Þú ert hér://2023

Tilboð dagsins

2023-05-15T12:18:29+00:0010. maí 2023|

Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt! Í gærdag sá ég leiksýningu sem vissulega er á vegum Þjóðleikhússins en sýnd í Krónunni á Granda. Leikritið heitir Aspas og er eftir rúmenska leikskáldið Gianinu Cărbunariu. Það gerist í enskum stórmarkaði og leyfir okkur að fylgjast með hugsunum tveggja viðskiptavina, annars vegar eldri borgarans Georgs (Eggert Þorleifsson) og hins ... Lesa meira

Ekki fyrir viðkvæma

2023-05-15T12:32:40+00:0027. apríl 2023|

Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk endurfrumsýndi verkið Stelpur og stráka eftir Bretann Dennis Kelly í Tjarnarbíó í gærkvöldi eftir leikferð um landið. Þetta er glænýtt leikrit, frumsýnt í London 2018, og hefur vakið mikla athygli enda svo ágengt að kalla má sjokkerandi. Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir þýða textann, Annalísa Hermannsdóttir á snjalla leikmyndina og ... Lesa meira

Myrkviði mannssálarinnar

2023-05-15T12:25:41+00:0024. apríl 2023|

  Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi um helgina Svartþröst eftir Skotann David Harrower á Litla sviði Borgarleikhússins. Vignir Rafn Valþórsson bæði þýðir og leikstýrir enda er hann kunnugur verkum af þessu tagi ­ – erfiðum, afhjúpandi verkum sem ganga nærri persónum sínum, leikurum og áhorfendum. Ég minnist sýninga hans á Munaðarlaus, Bláskjá, Hans Blæ, Illsku, Refnum og ... Lesa meira

Uppvöxtur í fangelsi

2023-04-24T09:31:34+00:0024. apríl 2023|

Um sögu Albaníu og Frjáls eftir Leu Ypi eftir Illuga Jökulsson Úr Tímariti Máls og menningar 2 hefti, 2023.   Illugi Jökulsson Munið þið eftir sögum um evrópsku landakortin frá miðöldum? Sums staðar voru auð svæði þangað sem hvorki landkönnuðir né kaupmenn höfðu ennþá komið og þá skrifuðu kortagerðarmennirnir á þessi svæði frekar ... Lesa meira

Hin íslenska Julia Child

2023-04-24T09:40:26+00:0023. apríl 2023|

Gunnella Hólmarsdóttir býður nú áhorfendum í Tjarnarbíó að vera viðstaddir matreiðsluþátt í beinni útsendingu í sjónvarpi í einleiknum Hvað ef sósan klikkar? Hún tekur myndarlega á móti okkur þegar við mætum í „sjónvarpssal“, kennir okkur að brosa, hlæja og klappa á ólíkan hátt á ólíkum stöðum og þegar klukkan er komin hefst hún handa við ... Lesa meira

Í skugga Shakespeares

2023-04-24T09:52:36+00:0022. apríl 2023|

Nemendur í Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýndu í gær í Gaflaraleikhúsinu söngleikinn Something Rotten eftir sögu Johns O'Farrell og Kareys Kirkpatrick en tónlist og söngtextar eru eftir bræðurna Karey og Wayne Kirkpatrick. Þetta er svo til glænýr söngleikur, frumsýndur á Broadway vorið 2015 og sló í gegn þó að ekkert lag úr honum hafi orðið almenningseign. Sagan er óttalegt bull ... Lesa meira

Uppskrift að ást

2023-04-21T18:02:48+00:0021. apríl 2023|

Um skáldsögur Jenny Colgan, eftirhrunsskvísusögur og veruleikaflótta eftir Snædísi Björnsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2023   Jenny Colgan Jenny Colgan er skoskur metsöluhöfundur sem hefur unnið hug og hjörtu lesenda víðsvegar um heim. Bækur hennar þykja almennt einstaklega ljúfar og notalegar og þeim hefur jafnvel verið lýst sem lystaukandi. Colgan ... Lesa meira

Rauður djöfull og appelsínugult eitur

2023-04-24T09:55:09+00:0020. apríl 2023|

Dans- og textaverkið Til hamingju með að vera mannleg sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi er unnið upp úr samnefndri glænýrri ljóðabók Sigríðar Soffíu Níelsdóttur dansara og myndlistarmanns (og ljóðskálds) sem hún orti þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð. Hún tekur sjálf þátt í sýningunni sem höfundur, leikstjóri, dansari og leikari en ... Lesa meira

Upphaf skáldsögunnar „2084: endalok heimsins“  

2023-04-17T15:39:51+00:0017. apríl 2023|

Boualem Sansal / Ljósmynd: Francesca Mantovani © Éditions Gallimard eftir Boualem Sansal Friðrik Rafnsson þýddi Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021.         Trúarbrögðin gera að verkum að fólk elskar Guð, en ekkert er öflugra en þau til að fá mann til að fyrirlíta manninn og hata mannkynið. Það er ... Lesa meira

Salóme segir frá

2023-04-24T09:56:09+00:0016. apríl 2023|

Það var brotið blað í sögu Söguloftsins á Landnámssetrinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Þá var í fyrsta sinn flutt þar ný skáldsaga sem hvorki er um sögulegar persónur né byggð á heimildum heldur fjallar um fólk í samtímanum, meira að segja fjölskyldu á Akranesi. Hér steig Júlía Margrét Einarsdóttir á fjalirnar og sagði skáldsögu sína ... Lesa meira