Þú ert hér://2018

Stigagangur lífsins: Dæmisaga

2019-05-16T11:57:08+00:0031. maí 2018|

Friðgeir Einarsson. Formaður húsfélagsins. Benedikt, 2017. 208 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2018 Formaður húsfélagsins er ekki beinlínis réttnefni á þessari fyrstu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Sagan fjallar ekki um formann húsfélags, þessarar mikilvægu en oft svo óþolandi stofnunar í fjölbýlishúsum. Og eftir því sem best verður séð þá bærast heldur engar þrár ... Lesa meira

Smánun og niðurlæging á netinu

2019-03-13T17:26:20+00:0026. maí 2018|

Við hjónin erum ekki beinlínis markhópurinn sem nýja íslensk-enska óperan Bergmálsklefinn í Tjarnarbíó miðar að. Það er tón-leikfélagið Aequitas Collective sem að henni stendur í samstarfi við Alþýðuóperuna og hún freistar þess að birta í tali, tónum og á stórum hengitjöldum á sviðinu það áreiti sem nútímamaðurinn verður fyrir. Einn miðill verksins er samskiptafyrirbærið Twitter ... Lesa meira

Ljúgðu Gosi, ljúgðu!

2019-03-14T15:53:09+00:0024. maí 2018|

Það voru sumarjól hjá félögum mínum Arnmundi og Aðalsteini (sem saman mynda Leikhópinn Lax) þegar Leikhópurinn Lotta frumsýndi sína tólftu sýningu í Ævintýraskóginum í Elliðaárdalnum í gær. Undir voru sögurnar um Gosa spýtustrák, Óskirnar þrjár og Rapunzel eða Garðabrúðu – sem í verki leikhópsins heitir bara Ósk og er alls ótengd grænmeti. Lotta lofaði góðu ... Lesa meira

Viðsjáll sonnettusveigur

2019-03-14T15:50:42+00:0019. maí 2018|

Það gefst fremur nöpur innsýn í líf ungs fólks í Aðfaranótt Kristjáns Þórðar Hrafnssonar sem útskriftarnemar af leikarabraut LHÍ sýna í Kassanum þessar vikurnar. Ókeypis er inn á sýninguna og full ástæða til að hvetja alla – og kannski einkum ungt fólk – til að slá þarna tvær flugur í einu höggi, sjá splunkunýtt verk ... Lesa meira

Mestu andstæðurnar

2019-05-27T11:24:10+00:0017. maí 2018|

Upp úr gryfjunni framan við stóra svið Þjóðleikhússins líða tregafullir tónar, sárir en blíðir, veikir í fyrstu en styrkjast. Svo eru rauðu, þungu tjöldin dregin frá og við okkur blasir eyðiland. Gráir, grýttir melar, fallin girðing, nakin tré sem teygja greinar sínar angistarfullt til himins. Mistur eftir nýafstaðna stórskotahríð myrkvar sólina. Dauðir menn liggja eins ... Lesa meira

Líf að lífi loknu

2019-05-27T11:23:38+00:0028. apríl 2018|

Vestfirðir taka ekki elskulega á móti Flóru (Elva Ósk Ólafsdóttir) þegar hún kemur þangað, lífsleið og buguð, til að mála hús tengdaforeldra dóttur sinnar. Verkið er leikgerð Melkorku Teklu Ólafsdóttur á skáldsögunni Svartalogni Kristínar Marju Baldursdóttur og var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Flóra kemur gangandi til okkar í byrjun leiks eftir dimmum ... Lesa meira

Fjörugur og fyndinn hráskinnaleikur

2019-03-15T09:56:57+00:0021. apríl 2018|

Leikfélagið Hugleikur frumsýndi sína fyrstu sýningu í nýju Hugleikshúsi við Langholtsveg í gærkvöldi. Húsið er þekkt sem Fóstbræðraheimilið en gestir Hugleikara ganga inn baka til. Þetta er góður staður og fer vonandi vel um félagið þar. Nýja verkið heitir Hráskinna og er eftir þekkt Hugleiksskáld, Ármann Guðmundsson, Ástu Gísladóttur, Sigríði Báru Steinþórsdóttur og Þorgeir Tryggvason, ... Lesa meira

Dagar afneitunar og þjáningar

2019-03-15T09:56:24+00:0014. apríl 2018|

Ég ímynda mér að fleiri leikhúsgestum hafi verið svipað innanbrjósts og mér í lok sýningar á Fólki, stöðum og hlutum í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi: að vona og treysta því að þurfa aldrei að fara í fíkniefnameðferð. Leikrit Duncans Macmillan er djarft að því leyti að það er langt og fer með áhorfendur í gegnum hrylling ... Lesa meira

Fimm áttavilltar sálir með biskví í boxi

2019-03-15T10:01:59+00:0013. apríl 2018|

Mæðgurnar Auður Ava Ólafsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir leggja saman krafta sína í poppóperunni Vakúm sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi á opnun hátíðarinnar Vorblóts þar á bæ. Hugmyndin er Melkorku og útfærslan hennar og leikhópsins undir leiðsögn eða eftirliti Dóra DNA. Textinn er Auðar Övu en tónlistin er eftir Árna Rúnar Hlöðversson. Magnús ... Lesa meira

Óður til baktjaldamanna

2019-03-15T10:23:20+00:0025. mars 2018|

Það klikkaði allt sem klikkað gat á Sýningunni sem klikkar á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi og mikið óskaplega var það gaman! Halldóra Geirharðsdóttir stýrir þessum dásamlega farsa eftir þá Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields sem Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt af list og langt er síðan önnur eins hlátrasköll hafa heyrst í ... Lesa meira