Tímarit Máls og menningar 3. hefti 2018

12. september 2018 · Fært í Fréttir ·  

Þriðja Tímaritshefti ársins kom úr prentsmiðju fyrir helgi, lagði af stað til áskrifenda í fyrradag og fór í bestu bókabúðir í gær. Það er sjón að sjá í þetta sinn, skartar á kápu listaverki eftir Þuríði Sigurðardóttur: fagurlega unninni mynd af háspennumastri á upphlut! Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 2 2018

1. júní 2018 · Fært í Fréttir ·  

Annað hefti ársins af Tímariti Máls og menningar hefur verið sent til áskrifenda og í helstu bókabúðir, troðfullt af spennandi efni að venju. Kápumyndin er af ástar- og frjósemisgyðjunni Freyju eins og sænski myndlistarmaðurinn Anders Zorn sá hana fyrir sér um aldamótin 1900. Hún er myndskreyting við grein Hallfríðar J. Ragnheiðardóttur: „En er hún fer …“ sem fjallar um Freyju og Brísingamen. Annars er Þorsteinn frá Hamri í aðalhlutverki í þessu tölublaði; Lesa meira

Ljóð Bjarna Bernharðs birt rétt

17. febrúar 2018 · Fært í Fréttir ·  

Því miður er villa í ljóðinu „Glerhamur ljóss og skugga í Snákastræti 14“ í nýju hefti Tímarits Máls og menningar. Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 1. hefti 2018

14. febrúar 2018 · Fært í Fréttir ·  

Flaggskip nýs heftis af Tímariti Máls og menningar er ljóð eftir Þorstein frá Hamri, eitt höfuðskálda samtímans sem lést fyrir skömmu. Hann valdi það sjálfur til að halda upp á áttræðisafmæli sitt þann 15. mars í vor en þess í stað er það nú kveðja hans til okkar allra. Lesa meira

Nýtt tmm – 3. hefti ársins

16. október 2014 · Fært í Fréttir ·  

TMM_3_2014_front_150dpi

Nýlega kom nýtt hefti TMM, þriðja hefti ársins. Að þessu sinni er það helgað fólki sem er að hasla sér völl á íslenskum bókmenntavettvangi, og hefur ýmist aðeins gefið út eina bók eða enn ekki birt neitt eftir sig opinberlega. Auk þess er í heftinu ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, ádrepa eftir Pétur Knútsson og ritdómar.

Nýtt tmm

11. júní 2013 · Fært í Fréttir ·  

 

Komið er út nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar þar sem kennir margra grasa að vanda. Árni Snævarr gerir upp dvöl sína á Stöð tvö í grein sem vekur áleitnar spurningar um eðli fjölmiðla og ábyrgð þeirra sem þá eiga og reka. Kristrún Heimisdóttir tekur viðtal við Jóhann Pál Árnason heimspeking sem ekki hefur tekið þátt í íslenskri stjórnmálaumræðu áratugum saman enda verið búsettur erlendis. Lesa meira

Nýtt TMM

2. október 2012 · Fært í Fréttir ·  

kápufronturtmm.3.12

Tímarit Máls og menningar, þriðja hefti ársins, er komið út.

Meðal efnis er kafli úr væntanlegri bók eftir Guðmund Pál Ólafsson um Vatnið í náttúru Íslands og minningarorð sem Halldór Guðmundsson flutti um Guðmund Pál í dómkirkjunni, 6. september síðastliðinn.

Birt er ljóð Péturs Gunnarssonar, 17. júní 2012, sem flutt var í sumar sem Ávarp Fjallkonunnar á Austurvelli og vakti mikla athygli en meðal annarra ljóðskálda má nefna Stefán Snævarr og Kristján Þórð Hrafnsson.

Ármann Jakobsson skrifar um hið yfirnáttúrulega, tröllskap og Snorra Goða en Einar Kárason skrifar um Egils sögu. Nær okkur í tíma eru greinar Brynju Þorgeirsdóttur um Sjón og verðlaunabók hans Skugga-Baldur og Soffíu Bjarnadóttur um bækur Lindu Vilhjálmsdóttur og Sigurbjargar Þrastardóttur; Ástráður Eysteinsson minnist skáldsins Jónasar Þorbjarnarsonar sem lést í sumar; Haukur Ingvarsson tekur viðtal við Sölva Björn Sigurðsson og brot er birt úr dagbókum Matthíasar Johannesen frá því um síðustu aldamót.

Úlfhildur Dagsdóttur kynnir lesendum upphaf Múmínheims Tove Janson í myndasögum, Hjálmar Sveinsson skrifar um svissneska rithöfundinn Robert Walser og birtir þýðingu á sögu eftir hann og þau Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Thoroddsen þýða mexíkanska skáldið Alberto Blanco.

Hannes Hólmstein Gissurarson svarar Árna Björnssyni út af bók sinni Íslenskir kommúnistar en ritdómar eru eftir þær Soffíu Auði Birgisdóttur og Sigríði Albertsdóttur.

Leiðrétting

8. júní 2012 · Fært í Fréttir ·  

Í greininni Aflitaður sannleikur eftir þau Margréti Þ. Jóelsdóttur og Stephen Fairbairn féll niður tilvísun á heimasíðu listamannanna – www.margretandsteve.com – þar sem er að finna frekari upplýsingar um þau og verk þeirra.

Nýtt TMM

4. júní 2012 · Fært í Fréttir ·  

Annað hefti TMM á þessu ári er komið út og kennir þar margra grasa að vanda. Þeir Gísli Pálsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson segja frá rannsóknum Jens Pálssonar á Íslendingum og þeirri grein mannfræðinnar sem hann stundaði og kennd hefur verið við  líkamsmannfræði. Grein þeirra heitir Homo islandicus. Algerlega ótengd henni er mögnuð smásaga eftir Steinar Braga, Hvíti geldingurinn…

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtakanna skrifar í tilefni af Ríó +20 ráðstefnunni um umhverfismál – mat á árangri tuttugu árum eftir Ríó-ráðstefnuna – sem haldin er nú í júní og rekur rysjótta samskiptasögu íslenskra stjórnvalda og frjálsra umhverfisverndarsamtaka.

Brynja Þorgeirsdóttir skrifar af um hina illu sæborg Gosa en Sigurður Pálsson skáld segir frá því hvernig leikritið hans Utan gátta varð til. Þorsteinn Antonsson hefur í grúski sínu fundið bréfaskipti Erlendar í Unuhúsi og kunningja og segir frá þeim en Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar um minnkandi bóklestur barna og unglinga og bryddar upp á úrbótum á þeim vanda.

Þýðingar eru í heftinu eftir þá Óskar Árna Óskarsson og Atla Bollason og ljóð eftir Anton Helga, Kristian Guttesen og Stefán Mána.

Ari Trausti Guðmundsson ritar um föður sinn Guðmund frá Miðdal í tilefni af nýrri Listasögu og listamennirnir Margrét Þ. Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn stinga niður penna af sama tilefni, en Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur ýmislegt að athuga við bók Hannesar H. Gissurarsonar um Íslenska kommúnista.

Umsagnir eru að vanda: Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur, Atli Bollason skrifar um Bónusstelpuna eftir Rögnu Sigurðardóttur og Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um bók Hallgríms Helgasonar Konuna við 1000°.

Nýtt TMM

27. febrúar 2012 · Fært í Fréttir ·  

TMM_1_2012_Kápufrontur

Komið er nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2012. Meðal efnis má nefna grein eftir Salvöru Nordal formann Stjórnlagaráðs þar sem hún segir frá störfum ráðsins, setur það í samhengi við störf Þjóðfundar og Stjórnlaganefndar og veltir fyrir sér umræðunni sem þarf að fara fram um breytingar á stjórnarskránni. Hallgrímur Helgason skrifar fjöruga grein um Guðrúnu frá Lundi og Dalalíf; Jón Karl Helgason ræðir þá Jónas og Bjarna en Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar snarpa grein um óeirðirnar í London og orsakir þeirra. Allmikið er um skáldskap í heftinu: ljóð eftir Gerði Kristnýju, Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur og Eyvind og sögur eftir Einar Má Guðmundsson, Guðmund Brynjólfsson og Rúnar Helga Vignisson. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifar um nýútkomna listasögu, Árni Bergmann um nýjar bækur þar sem þeir Elías Mar og Þórður Sigtryggsson koma við sögu og Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallar ítarlega um þríleik Jóns Kalmans.

Og er þá fátt eitt talið.

Næsta síða »