Þú ert hér://2015

Listamaðurinn býr enn í helli sínum

2019-05-16T15:56:56+00:0018. september 2015|

Kolbeinn Arnbjörnsson skapar flókinn en þó heillegan og trúverðugan karakter í einleiknum Frama eftir Björn Leó Brynjarsson sem frumsýndur var á Lókal og Reykjavík Dance Festival en er nú sýndur í Tjarnarbíó á vegum hópsins TAKATAKA. Björn Leó leikstýrir sjálfur og sér líka um tónlistina í sýningunni en sér til aðstoðar við sviðsetninguna hefur hann ... Lesa meira

Lásar, lyklar og lokuð herbergi

2019-05-24T16:49:13+00:0014. september 2015|

Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Enginn dans við Ufsaklett – Ástin ein taugahrúga. Viti menn, Reykjavík, 2014. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2015 Enginn dans við Ufsaklett – Ástin ein taugahrúga eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur var sennilega óvæntasti „hittari“ síðasta jólabókaflóðs. Bókin kom seint út og eins og síðustu bækur Elísabetar var hún gefin út ... Lesa meira

Allt heitir einhverntímann eitthvað annað

2019-05-24T16:25:54+00:0014. september 2015|

Ófeigur Sigurðsson. Öræfi. Mál og menning, 2014. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2015 Sérhæfingin óendanlega er vangæf skepna og næsta viðsjárverð tilhneiging í allri þekkingarsköpun. Þegar hana skortir heyrast brigsl um ónákvæmni en gerist hún of ríkuleg má búast við að orðið „rörsýn“ beri á góma. Í samhengi skáldskapar má leggja þessa þversögn ... Lesa meira

Ennþá gerast ævintýr

2019-05-16T16:33:07+00:0013. september 2015|

Það var ekki laust við að gæsahúð hríslaðist um mig þegar ég gekk í salinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Á stóra sviðinu blasti við sjálfur ævintýraskógurinn, dimmur og djúpur, með himinháum laufþungum trjám sem sólargeislar seytluðu í gegnum. Þarna lagði Börkur Jónsson leikmyndahönnuður upp til dýrlegrar skemmtunar enda var sýningin framundan um frægasta útlaga allra ... Lesa meira

Þið eruð ekki laus við mig

2019-05-16T16:47:58+00:0011. september 2015|

Edda Björg Eyjólfsdóttir vann afrek á sviði Kúlu Þjóðleikhússins í gær þegar hún frumsýndi 4:48 Psychosis, síðasta verkið sem enska leikskáldið Sarah Kane (1971-1999) skrifaði áður en hún drap sig. Edda er eini leikarinn á sviðinu í klukkutíma og tólf mínútur; tímalengdin er bundin í texta en passaði merkilega vel á frumsýningu. Með sér hefur ... Lesa meira

Heimilisólukka enn

2019-05-16T16:43:49+00:006. september 2015|

„Er til meiri klisja?“ spyr Símon Birgisson dramatúrg í leikskrá Móðurharðindanna eftir Björn Hlyn Haraldsson sem voru frumsýnd í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Hann er að meina efni verksins, uppgjör í fjölskyldu eftir að heimilisfaðirinn deyr. Þessi orð Símonar eiga ekki síst vel við af því að eitt síðasta verkið á fjölum Reykjavíkurleikhúsa í vor ... Lesa meira

Saga pólitísks flóttamanns

2019-05-16T16:51:59+00:0031. ágúst 2015|

Við skrópuðum á Lókal á laugardag en sáum í staðinn þrjár bráðgóðar nýjar íslenskar heimildarmyndir í Bíó Paradís. En í gær hlýddum við á írönsku stúlkuna Nazanin Askari segja frá lífi sínu, landi sínu og kjörum þjóðar sinnar á Lókal, í sýningu sem hún vann með Mörtu Nordal og undir stjórn hennar. Þetta er í ... Lesa meira

Lifendur þegja, dauðir syngja

2019-05-16T17:03:40+00:0028. ágúst 2015|

Dagur tvö á Lókal, leikhúsreynslan víkkar út, jafnvel yfir í annan heim. Síðdegis sáum við Krísufund Kriðpleirs á Dansverkstæðinu við Skúlagötu og um kvöldið When I Die sem kemur frá Kaserne í Basel, draugasögu með tónlist eftir Thom Luz. Í báðum tilvikum var sjón sögu ríkari. Ekki höfðum við áður hitt á sýningar Kriðpleirs frekar ... Lesa meira

Ástin – sterkasta aflið

2019-05-16T17:17:27+00:0027. ágúst 2015|

Lókal-hátíðin er hafin og við drifum okkur á tvær sýningar í gær, báðar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna í Borgarleikhúsinu. Við höfum af einhverjum undarlegum ástæðum misst af þessum góða hópi fram að þessu þó að hann hafi starfað síðan 2005 og sett upp fjölmargar sýningar. Það er nokkuð sérstætt við hópinn að hann býður öllum á ... Lesa meira

Segðu mér að ástin sé sönn

2019-05-16T17:15:54+00:0025. ágúst 2015|

Eins og leik- og dansáhugamenn vita standa nú yfir tvær samtengdar hátíðir í borginni, leiklistarhátíðin Lókal og danslistahátíðin Reykjavík Dance Festival. Glöggir lesendur mínir hafa líka tekið eftir því að ég hef ekki reynt að skrifa um neinn dansviðburð þótt þar hafi mátt velja á milli margra athyglisverðra sýninga. Þetta stafar ekki af því að ... Lesa meira