Þú ert hér://2014

Heima er best

2019-05-27T16:19:33+00:0010. júlí 2014|

Það er skammt stórra högga á milli á íslensku óperusviði því í gær var í fyrsta sinn flutt í Reykjavík ný barnaópera eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Hún heitir Baldursbrá og segir sögu af háskalegu ævintýri blóms sem þó endar vel. Óperan var frumflutt á Siglufirði á þjóðlagahátíð fyrr í mánuðinum undir stjórn tónskáldsins ... Lesa meira

Af Hróa hetti og Þyrnirós

2019-05-27T16:28:04+00:003. júlí 2014|

Það leit ekkert sérstaklega vel út fyrirfram með sýningu á Hróa hetti hjá Leikhópnum Lottu í gær. Hópurinn sýnir í Elliðaárdalnum, sem kunnugt er, og utan dyra. En stór hópur bjartsýnna foreldra og barna kom samt og allt fór vel, eins og ævintýrið á sviðinu. Undir sýningarlok fór að vísu að rigna pínulítið en hvorki ... Lesa meira

„Heyrirðu í mér?“

2019-06-14T12:54:45+00:0027. júní 2014|

Vigdís Grímsdóttir. Dísusaga. JPV útgáfa, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2014 Dísusaga eftir Vigdísi Grímsdóttur er óvenjuleg bók. Nú mætti reyndar segja það um margar sögur Vigdísar en Dísusaga sker sig þó frá höfundarverki hennar – ekki síst fyrir þær sakir að segja má að höfundurinn sé annar en hinna bókanna sem ... Lesa meira

Fegurðin ríkir ein

2019-05-27T16:34:15+00:0030. maí 2014|

Ég hef beðið spennt eftir því að fá að sjá verk Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar, Kraftbirtingarhljóm guðdómsins (Der Klang der Offenbarung des Göttlichen) alveg síðan ég las upphafna lýsingu Einars Fals Ingólfssonar á því í Morgunblaðinu í febrúar þegar verkið var frumsýnt í Berlín. Biðinni lauk í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Þó að ég hefði ... Lesa meira

Fljúga marglitu fiðrildin

2019-05-27T16:39:52+00:0026. maí 2014|

Wide Slumber for lepidopterists (Djúpur dúr fyrir fiðrildafræðinga??) er tónverk utan um ljóðabók eftir Angelu Rawlings, sviðsett með þrem söngvurum af Söru Martí og VaVaVoom og sýnt í Tjarnarbíó. Tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson, seiðandi og svæfandi eins og hæfir verki um rannsóknir á svefni og lífsferli fiðrilda. Söngur Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerðar ... Lesa meira

Í iðrum hvalsins

2019-05-27T16:46:01+00:0025. maí 2014|

Þegar komið er að Brimhúsinu við Geirsgötu þessa dagana blasir mikill hvalskjaftur við og ef maður leggur í að ganga inn um hann er komið inn í mikið rautt gin með geysistórri tungu á gólfi (sem ágætt er að tylla sér á ef maður þarf að bíða lengi). Þetta er upphafið að mynd-, tón- og ... Lesa meira

Hamskipti Villa

2019-05-27T23:55:55+00:002. maí 2014|

Einstaka sinnum kemur fyrir að mér finnst ég vera orðin gömul (sem ég er) og í Perlunni í gærkvöldi komu augnablik þegar mér fannst ég hreinlega hundrað og eins. Þar var Stúdentaleikhúsið að sýna Djamm er snilld, verk eftir hópinn undir stjórn Tryggva Gunnarssonar, og það kom jafnvel fyrir að mér fannst að ég hefði ... Lesa meira

Salem í samtímanum

2019-06-04T08:04:55+00:0028. apríl 2014|

Mér er enn í furðu fersku minni uppsetning Stefans Metz á Krítarhringnum í Kákasus eftir Brecht í Þjóðleikhúsinu fyrir fimmtán árum og hlakkaði mikið til að sjá Eldraunina hans á sama sviði í ár. En Eldraunin er að sjálfsögðu allt öðruvísi verk og þar eru brellur leiksviðsins óþarfar og jafnvel til bölvunar. Sýningin er vissulega ... Lesa meira

Ár englanna og ofurfóstrunnar

2019-04-03T15:16:23+00:0022. apríl 2014|

Leikhúsárið 2013 Eftir Silju Aðalsteinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 Hvernig var leikhúsárið 2013 í Reykjavík? Eitthvað sérstaklega minnisstætt – fyrir hvað það var gott, merkilegt, nú, eða vont? Á einkalista mínum kemur í ljós að mér hafa þótt þrjár sýningar mjög áhrifamiklar, þrjár afspyrnuvondar og afgangurinn þar á milli, er það ... Lesa meira

Sögulegur afmælissöngleikur

2019-05-28T00:09:45+00:0013. apríl 2014|

Áhugaleikfélagið Hugleikur er þrítugt í ár og setur nú upp sína fertugustu sýningu í fullri lengd í Tjarnarbíó. Þetta er söngleikurinn Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur, ekta hugleiksk skemmtun undir stjórn Jóns St. Kristjánssonar. Óhætt er að hvetja alla sem unna góðum söngtextum, áheyrilegum og söngvænum lögum og hnyttnu, sögulegu spéi til að drífa ... Lesa meira