Þú ert hér://2020

Maður og kona á 21. öldinni

2020-09-22T12:19:11+00:0021. september 2020|

Það er grímuskylda í Þjóðleikhúsinu og mér fannst það talsverð reynsla að sitja heila leiksýningu með grímu fyrir vitunum. En maður gerir hvað sem er, þegjandi og hljóðalaust, ef það stuðlar að því að leikhúsin haldist opin. Vissulega varð mér dálítið þungt um andardráttinn undir sýningunni en kannski var það ekki gríman heldur tilfinningaspennan á ... Lesa meira

Rita gengur aftur

2020-09-22T12:13:49+00:0019. september 2020|

Leikritið Oleanna eftir David Mamet sem var frumsýnt í gærkvöldi á Nýja sviði Borgarleikhússins í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur er ekki nýtt verk, það var frumsýnt í Bandaríkjunum árið 1992 og er því bráðum þrítugt. Þó að það beri aldurinn í vel af því að þetta er vel samið leikrit þá geri ég ráð fyrir að ... Lesa meira

Jane Austen: Ævi, ástir og framhaldslíf

2020-09-18T13:16:31+00:0018. september 2020|

Eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2017 Alda Björk Valdimarsdóttir Tveggja alda ártíðar hinnar frægu ensku skáldkonu Jane Austen (1775–1817) hefur verið minnst víða um lönd á árinu 2017, en þó sérstaklega í Hampshire í Suður-Englandi, þar sem Austen bjó stærsta hluta ævi sinnar. Jane Austen Hampshire Cultural ... Lesa meira

Tungan svarta: Að nema nöfn rósarinnar

2020-09-10T11:50:48+00:0010. september 2020|

eftir Ástráð Eysteinsson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2015 Án auga sem les hana, geymir bókin aðeins tákn sem ekki ala af sér hugtök, og því er hún þögul. Vilhjálmur af Baskerville Svört er ég, og þó yndisleg […] Ljóðaljóðin   Fram að þessu hafði ég haldið að hver bók talaði um hluti, ... Lesa meira

Ekkert er að, ekki neitt

2020-09-07T22:01:55+00:007. september 2020|

Aðstandendur nýju óperunnar, Ekkert er sorglegra en manneskjan, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi, hafa tekið áhorfendum sínum vara fyrir að sjá söguþráð út úr verkinu. Það er „póstdramatískt“, segja þeir Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Adolf Smári Unnarsson leikstjóri og textahöfundur. En það er hrikalega erfitt að byrja ekki undir eins að spinna sögu ... Lesa meira

Hvað kemur með?

2020-09-07T21:55:19+00:005. september 2020|

Oft hef ég velt því fyrir mér á langri ævi hvað ég myndi hafa með mér ef ég þyrfti skyndilega að flýja að heiman vegna hamfara af einhverju tagi. Valið yrði sjálfsagt erfiðara hjá mér en Alex (Kjartan Darri Kristjánsson / Óðinn Benjamín Munthe), söguhetju barnaleikritsins Tréð eftir Söru Martí Guðmundsdóttur og Agnesi Wild sem ... Lesa meira

Tvö ljóð

2020-09-04T12:31:08+00:004. september 2020|

Anton Helgi Jónsson / Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson eftir Anton Helga Jónsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014   Horfurnar um miðja vikuna   Það er bara miðvikudagur enn getur allt gerst enn er von enn má finna rétta taktinn finna sinn hljóm jafnvel finna sig í góðu lagi allt getur ... Lesa meira

Klapparstígur 16 og vetur ánamaðkanna

2020-08-25T12:08:06+00:0027. ágúst 2020|

Soffía Bjarnadóttir eftir Soffíu Bjarnadóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2013   I Einn veturinn ætlaði ég að farga mér. Ég hafði reynt að taka mér ánamaðkinn til fyrirmyndar. Þegar hann er slitinn í sundur heldur hann áfram eins og ekkert hafi í skorist í tveimur pörtum. Það er gott að ... Lesa meira

Hvers konar samfélag viljum við?

2020-09-07T22:26:38+00:0021. ágúst 2020|

eftir Pál Skúlason Páll Skúlason / Mynd: Golli Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2009 Hér verða reifaðar nokkrar hugmyndir og hugsjónir sem ég tel að við eigum að hafa að leiðarljósi við uppbyggingu íslensks samfélags á næstunni. [1] Hugmyndirnar lúta að því hvernig við skiljum sjálf okkur og samfélagið, en hugsjónirnar ... Lesa meira

Villta barnið og siðmenningin

2020-08-18T22:09:56+00:006. ágúst 2020|

eftir Katrínu Jakobsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2008   I. Villibarnið Lína Lína Langsokkur er aðalpersóna í þremur sögum eftir Astrid Lindgren sem komu út á frummálinu á árunum 1945 til 1948. Hún hefur verið vinsælt umræðuefni æ síðan enda margbrotin persóna; fyrirmynd barna um heim allan og umdeild meðal foreldra enda ... Lesa meira