Þú ert hér:///október

Hvað er „ekta“?

2019-06-12T13:12:40+00:0031. október 2013|

Ég hef einu sinni staðið frammi fyrir málverki eftir Jackson Pollock. Það var ekki neitt „venjulegt“ Pollock-málverk (ef þau eru til) heldur „Blue Poles“, málverkið sem setti Ástralíu á annan endann fyrir fjörutíu árum af því forstjóri Þjóðarlistasafnsins í Canberra keypti það fyrir fáheyrða upphæð. Tæpir fimm metrar á breidd og rúmir tveir á hæð ... Lesa meira

Ó, þér unglingafjöld …

2019-06-12T13:32:36+00:0028. október 2013|

Þeir eru snillingar, unglingsdrengirnir tveir sem sýna nú sína eigin ritsmíð, leikverkið Unglinginn, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Arnór Björnsson er 15 ára og Óli Gunnar Gunnarsson 14 svo þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að tala um þegar þeir lýsa lífi unglingsins bæði þversum og langsum. Svo er það móðir annars unglingsins, leikkonan Björk Jakobsdóttir, ... Lesa meira

Önnur harmsaga

2019-06-12T13:40:59+00:0027. október 2013|

Í annað sinn á skömmum tíma fáum við að sjá ungt par í djúpum vanda á sviði reykvískra atvinnuleikhúsa. Tvíleikurinn Saumur eftir Anthony Neilson sem nú er sýndur á Litla sviði Borgarleikhússins undir stjórn Ríkharðs Hjartar Magnússonar er einkar svipaður verki Mikaels Torfasonar, Harmsögu, sem enn má sjá í Kassa Þjóðleikhússins. Bæði verkin skoða parsambönd ... Lesa meira

Meiri Carmen

2019-06-12T13:47:01+00:0026. október 2013|

Það er gaman að fá tækifæri til að spjalla aðeins meira um Carmen og geta bætt því við sem láðist að nefna síðast. Kannski fannst mér alveg sjálfsagt að hópsenurnar með kórunum tveim, Kór og Barnakór Íslensku óperunnar, væru óaðfinnanlegar og þess vegna þyrfti ekki að geta þeirra sérstaklega. En auðvitað er ekki sjálfgefið að slík atriði ... Lesa meira

Ævintýraheimur á háaloftinu

2019-06-12T14:36:49+00:0020. október 2013|

Þetta var almennileg þriggja sýninga helgi af því að ég var fyrst núna að sjá Aladdín hans Bernds Ogrodniks á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu. Þar fer Bernd alveg fram úr sjálfum sér í sköpun á töfraheimi Þúsund og einnar nætur með margturna höllum, glitrandi fjársjóðshellum, eyðimörkum, sölutorgum og miklum fjölda brúða af ýmsum stærðum, bæði strengjabrúða ... Lesa meira

Tálkvendið og hermaðurinn

2019-06-12T14:20:17+00:0020. október 2013|

Önnur gamalkunn saga var frumsýnd í óperuformi í Eldborg Hörpu í gærkvöldi, Carmen eftir Georges Bizet sem frumflutt var í París 1875 – við lítinn fögnuð almennra áheyrenda, skilst mér. Fólki fannst ástæðulaust að setja svona pakk á svið – verkalýð, portkonur og hermenn. Síðan hefur þetta orðið ein allra vinsælasta ópera í heimi og ... Lesa meira

Píkur fimm á palli inni

2019-06-12T14:46:21+00:0019. október 2013|

Það er svo góður gangur í sýningum Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu að til vandræða horfir. Því hefur leikhússtjórinn nú komið sér upp annexíu í Gamla bíói þar sem frumsýnd var í gærkvöldi uppsetning Kristínar Jóhannesdóttur áKristín Jóhannes eftir Federico Garcia Lorca, í nýrri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar, á ísköldu, álklæddu og stórfenglegu sviði Brynju Björnsdóttur. ... Lesa meira

„Út um trissur alls staðar eru tómir óvitar“

2019-06-12T14:50:15+00:0014. október 2013|

Barnaleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gær, landsins börnum til mikillar ánægju. Gunnar Helgason stýrir því af sínu alkunna fjöri og hugmyndaauðgi og Ilmur Stefánsdóttir gerir litríka leikmynd sem er heilt ævintýri fyrir unga áhorfendur. Leikarar eru geysimargir og allt á iði á sviðinu í senum sem gerast utanhúss. Innanhúss ... Lesa meira

„Í alsælu vímunnar“

2019-06-12T14:58:27+00:009. október 2013|

Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Jeppa á Fjalli eftir Holberg, Megas og Braga Valdimar Skúlason á Nýja sviði Borgarleikhússins minnir mest á partý sem hefur farið úr böndunum. Þar ægir ýmsum gerðum sviðssýninga saman – þetta er leikrit en líka söngleikur og tónleikar – og einhvern veginn „of“ af öllu. Benedikt Erlingsson leikstjóri hefur farið á ... Lesa meira

Siglingarleiðir frásagnarinnar

2019-06-14T16:13:50+00:002. október 2013|

Álfrún Gunnlaugsdóttir. Siglingin um síkin. Mál og menning, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2013 „og ég gat komið því að, að ég drægi í efa kenningu hans um að öllu væri hægt að breyta í sögu, að í meðförum manneskjunnar yrði allt sem gerðist að sögu og þar af leiðandi líf manns ... Lesa meira