Þú ert hér://Smásögur

Brot úr Duft

2023-11-17T09:59:00+00:0016. nóvember 2023|

eftir Bergþóru Snæbörnsdóttur Úr skáldsögunni Duft - Söfnuður fallega fólksins. Benedikt bókaútgáfa gefur út.       Höfrungur sem brosir ekki   Marokkó 2024 Prins var enn einu sinni farinn yfir í næsta líf og skildi ekkert eftir sig nema skelina. Nú lá hann innpakkaður í grænt flísteppi með tyggigúmmíbleikan varalit og ljósan augnskugga í ... Lesa meira

Brot úr Men

2023-11-07T13:42:51+00:007. nóvember 2023|

eftir Sigrúnu Pálsdóttur Brot úr skáldsögunni Men: Vorkvöld í Reykjavík sem kom út í október. JPV útáfa gefur út.                       II   Hann var á vappi fyrir framan bygginguna um stund áður en honum tókst að finna innganginn. En í sömu mund og stór glerhurðin ... Lesa meira

Brot úr Náttúrulögmálunum

2023-10-31T14:02:00+00:0031. október 2023|

eftir Eirík Örn Norðdahl Tvö brot úr skáldsögunni Náttúrulögmálin sem kom út um miðjan október. Mál og menning gefur út.           Ísfirðingar voru löngu landsfrægir fyrir þann sið – eða ósið, að flestum þótti – að finna upp á „sniðugum“ uppnefnum, helst þannig nafni að það festist svo rækilega við viðkomandi að hann ... Lesa meira

Brot úr Serótónínendurupptökuhemlar

2023-10-25T15:14:16+00:0025. október 2023|

eftir Friðgeir Einarsson Brot úr skáldsögunni Serótónínendurupptökuhemlar sem er væntanleg í byrjun nóvember. Benedikt bókaútgáfa gefur út.           Í sömu byggingu og heilsugæslan var apótek. Á meðan Reynir beið eftir að lyfseðillinn væri afgreiddur skoðaði hann lyfjabox úr plasti sem til voru í þónokkru úrvali. Hann ákvað að festa kaup á ... Lesa meira

Brot úr Armeló

2023-10-17T15:04:58+00:0017. október 2023|

eftir Þórdísi Helgadóttur Úr skáldsögunni Armeló sem er væntanleg 19. október. Mál og menning gefur út.     1.   Maðurinn minn var breyttur. Hitinn gerði hann sleipan og brúnan, hárið var gult og úr sér vaxið. Þurrkurinn fór með það eins og sinu. Hann horfði á veginn, ég horfði á hann og hugsaði um ... Lesa meira

Brot úr Klettinum

2023-09-28T13:33:47+00:0028. september 2023|

eftir Sverri Norland Tveir kaflar úr skáldsögunni Kletturinn. JPV útgáfa gefur út.       (4)   Þegar við komum heim stýrði ég öllu eins og hershöfðingi. Ég lét renna í bað, afklæddi mannskapinn, skolaði Sólu hratt og örugglega og leyfði tvíburunum að leika sér í vatninu á meðan ég sauð pasta handa þrenningunni. En ... Lesa meira

Upphaf skáldsögunnar „2084: endalok heimsins“  

2023-04-17T15:39:51+00:0017. apríl 2023|

Boualem Sansal / Ljósmynd: Francesca Mantovani © Éditions Gallimard eftir Boualem Sansal Friðrik Rafnsson þýddi Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021.         Trúarbrögðin gera að verkum að fólk elskar Guð, en ekkert er öflugra en þau til að fá mann til að fyrirlíta manninn og hata mannkynið. Það er ... Lesa meira

Andlátsstundin

2023-03-23T12:50:42+00:0023. mars 2023|

Eftir Ólaf Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Sólin fór sér að engu óðslega á för sinni yfir himininn. Engin gluggatjöld voru uppi við sem hægt var að draga fyrir. Hann hafði flutti heim um stundarsakir til þess að deyja og konan tekið niður tjöldin. Hann horfði á sólina með fjandskap ... Lesa meira

Konan í græna kjólnum

2023-02-09T11:01:10+00:009. febrúar 2023|

eftir Ágúst Borgþór Sverrisson   Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2022.       Vindurinn hamaðist í laufkrónum trjánna fyrir utan stofugluggann. Þetta voru ekki hans tré heldur nágrannagarðurinn beint fyrir neðan en voldugar krónurnar teygðu sig yfir í hans garð. Hann var fyrst að taka eftir því núna að þéttur og hávaxinn ... Lesa meira

Tvær byrjanir

2022-12-06T14:52:51+00:006. desember 2022|

Brynjólfur Þorsteinsson / Ljósmynd: Eva Schram eftir Brynjólf Þorsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2022     Pranking My Wife Ég giftist konunni minni á fallegum síðsumardegi. Við héldum sveitabrúðkaup, allir okkar nánustu komu saman í Hvalfirðinum og við dönsuðum og drukkum og skemmtum okkur fram á rauða nótt. Mamma táraðist ... Lesa meira