Þú ert hér://2014

Sagan af pabba

2019-06-04T08:26:16+00:0012. apríl 2014|

Valur Freyr Einarsson vill segja sögur á leiksviðinu, mikilvægar sögur, sögur sem skipta máli. Sagan hans um eina „svarta barnið“ á Suðurnesjum í verðlaunasýningunni Tengdó var bæði brýn og óvænt og hafði sterka skírskotun til samtímans. Sagan sem hann segir í Dagbók jazzsöngvarans, sem CommonNonsense frumsýndi á nýja sviði Borgarleikhússins í gær undir stjórn Jóns ... Lesa meira

Hamlet light

2019-05-28T00:14:08+00:0012. apríl 2014|

Ég komst að því þegar ég var búin að bjóða föstum félaga mínum á barnsaldri á Hamlet litla í Borgarleikhúsinu að sýningin væri ætluð ellefu ára börnum og eldri. Félagi minn er sex ára. En ég gat ekki svikið hann, leikhús er hans líf og yndi, og ég sá ekki betur en hann héldi athygli ... Lesa meira

Að geta eða geta ekki

2019-06-04T07:53:00+00:0011. apríl 2014|

Leikritið Útundan eftir Alison Farina McGlynn, sem var frumsýnt í Tjarnarbíó í gærkvöldi á vegum Háaloftsins, er í stíl róttæku áranna þegar bókmenntir áttu að hafa beinan samfélagslegan tilgang. Og McGlynn er ekkert að leyna því; verkið hennar er um barnleysi og hún sýnir það vandamál frá furðumörgum sjónarhornum á ekki lengri sýningu. Leikstjóri er ... Lesa meira

Að sjá með hjartanu

2019-06-04T08:07:03+00:006. apríl 2014|

Í gærdag frumsýndi Þjóðleikhúsið í Kúlunni leikgerð Stefáns Halls Stefánssonar á Litla prinsinum eftir Antoine de Saint-Exupéry undir stjórn Stefáns Halls. Íslensk börn munu einkum þekkja þetta verk úr barnatíma Sjónvarpsins þar sem er víst unnið með stök atriði úr sögunni en þá þætti hef ég ekki séð. Sagan er heimskunn enda bæði falleg og ... Lesa meira

„Hafnar úr gufu hér, heim allir girnumst vér …“

2019-06-14T14:34:51+00:001. apríl 2014|

Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór. Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands I–II. Hið íslenska bókmenntafélag, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 „Þér vitið vel að sá auður sem hér í Kaupinhafn samanstendur hefur á undangeingnum mannsöldrum grundvallast á Íslandsversluninni. Leiðin til æðstu metorða í þessum danska höfuðstað hefur jafnan legið gegnum Íslandsverslunina. Sú ... Lesa meira

Þjóðarspegill

2019-06-14T14:23:02+00:001. apríl 2014|

Inga Lára Baldvinsdóttir. Sigfus Eymundsson: Myndasmidur. Þjóðminjasafn Íslands, 2012, 196 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 Ljósmyndin er einn helsti listmiðill samtímans og ákaflega þýðingarmikil í listasögunni, bæði sem slík, ekki síst um áttunda áratug síðustu aldar þegar mikið fór fyrir konseptljósmyndun, og eins notuðu málsmetandi listmálarar ljósmyndir alveg frá lokum fyrri ... Lesa meira

Össur, Steingrímur og Ólafur Ragnar

2019-06-14T14:04:38+00:001. apríl 2014|

Björn Þór Sigbjörnsson. Steingrimur J: Frá Hruni og heim. Veröld, 2013, 288 bls. Össur Skarphéðinsson. Ár drekans: Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatimum. Sögur, 2013, 378 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 Það voru umtalsverð tíðindi þegar tveir af sjóuðustu stjórnmálamönnum síðustu áratuga birtu endurminningabækur fyrir síðustu jól. Steingrímur J. Sigfússon (f. 1955) hefur ... Lesa meira

„Hvað binzt við nafn?“

2019-06-14T13:24:54+00:001. apríl 2014|

Auður Ava Ólafsdóttir. Undantekningin: De arte poetica. Bjartur, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 I Meginvandi skáldskaparins er sá að hann reynir að lýsa ólínulegri tilvist mannsins á línulegu formi bókmenntanna. Listform sem gerir ráð fyrir því að byrjað sé á ákveðnum stað og endað á öðrum er ekki sérlega vel til ... Lesa meira

Áttu eld?

2019-04-03T15:18:25+00:0024. mars 2014|

Hugleiðingar í lok afmælisárs Árna Magnússonar Eftir Svanhildi Óskarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014 Í Þjóðleikhúsið að kvöldi 13. nóvember síðastliðinn safnaðist skari – með Margréti Þórhildi Danadrottningu í broddi fylkingar – til þess að halda upp á Árna Magnússon handritasafnara. Samkoman var síðasti liðurinn í allviðamiklu afmælishaldi; tilefnið að þennan dag ... Lesa meira

Sungið ævintýri

2019-06-04T08:12:01+00:0023. mars 2014|

Óp-hópurinn sýnir nú barnaóperuna Hans og Grétu eftir þýska nítjándu aldar tónskáldið Engelbert Humperdinck í Salnum í Kópavogi. Textann þýddi Þorsteinn Gylfason, Maja Jantar leikstýrir og Hrönn Þráinsdóttir er bæði tónlistarstjóri og undirleikari. Þetta er bráðskemmtileg og aðgengileg tónlist sem hefur skemmt evrópskum börnum í meira en heila öld. Eitt lagið hefur meira að segja ... Lesa meira