Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 159 blog entries.

Tvær á trúnó

2023-07-03T10:55:47+00:003. júlí 2023|

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Sally Cowdin sýndu glænýtt verk sitt Release eða Létti í Mengi í gærkvöldi á Fringe hátíðinni fyrir yfirfullu húsi. Verkið sömdu þær sjálfar, upp úr eigin reynsluheimi að einhverju leyti, eftir því sem þær segja sjálfar, og Unnur Elísabet leikstýrir með aðstoð nokkurra góðra leikkvenna. Við erum stödd á salerni á ... Lesa meira

Að mæta Sannleikanum

2023-06-30T21:00:38+00:0030. júní 2023|

Diane Varco kom á Fringe hátíð í Reykjavík í fyrra með einleikinn Shattered sem ég sá því miður ekki, en hún fór heim af þeirri hátíð með verðlaun fyrir hann. Nú er hún komin aftur með nýjan einleik, Rise, sem Jessica Lynn Johnson stjórnar og við fáum að sjá á undan gestum á Fringe hátíðinni ... Lesa meira

Kvenlegur svartur húmor

2023-06-28T20:42:48+00:0028. júní 2023|

Einn þeirra fjölmörgu listamanna sem nú leggja leið sína til okkar ískalda og ónotalega lands til að taka þátt í Fringe-listahátíð í Reykjavík er Elsa Couvreur frá Woman’s Move í Sviss. Hún sýndi í dag fyrri sýningu sína af einleiknum The Sensemaker í Mengi við Óðinsgötu, sú seinni verður á föstudaginn kl. 17 á sama ... Lesa meira

Dýrðin í grasinu

2023-06-21T13:37:28+00:0010. júní 2023|

Í gærkvöldi var á stóra sviði Þjóðleikhússins gestasýning frá Stefan Żeromski leikhúsinu í Kielce í Póllandi í tilefni af pólskri menningarhátíð. Þau sýndu leikritið Wiosenna bujność traw (Gróskuna í grasinu) sem byggt er á bíómyndinni Splendor in the Grass (1961) eftir Elia Kazan en leikskáldið William Inge skrifaði handritið. Bíómyndin segir söguna í einfaldri tímaröð ... Lesa meira

Fátt að frétta úr hulduheimum

2023-06-21T13:40:11+00:003. júní 2023|

Bláir englar frumsýndu í gærkvöldi í samstarfi við Tjarnarbíó einleikinn Hulið eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur með elegant tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Sigríður Ásta leikur sjálf en leikstjóri hennar er Halldóra Rósa Björnsdóttir. Leikmyndina unnu þær saman, leikstjórinn og leikarinn, hún er mjög dökk fyrir utan ljósa steinhnullunga á gólfinu og búningur Sigríðar Ástu, afar smekkleg ... Lesa meira

Lotta komin aftur á kreik

2023-06-21T13:49:07+00:001. júní 2023|

Það var mikil gleði í Ævintýraskóginum í Elliðaárdalnum síðdegis í gær þegar Leikhópurinn Lotta reis úr covid-rotinu og skemmti stórum hópi barna og fullorðinna með leik, söng og dansi undir fyrirsögninni Gilitrutt. Ekki er hægt að segja einfaldlega að verkið sé um þessa lífseigu skessu því að inn í söguna af henni blandar höfundurinn sögunni ... Lesa meira

Ha? Nei! Já, akkúrat!

2023-06-21T14:09:34+00:0019. maí 2023|

Frumsýningargestir Tjarnarbíós í gærkvöldi gengu inn í gufubað. Salargólfið var fljótandi í volgu vatni sem persónurnar, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir, böðuðu fætur sína í, skvettu hvert á annað og sulluðu svolítið. Enda heitir verkið Lónið og vísar til þess að nú er enginn staður á landinu eftirtektarverður eða heimsóknar ... Lesa meira

Tilboð dagsins

2023-05-15T12:18:29+00:0010. maí 2023|

Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt! Í gærdag sá ég leiksýningu sem vissulega er á vegum Þjóðleikhússins en sýnd í Krónunni á Granda. Leikritið heitir Aspas og er eftir rúmenska leikskáldið Gianinu Cărbunariu. Það gerist í enskum stórmarkaði og leyfir okkur að fylgjast með hugsunum tveggja viðskiptavina, annars vegar eldri borgarans Georgs (Eggert Þorleifsson) og hins ... Lesa meira

Ekki fyrir viðkvæma

2023-05-15T12:32:40+00:0027. apríl 2023|

Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk endurfrumsýndi verkið Stelpur og stráka eftir Bretann Dennis Kelly í Tjarnarbíó í gærkvöldi eftir leikferð um landið. Þetta er glænýtt leikrit, frumsýnt í London 2018, og hefur vakið mikla athygli enda svo ágengt að kalla má sjokkerandi. Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir þýða textann, Annalísa Hermannsdóttir á snjalla leikmyndina og ... Lesa meira

Myrkviði mannssálarinnar

2023-05-15T12:25:41+00:0024. apríl 2023|

  Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi um helgina Svartþröst eftir Skotann David Harrower á Litla sviði Borgarleikhússins. Vignir Rafn Valþórsson bæði þýðir og leikstýrir enda er hann kunnugur verkum af þessu tagi ­ – erfiðum, afhjúpandi verkum sem ganga nærri persónum sínum, leikurum og áhorfendum. Ég minnist sýninga hans á Munaðarlaus, Bláskjá, Hans Blæ, Illsku, Refnum og ... Lesa meira