Þú ert hér://2017

Áfangaskýrsla

2019-05-23T13:30:23+00:0019. júní 2017|

Andri Snær Magnason. Sofðu ást mín. Mál og menning, 2016. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2017 I Jólavertíðin 2016 var gjöful á smásagnasviðinu. Auk örverkabóka frá Sigurlaugu Þrastardóttur, Gyrði Elíassyni og Kött Grá Pje voru að minnsta kosti fimm veigamikil smásagnasöfn á allsnægtaborði flóðsins: Allt fer eftir Steinar Braga, Þættir af séra Þórarinum ... Lesa meira

Með teiknibólum og þolinmæði (og talsverðu ímyndunarafli líka)

2019-05-23T14:40:57+00:0019. júní 2017|

Bergsveinn Birgisson. Leitin að svarta víkingnum. Bjartur, 2016. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2017 Í húsi Klíó eru margar vistarverur. Ef einhvern fýsir að gægjast þar inn, mæta augunum undarlegar sýnir og sumar með ólíkindum; á einum stað sitja menn að tafli en skákmennirnir á borðinu eru lifandi og berast á höggvopn, annars ... Lesa meira

Lífríkar frásagnir

2019-05-23T14:40:35+00:0019. júní 2017|

Valgarður Egilsson. Steinaldarveislan. Saga 2014, 341 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2017 Það var á sögukvöldi sem góðir menn efndu til í Grófinni í Reykjavík fyrir mörgum árum að ég heyrði fyrst í Valgarði Egilssyni. Hann gekk um gólf með hljóðnemann og hallaði undir flatt. Þegar hann vildi hnykkja á mikilvægum atriðum ... Lesa meira

Ekki er allt sem sýnist

2019-04-30T13:48:57+00:0015. júní 2017|

Við Arnmundur og Aðalsteinn fórum í Elliðaárdalinn í gær – öðru nafni Ævintýraskóginn – til að hitta Ljóta andarungann og fleiri ævintýrapersónur í nýjasta stykki Leikhópsins Lottu. Veðrið var himneskt og gleðin sönn hjá ungum og öldnum. Gamla ævintýrið hans Hans Christians Andersen um svanaunga sem fæðist í andahreiðri gefur tækifæri til að ræða ýmis ... Lesa meira

„Eins og brú yfir ólgandi flaum“

2019-04-30T14:01:30+00:004. júní 2017|

Það var ansi skemmtilegt að sjá strákana í leikhópnum Ást og karókí fjalla um karlhlutverkið og karlmennskuna svo skömmu á eftir Reykjavíkurdætrum fjalla um kvenlegt hlutskipti í Borgarleikhúsinu. Piltarnir eru ekki komnir eins hátt á strá og stúlkurnar en þeir hafa þó fengið inni fyrir verk sitt, Sýningu um glímu og Slazenger, hjá Leikfélagi Kópavogs ... Lesa meira

Pas de deux

2019-04-30T14:00:54+00:0020. maí 2017|

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne er vissulega leikrit fyrir tvo leikara en á frumsýningunni í Tjarnarbíó í gærkvöldi fannst mér oft að ég væri að upplifa danssýningu, myndlistargjörning eða tónverk, svo sérkennilega margslungin er þessi sýning sem Árni Kristjánsson stjórnar af öryggi. Árni þýðir verkið líka á þjált talmál þó oft fjalli orðræðan ... Lesa meira

Kvöldstund með Gíslínu Martínu

2019-04-30T14:23:05+00:0019. maí 2017|

Þær eru níu, hver annarri glæsilegri, jafnvel í barnalegum innigöllum leynir sér ekki hvað þær eru flottar. Svo syngja þær og leika, sviðsvanar og öruggar, á Litla sviði Borgarleikhússins: RVKDTR – Reykjavíkurdætur. Þær eru allar höfundar verksins en ein þeirra tekur ábyrgð á útkomunni, Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri, sem líka er ein í hópnum á sviðinu. ... Lesa meira

Ninna fer í sveit

2019-04-30T14:21:57+00:0030. apríl 2017|

Leikhóparnir Miðnætti og Lost Watch frumsýndu í gær brúðuleik sinn Á eigin fótum í Tjarnarbíó. Ég komst ekki þá vegna málþings um Jane Austen en sá aðra sýningu í dag. Þetta er svo til orðlaus sýning enda er ætlunin að ferðast með hana til annarra landa en ekki er hún þögul því í henni er ... Lesa meira

„Og hér ertu þá aftur … Kvíðinn sjálfur …“

2019-04-30T14:29:34+00:0019. apríl 2017|

Kvíði er merkilegt fyrirbæri, svo nauðsynlegur manneskjunni en þó svo leiðinlegur, og vel gert hjá leikhópnum SmartíLab að búa til um hann leiksýningu sem sýnir, fræðir og örvar til baráttu. Hún heitir Fyrirlestur um eitthvað fallegt og er sýnd í Tjarnarbíó undir stjórn Söru Martí. Á snjöllu sviði Brynju Björnsdóttur er stór málmgrind að kúluhúsi ... Lesa meira

Þögnin í genunum

2019-04-30T14:44:51+00:0010. apríl 2017|

Þrír ungir menn standa á gólfinu í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík og horfa áhugasamir á áhorfendahópinn. Þeim liggur greinilega eitthvað á hjarta en orðin láta á sér standa. Þeir opna munninn – en loka honum aftur, tala til okkar með augunum, líta hver á annan, ræskja sig, anda, andvarpa, við bíðum en það kemur ... Lesa meira