Þú ert hér://2016

Skáldsaga verður kvikmynd verður leiksýning

2019-05-03T15:44:54+00:0031. desember 2016|

Fimmta leikgerðin af Sölku Völku Halldórs Laxness var frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Ég hafði séð þær fjórar sem á undan fóru en þær eru misjafnlega minnisstæðar. Raunar man ég langbest eftir þeirri fyrstu, frá 1982, sem Stefán Baldursson leikstýrði. Guðrún S. Gísladóttir er ógleymanleg í titilhlutverkinu og ég get ennþá kallað lokasenuna ... Lesa meira

Blekkingameistarinn Jagó og listir hans

2019-05-03T16:10:50+00:0023. desember 2016|

„Hrörnar þöll / sú er stendur þorpi á“ segir í Hávamálum. Upphafssviðið í Óþelló Shakespeares, sem frumsýndur var í gærkvöldi á stóra sviði Þjóðleikhússins, minnti á þessi orð. Á sviðinu stendur tré, beinvaxið og fagurt, í annars gróðurlausri urð. Við fáum að horfa á það drjúga stund og njóta þess að sjá ljósin leika í ... Lesa meira

Einnig listin er hégómi

2019-05-23T17:04:38+00:0020. desember 2016|

Ólafur Gunnarsson. Syndarinn. JPV útgáfa, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2016 Ut pictura poesis Allt frá dögum Forn-Grikkja hafa menn velt fyrir sér tengslum myndlistar og skáldskapar. Plútark kallaði málverk þögul ljóð og ljóð málverk sem hefðu fengið málið; fræg eru líka orð Hórasar, Ut pictura poeisis: skáldskapurinn á að vera eins ... Lesa meira

Örlögsímu

2019-05-23T16:46:03+00:0020. desember 2016|

Einar Már Guðmundsson. Hundadagar. Mál og menning, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2016 Svo hafa ýmsir söguspekingar sagt að fortíð mannsins sé ótæmandi, ekki aðeins atburðirnir bæði stórir og smáir að viðbættum gerendum þeirra, sem geta vitanlega leikið fjölmörg hlutverk hver og einn, heldur og hin ýmsu tengsl sem hægt sé að ... Lesa meira

Meinvill í myrkrunum

2019-05-03T16:08:22+00:0027. nóvember 2016|

Stúdentaleikhúsið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er þægilega lágur að þessu sinni. Undir stjórn Vignis Rafns Valþórssonar vinna þau sýningu sem þau kalla því hnyttna nafni Meinvillt upp úr umdeildu leikriti Edwards Bond Saved. Þau stytta verkið mikið og fjarlægja úr því alla fullorðna, unglingarnir eru einir eftir og leika lausum hala. Saved ... Lesa meira

Einar klaufabárður

2019-05-03T16:02:45+00:0026. nóvember 2016|

Allir kannast við það að senda barn til að ná í eitthvað og bíða svo von úr viti af því barnið finnur eitthvað allt annað til að gera og gleymir sér gersamlega. Stundum er þetta prýðileg leið til að fá stundarfrið fyrir barninu án þess að það gruni að maður sé að reyna að losna ... Lesa meira

Margur er knár

2019-05-03T16:16:34+00:0020. nóvember 2016|

Oddur Júlíusson er loksins kominn til höfuðborgarinnar eftir langan túr um landið með barnaleikritið Lofthrædda örninn Örvar. Honum var tekið fagnandi í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í gær enda er þetta bráðskemmtilegt stykki. Verkið er sagt eftir þá Klinting, Ahrreman og Engkvist og ekki skilgreint nánar hvað hver þeirra á en upprunalega sagan mun vera eftir ... Lesa meira

Lífið er línurit

2019-05-03T16:30:19+00:0013. nóvember 2016|

Það er rosalega gaman að horfa og hlusta á strákana í leikhópnum Kriðpleir (eða á maður að segja Kriðplei í þágufalli?) en það er meiri vandi að taka á verkum þeirra og skrifa um þau; einhvern veginn renna þau milli fingra … Kriðpleir frumsýndi nýtt verk, Ævisögu einhvers, í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Það er dálítil ... Lesa meira

Dóri verður pabbi

2019-05-03T16:35:28+00:006. nóvember 2016|

Leikflokkurinn Pörupiltar treður nú upp með glænýja sýningu í Tjarnarbíó undir heitinu Who´s the Daddy! þótt textinn sé á íslensku (að mestu leyti). Raunar er þetta fræðslukvöld fyrir nýbakaða feður með fyrirlestri sem Dóri Maack (Sólveig Guðmundsdóttir) heldur en hann er einmitt nýlega búinn að eignast barn með sinni ástkæru Öldu Dís. Og það er ... Lesa meira

Uns dauðinn aðskilur?

2019-05-03T16:41:07+00:005. nóvember 2016|

Látið er af því að sænski kvikmyndahöfundurinn Ingmar Bergman hafi haft nokkra reynslu sjálfur af því efni sem hann skrifar um í Brotum úr hjónabandi, verkinu sem var frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Hann yfirgaf þó nokkrar konur um ævina og hefur eflaust þurft að segja einhverjum þeirra að hann væri orðinn ástfanginn ... Lesa meira