Þú ert hér://2015

Að rokka á ystu nöfum

2019-05-10T14:56:42+00:008. nóvember 2015|

Ég gæti vel trúað því að fleiri áhorfendur Spaugstofunnar en ég hafi verið búnir að gleyma hvernig það er að hlæja dátt – missa hreinlega stjórn á hlátrinum. Finna gleðibólurnar stíga upp úr iðrunum og springa í loftrörunum á leiðinni upp í munninn svo að allur kroppurinn skelfur! Svona tilfinning greip mig nokkrum sinnum þar ... Lesa meira

Íslensk auðstétt í spéspegli

2019-05-10T15:01:56+00:007. nóvember 2015|

Það ríkir glannalegt fjör og meinleg kæti í nýrri sýningu Leikfélagsins Geirfugls, (90)210 Garðabær, sem nú er sýnd í Kassa Þjóðleikhússins. Höfundur og leikstjóri er Heiðar Sumarliðason og hann skoðar hér æskustöðvarnar í spéspegli. Eiginlega erum við stödd í heilum spéspeglasal þar sem speglarnir ýkja og afskræma á ýmsa vegu, toga og teygja, beygla og ... Lesa meira

Leikur að steinum

2019-05-10T15:08:43+00:0031. október 2015|

Við fórum loksins að sjá Petru, sýningu hópsins Dansaðu fyrir mig, í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Sá sem hefur séð fyrri sýningu hópsins, sem heitir einmitt Dansaðu fyrir mig, veit að það þarf að koma í leikhúsið með ákveðið hugarfar. Ekki búast við neinu sem flokkast undir venjulegt eða hefðbundið. Hópurinn vinnur á einhverjum mörkum veruleika ... Lesa meira

Hvað er sannleikur?

2019-05-10T15:25:00+00:0026. október 2015|

Heimkoman eftir Harold Pinter, sem nú er sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins undir stjórn Atla Rafns Sigurðarsonar, er virkilega grimmt verk. Andstyggilegt. Og uppsetningin dregur ekki úr grimmdinni; ýkir hana fremur. Þegar ég las Lé konung í enskunámi í Háskólanum fyrir löngu hafði kennarinn minn, sem var Breti, gaman af því að ímynda sér hvernig ... Lesa meira

Heimsendahelt dúkkuheimili

2019-05-10T15:28:10+00:0025. október 2015|

Lokaæfing Svövu Jakobsdóttur, sem Háaloftið sýnir núna í Tjarnarbíó undir stjórn Tinnu Hrafnsdóttur, er hátindurinn á leikritaskrifum höfundar. Glæsilega byggt verk og fantalega vel skrifuð samtöl sem kafa æ dýpra í huga og sálarlíf persónanna um leið og þau afhjúpa þeirra innsta eðli. Og það eðli er ekki einfalt. Verkfræðingurinn Ari (Þorsteinn Bachmann) er hugmyndaríkur ... Lesa meira

Rakarinn leysir vandann

2019-05-16T12:15:09+00:0018. október 2015|

Uppsetning Ágústu Skúladóttur á Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini í Íslensku óperunni er ljómandi vel heppnuð, bæði falleg og skemmtileg. Ágústa segir sjálf í leikskrá að hún líti á söguna sem ævintýri og í stíl við ævintýrið er sýningin stílhrein og tær. Ekkert fer á milli mála. Litirnir í leikmynd Steffens Aarfing eru heitir, litsterkir ... Lesa meira

Kynslóðirnar kljást

2019-05-16T14:03:13+00:0017. október 2015|

Það var sérkennilegt að koma heim úr leikhúsinu í gærkvöldi. Mér leið eins og ég hefði verið á sólarhrings djammi. Framan hefði verið tiltölulega venjulegt, svo hefði orðið uppbrot, smáskandall sem síðan hefði jafnað sig. Smám saman hefði drykkjan tekið yfirhöndina með tilheyrandi söng og dillandi skemmtun, hávaða, þreytu, ergelsi og átökum uns partýið fjaraði ... Lesa meira

Bernskusaga

2019-06-06T11:36:23+00:008. október 2015|

Eftir Svetlönu Alexievitch Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2013 Árni Bergmann þýddi. Svetlana Alexievitch, blaðamaður og rithöfundur frá Hvíta-Rússlandi er fædd árið 1948. Bækur hennar fjalla einkum um upplifun venjulegs fólks af sögulegum atburðum eins og seinni heimstyrjöldinni, falli Sovétríkjanna, stríði Sovétmanna í Afganhistan og Chernobyl kjarnorkuslysinu en með efnistökum sínum tekst Alexievich ... Lesa meira

Hvað eykur alheims hag?

2019-05-16T14:28:24+00:001. október 2015|

Trúðarnir Úlfar (Bergur Þór Ingólfsson) og Bella (Kristjana Stefánsdóttir) eru enn komnir á fulla ferð á litla sviði Borgarleikhússins. Þeir hafa áður fært okkur Dante og Virgil í Gleðileiknum guðdómlega og sjálfan Jesú litla frá Nasaret. Í trúðaóperunni Sókrates sem var frumsýnd í kvöld er það heimspekin sem þeir kanna á sinn sérstæða hátt. Með ... Lesa meira

Að vera eða vera ekki með blett á kinninni

2019-05-16T15:24:46+00:0019. september 2015|

Leikritið At eftir Mike Bartlett var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Leikstjóri var Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri og einföld en skýr leikmyndin var eftir Gretar Reynisson. Hann sá líka um búningana sem manni fannst ekki geta verið öðruvísi. Sviðið er afgirtur hnefaleikapallur og gefur undir eins til kynna að hér ... Lesa meira