Þú ert hér://2014

„Það súgar milli heima“: Kvikar myndir, skuggar og sjóðheitur sýningarklefi

2019-06-14T11:45:25+00:002. október 2014|

Sjón. Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til. Forlagið, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Hún er ekki mikil að umfangi, nóvellan Mánasteinn, sem ber undirtitilinn Drengurinn sem aldrei var til (2013). Innan hvítra spjaldanna rúmast þó ansi margt, kynvilla og framúrstefna, fullveldi og plága, kvikmyndir og heimsstyrjöld. Að auki eru ólík svið ... Lesa meira

Gull, silfur og plett

2019-06-14T09:48:39+00:002. október 2014|

Þór Magnússon. Íslenzk silfursmíð I & II. Þjóðminjasafn Íslands, 2013, 400 bls + 287 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Eftir því sem árin líða er mér æ meiri ráðgáta hvaða mælikvarða dómnefndir styðjast við þegar þær tilnefna íslenskar fræðibækur til viðurkenninga eða verðlauna. Þess skal getið að sjálfur hef ég nokkrum ... Lesa meira

Maðurinn og jörðin

2019-06-14T09:48:23+00:002. október 2014|

Þorsteinn frá Hamri. Skessukatlar. Mál og menning, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Þorsteinn frá Hamri hefur átt sér tryggan lesendahóp í rösklega hálfa öld, rúm 55 ár eru liðin frá því hans fyrsta bók Í svörtum kufli kom út árið 1958 þegar hann var aðeins tvítugur að aldri, og vakti þegar ... Lesa meira

Drengur með náragáfu

2019-05-27T13:25:49+00:0029. september 2014|

Við sáum Kenneth Mána í gærkvöldi, einleik Björns Thors eftir handriti Jóhanns Ævars Grímssonar, Sögu Garðarsdóttur og Björns sjálfs, á litla sviði Borgarleikhússins. Bergur Þór Ingólfsson stýrir. Það er kannski ýmislegt ósennilegt við þennan karakter, einkum virðist geðslag hans og greindarstig ekki passa við það að hann skuli vera svona afkastamikill þjófur, en auðvitað getur ... Lesa meira

Að lifa stríð

2019-05-27T13:35:19+00:0028. september 2014|

Ég hef verið stór aðdáandi Konunnar við 1000° síðan ég las hana nýútkomna en ekki bjóst ég við að hún myndi þola að fara á svið. Tíu tíma sjónvarpssería kannski eða að minnsta kosti ílöng tveggja kvölda leiksýning eins og Heimsljós og Sjálfstætt fólk en ekki eitt tveggja tíma leikrit. Þetta hefur þó verið gert. ... Lesa meira

Þrjár systur – og bróðir

2019-05-27T13:41:56+00:0017. september 2014|

Það var sannarlega gaman að sjá þær saman á sviði í Tjarnarbíó í gærkvöldi Margréti Guðmundsdóttur, Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen (Bauju) og Halldóru Björnsdóttur. Nokkur tími er síðan þessar konur sáust leika en þær hafa að sjálfsögðu engu gleymt. Sýningin var á Róðaríi, nýju fjölskyldudrama eftir Hrund Ólafsdóttur, og leikstjóri var Erling Jóhannesson. Konurnar ... Lesa meira

Glanni glæpur slær loksins í gegn

2019-05-27T13:46:45+00:0015. september 2014|

Glanni glæpur, önnur þekktasta persóna Latabæjarsjónvarpsþátta Magnúsar Scheving,  þreytist seint á að ergja sig á fólki sem stundar íþróttir og borðar hollan mat. Maður hefði kannski haldið að hann lærði eitthvað á síendurteknum misheppnuðum tilraunum sínum til að fá íbúa Latabæjar ofan af þessu en – nei. Hann er enn að og nú (aftur) á ... Lesa meira

Lína lifir

2019-05-27T13:56:23+00:0014. september 2014|

Það er ekki dregið úr því í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Línu Langsokk, sem var frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í gær, hvað Lína er ósvífin stúlka. Og fer ákaflega vel á því að láta Ágústu Evu Erlendsdóttur leika hana því allir muna ennþá hvernig hún kom eins og sprengja inn í íslenskan samtíma sem ... Lesa meira

Hátíð í Edinborg – skýrsla

2019-05-27T15:31:57+00:0015. ágúst 2014|

Árum saman hef ég vitað af leiklistarhátíðunum í Edinborg en aldrei farið enda mikið fyrirtæki. Í ár bar svo óstjórnlega vel í veiði að heimilisvinir fengu hús þar í borg í húsaskiptum á réttum tíma og buðu okkur gistingu sem annars er erfitt að fá í borginni á þeim tíma. Maður spurði sig náttúrlega hvers ... Lesa meira

Sjómannslíf, sjómannslíf

2019-05-27T15:31:03+00:0020. júlí 2014|

Tjarnarbíó býður um þessar mundir listamönnum í borginni fín tækifæri til að sýna eigin verk við góðar aðstæður – í vel búnu leikhúsi með góðum sætum fyrir gesti. Það er gaman að koma í húsið, jafnvel þótt maður sé ekki á leið í leikhús, þar er veitingasala með mat og drykk og góður andi eins ... Lesa meira