamalli bók með sama titli sem ætluð var konum, að sjálfsögðu, en fannst áhugavert að gá hvort karlmenn gætu líka lært að elska sjálfa sig. Ég held að þeir ... Lesa meira

Mannabörn, tröllabörn og ofurbörn

2022-03-23T12:58:00+00:0020. mars 2022|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær í kjallara Kassans barnaleikritið Umskipting eftir Sigrúnu Eldjárn undir stjórn Söru Martí Guðmundsdóttur. Þar hafði Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönnuður snúið öllu á langveginn þannig að sviðið varð ógnarlangur klettaveggur með fosssprænum úr ljósi og hentugum mosagrónum syllum sem mátti leggjast í og klifra eftir. Þetta var bæði fallegt og bauð upp ... Lesa meira

Svo lengi lærir sem lifir

2022-03-23T13:12:00+00:0014. mars 2022|

Þau heilla mann upp úr skónum, börnin í nýja bekknum hennar Eyju (Iðunn Eldey Stefánsdóttir), þegar þau koma hlaupandi inn, syngjandi um besta dag í heimi þegar skólinn byrjar aftur eftir sumarfrí. Þetta er líka bekkurinn hans Rögnvaldar (Sigurður Sigurjónsson) en hann kemur ekki hlaupandi inn heldur staulast hann við staf, enda er hann 96 ... Lesa meira

Ást, hatur, þrá, ofbeldi

2022-03-23T13:15:59+00:0013. mars 2022|

Napolí-fjórleikur Elenu Ferrante opnar lesanda sýn inn í líf tveggja stúlkna sem eru fæddar undir lok seinna stríðs í fátækrahverfi í Napolí á suður Ítalíu og um leið á umhverfi þeirra, „hverfið“, borgina og smám saman landið allt, söguna, pólitíkina og ekki síst kvennapólitíkina, eftir því sem þær stöllur vaxa úr grasi. Þessari sýn reyna ... Lesa meira

Fram og aftur frá degi núll

2022-03-01T15:56:29+00:0025. febrúar 2022|

Gísli Örn Garðarsson hljóp sig nánast sleitulaust í gegnum frumsýninguna á Ég hleyp á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Þó tók sýningin eina og hálfa klukkustund og allan tímann talaði hann við okkur. Hvað getur maður sagt? Þrekvirki? Eldraun? Undur? Leiktextann samdi Line Mørkeby upp úr samnefndri bók Anders Legarth Schmidt, blaðamanns á Politiken, en ... Lesa meira

Orð yfir gjá

2022-02-25T08:30:51+00:0025. febrúar 2022|

Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022 Ducoados negro, hvítur draugur líður upp í rjáfur á markaðnum, þrír, fjórir karlar, þegja við barinn, reykja, reykja, einmanalegt skóhljóð milli yfirbreiddra bása á lítið skylt við skellina áður, hlátrasköllin, hávaðann, dynkina sem hljómuðu og bárust milli veggja og upp í loft, hátt, ... Lesa meira

Miskunnarlaus bjartsýni

2022-02-18T11:33:25+00:0024. febrúar 2022|

Fríða Ísberg: Merking. Mál og menning, 2021. 266 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.   Við erum stödd í Reykjavík í nálægri framtíð, líklega í kringum árið 2050, og það ríkir órói í íslensku samfélagi. Fram undan eru kosningar um lög er kveða á um að skylda eigi alla þegna landsins í ... Lesa meira

Undir djúpunum

2022-02-24T14:21:53+00:0024. febrúar 2022|

Ingólfur Eiríksson: Stóra bókin um sjálfsvorkunn. Mál og menning, 2021, 284 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.     Skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar hefst á markvissri tilvitnun í ljóðabók Hauks Ingvarssonar Vistarverur (2018). Ljóðið hljóðar svo:   einhvern tímann ætla ég að kafa niður að flakinu rannsaka káeturnar beina mjóum ljósgeisla út í myrkur ... Lesa meira