Þú ert hér://2020

Þegar ástin var bönnuð

2020-10-12T10:42:17+00:005. október 2020|

Maí 1933. Mig hefur dreymt heim á hverri nóttu síðan ég kom hingað, svo þú sérð að hugurinn er hjá ykkur. Samt líður mér vel. Ferðin gekk vel, ekkert sjóveik, fór svo með drossíu hingað og það hefði verið lystitúr á vegi eins og hér er, hefði ég ekki verið að fara á hæli … ... Lesa meira

Það sem dalurinn geymir

2020-10-08T14:02:34+00:005. október 2020|

Eins og í verðlaunaverkinu Club Romantica í fyrra stígur Friðgeir Einarsson fram í eigin nafni í Útlendingnum – Morðgátu, sem var frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins sl. föstudagskvöld, og leiðir okkur inn í eigin sögu. Hann þarf að flytja til Bergen í Noregi vegna þess að konan hans hefur fundið nám við sitt hæfi í ... Lesa meira

Að morgni hins mikla flóðs

2020-10-01T10:26:27+00:001. október 2020|

eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2019.   Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson Í upphafi vors, þegar snjóskaflar voru teknir að bráðna í vegarköntum og kunnugleg tónlist hljómaði úr trjákrónum, vaknaði ég óvenju snemma einn sunnudagsmorgun, leit út um gluggann sem veit að Fossvogsdalnum og Esjunni, og sá þá hvar ... Lesa meira

En ég veit það er til annað líf …

2020-09-28T22:57:18+00:0029. september 2020|

Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Svínshöfuð. Benedikt, 2019. 236 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2020   I Er maðurinn ekki meira en þetta? Hyggið vel að honum. Þú skuldar orminum ekkert silki, villidýrinu engan feld, sauðinum enga ull, kettinum ekkert des. Hvað? Þrír okkar hérna eru falsaðir. Þú ert hinn rétti sjálfur; tilhafnarlaus maður er ... Lesa meira

Salt og ljós, vaka og draumur

2020-09-28T22:46:52+00:0029. september 2020|

Sölvi Björn Sigurðsson: Selta [apókrýfa úr ævi landlæknis]. Sögur, 2019. 273 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2020   Titilinn á verðlaunaverki Sölva Björns Sigurðssonar, Selta, kann að virðast óræður við fyrstu sýn. Fjallræða Krists kemur þó fljótt upp í hugann en þar líkir Kristur manneskjunni við hvort tveggja salt og ljós: „Þér ... Lesa meira

Talað við kónginn í Kína

2020-09-28T22:36:29+00:0029. september 2020|

Pétur Gunnarsson. HKL ástarsaga. JPV útgáfa, 2019. 237 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2020   Eftir að hafa gert ævi og ástum Þórbergs Þórðarsonar rækileg skil gengur Pétur Gunnarsson nú á hólm við Halldór Laxness og segir sögu hans allar götur fram að þeim tíma þegar hann gefur upp kvikmyndadrauminn, snýr heim ... Lesa meira

„Ég enn er ung í anda“

2020-09-28T22:17:42+00:0029. september 2020|

Una Margrét Jónsdóttir. Gullöld revíunnar. Íslensk revíusaga fyrri hluti: 1880–1957. Skrudda 2019. 480 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2020   Gullöld revíunnar. Íslensk revíusaga fyrri hluti: 1880–1957 Revíur brugðu ekki lengur lit á lífið í höfuðstaðnum þegar ég komst á aldur til að fara á slíkar skemmtanir en samt var ... Lesa meira

Töfra töfra

2020-09-28T21:19:31+00:0028. september 2020|

Lalli töframaður (Lárus Blöndal Guðjónsson) kann ekki á klukku. Hann skammar alsaklausa áhorfendur fyrir að koma of snemma á sýninguna, þó að þeir séu á hárréttum tíma, af því að hann á alveg eftir að taka til á sviðinu og undirbúa töfrabrögðin. En við erum sest og ekkert annað í stöðunni en að leyfa okkur ... Lesa meira

„Og borgin okkar best er gjörð af öllum borgum hér á jörð“

2020-09-28T21:20:44+00:0027. september 2020|

„Ég vildi að ég byggi í Kardimommubæ,“ stundi fullorðinn förunautur minn eftir frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu í gær. Og hver vildi ekki búa í borg þar sem hvert tækifæri er notað til hátíðahalda, þar sem allir bæjarbúar hjálpast að þegar kviknar í og þar sem þjófum er ekki haldið í fangelsi heldur eru þeir endurhæfðir og ... Lesa meira

Ég er Kópavogur

2020-09-28T21:18:18+00:0026. september 2020|

Kópavogskrónika – til dóttur minnar með ást og steiktum eftir Kamillu Einarsdóttur er sennilega sérkennilegasta ástarjátning sem ég hef á ævi minni lesið. Og nú bætir Þjóðleikhúsið um betur og leyfir mér að horfa og hlusta á Krónikuna í Kassanum, í uppsetningu Silju Hauksdóttur. Leikgerðin er eftir Silju og aðalleikkonuna, Ilmi Kristjánsdóttur, og tónskáldið Auður ... Lesa meira