Þú ert hér://Ljóð

Á hvarmi lífsins

2023-05-15T11:17:36+00:0015. maí 2023|

eftir Ísak Harðarson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993.     Er ég geng niður í fjöruna að leita að kyrrð er kyrrðin þar á ferð að leita að manni Og horfumst í augu tvö augnablik blikandi himinn blikandi haf „Sjáumst!“ Og hún festir mig í minni og ég festi hana hér   ... Lesa meira

Parabólusetning

2023-01-13T12:57:39+00:0013. janúar 2023|

Eftir Eirík Örn Norðdahl Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2007       Í rífandi gangi á brokki og baksundi heillaðar meyjar með glit í augunum svarthol í augunum sem sýgur í sig hnappa sauma klæði klink og rússneskar stáltennur búlgarska postulínsgóma það sekkur enginn til botns í sjóðandi vatni svífur enginn til ... Lesa meira

Vetrarvegirnir / Vintervejene

2022-12-01T14:13:41+00:001. desember 2022|

Sofie Hermansen Eriksdatter 66 gráður norðlægrar breiddar / 66. nordlige breddegrad   Eftir Sofie Hermansen Eriksdatter Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022   Brynja Hjálmsdóttir þýddi.                 Veturinn sýgur umbrotin mín, við þekkjum hvort annað vel við göngum saman niður að götunni við hafið, ... Lesa meira

Þrjú ljóð úr Urðarfléttu

2022-11-29T10:47:16+00:0029. nóvember 2022|

eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur Úr Urðarfléttu (2022). Una útgáfuhús gefur út.     Fellibylur   Eftir sýninguna faldi ég mig á bak við ruslatunnu á torginu. Ég var að reyna að skilja hvað hafði gerst. Í leikverkinu var barn sem tók í höndina á mér og vildi spá fyrir mér. Dimm og íhugul augu þess ... Lesa meira

Tvö ljóð

2022-11-14T11:55:45+00:0014. nóvember 2022|

eftir Natöshu S. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022   Natasha S. / Ljósmynd: Eva Schram Rústir ég sat á fornum rústum með fallegt útsýni yfir þök og fljót á hlýjum og björtum degi éclair í boxi við hlið mér og skrifaði póstkort til mín í rauðri viðvörun flaug ég heim ... Lesa meira

Kalt stríð

2022-05-19T15:43:58+00:0019. maí 2022|

eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022     hákarlahaust 1232 þá en hvorki fyrr né síðar Sturlunga greinir frá: sundurþykki með Hákoni konungi og Skúla jarli drógu saman lið slíkt er þeir fengu botnlaust hatur á 180 til 730 metra dýpi eins og hákarl á hægu sundi úti fyrir ströndum ... Lesa meira

Vorkoma

2022-05-04T15:40:05+00:004. maí 2022|

Eftir Höllu Margréti Jóhannesdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2018   Ég er úti í óvissu vorsins Sting upp garðinn kem mér niður að frostlagi og helst neðar Bach er inni í stofunni Sellósónata ómar út um gluggann hæfir öllum árstíðum en á þessu vori vekur hún von Leiðir fram og aftur Hrosshár ... Lesa meira

Apríl

2022-04-06T15:00:27+00:006. apríl 2022|

Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Ljósið kemur að utan laumar sér inn á milli gluggatjaldanna strýkur fingri eftir rykugri hillu gaumgæfir gyllingu á snjáðum kili við lítum undrandi upp: hvað ert þú að gera hér? nægja þér ekki fagnaðarlætin úti allir gulu og fjólubláu fánarnir dans stiginn ... Lesa meira

Orð yfir gjá

2022-02-25T08:30:51+00:0025. febrúar 2022|

Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022 Ducoados negro, hvítur draugur líður upp í rjáfur á markaðnum, þrír, fjórir karlar, þegja við barinn, reykja, reykja, einmanalegt skóhljóð milli yfirbreiddra bása á lítið skylt við skellina áður, hlátrasköllin, hávaðann, dynkina sem hljómuðu og bárust milli veggja og upp í loft, hátt, ... Lesa meira

Háttalög

2021-11-15T22:34:22+00:0016. nóvember 2021|

eftir Steinunni Sigurðardóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2021.   1 Með árunum verðum við undarleg í háttum um leið og þrekið til að dylja háttalagið fer þverrandi.   Við setjum upp ýktan svip þegar minnst varir í samtali um vindáttina vegna þess að við erum víðs fjarri eða vegna þess að stingandi ... Lesa meira