Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 875 blog entries.

Vorkoma

2022-05-04T15:40:05+00:004. maí 2022|

Eftir Höllu Margréti Jóhannesdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2018   Ég er úti í óvissu vorsins Sting upp garðinn kem mér niður að frostlagi og helst neðar Bach er inni í stofunni Sellósónata ómar út um gluggann hæfir öllum árstíðum en á þessu vori vekur hún von Leiðir fram og aftur Hrosshár ... Lesa meira

Apríl

2022-04-06T15:00:27+00:006. apríl 2022|

Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Ljósið kemur að utan laumar sér inn á milli gluggatjaldanna strýkur fingri eftir rykugri hillu gaumgæfir gyllingu á snjáðum kili við lítum undrandi upp: hvað ert þú að gera hér? nægja þér ekki fagnaðarlætin úti allir gulu og fjólubláu fánarnir dans stiginn ... Lesa meira

Íslenskar bókmenntir – danskættaðar útleggingar

2022-03-30T10:18:26+00:0030. mars 2022|

Einar Kárason Eftir Einar Kárason Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022   „... heldur skuli prenta þær með stafsetningu Wimmers frá þeim tímum, að Íslendingasögur voru útgefnar í Danmörku til að sanna, að þær væru ritaðar á „oldnordisk“ og afsanna, að þær væru ritaðar á íslenzku.“ (Halldór Kiljan Laxness, TMM 1941) ... Lesa meira

Leiðarstefið fyrirgefning

2022-03-23T17:22:22+00:0023. mars 2022|

„Öðruvísi“ fjölskyldubækur Guðrúnar Helgadóttur Eftir Katrínu Jakobsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2007   Guðrún Helgadóttir tók sér snemma stöðu sem talsmaður barna í samfélaginu. Í fyrstu bókum sínum um Jón Odd og Jón Bjarna og síðar um Pál Vilhjálmsson tók hún á málefnum barna á nýjan og ferskan hátt, beindi kastljósinu að ... Lesa meira

Orð yfir gjá

2022-02-25T08:30:51+00:0025. febrúar 2022|

Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022 Ducoados negro, hvítur draugur líður upp í rjáfur á markaðnum, þrír, fjórir karlar, þegja við barinn, reykja, reykja, einmanalegt skóhljóð milli yfirbreiddra bása á lítið skylt við skellina áður, hlátrasköllin, hávaðann, dynkina sem hljómuðu og bárust milli veggja og upp í loft, hátt, ... Lesa meira

Miskunnarlaus bjartsýni

2022-02-18T11:33:25+00:0024. febrúar 2022|

Fríða Ísberg: Merking. Mál og menning, 2021. 266 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.   Við erum stödd í Reykjavík í nálægri framtíð, líklega í kringum árið 2050, og það ríkir órói í íslensku samfélagi. Fram undan eru kosningar um lög er kveða á um að skylda eigi alla þegna landsins í ... Lesa meira

Undir djúpunum

2022-02-24T14:21:53+00:0024. febrúar 2022|

Ingólfur Eiríksson: Stóra bókin um sjálfsvorkunn. Mál og menning, 2021, 284 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.     Skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar hefst á markvissri tilvitnun í ljóðabók Hauks Ingvarssonar Vistarverur (2018). Ljóðið hljóðar svo:   einhvern tímann ætla ég að kafa niður að flakinu rannsaka káeturnar beina mjóum ljósgeisla út í myrkur ... Lesa meira

Göfugir villimenn og heilagir jógar

2022-02-18T11:08:22+00:0024. febrúar 2022|

Sumarliði Ísleifsson. Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár. Sögufélag, 2020. 381 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022. Fyrir aldarfjórðungi kom út bókin Ísland, framandi land eftir Sumarliða Ísleifsson sem vakti talsverða athygli enda sérlega falleg bók, upplýsandi og vel skrifuð, en þar var rakin sú mynd sem fólk og ... Lesa meira

Málsvari náttúrunnar

2022-02-02T10:45:17+00:0020. janúar 2022|

Um náttúruverndarhugmyndir Guðmundar Páls Ólafssonar eftir Unni Birnu Karlsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2014 Guðmundur Páll Ólafsson / Mynd: Einar Falur Ingólfsson Bókin stóra til varnar hálendinu Bók Guðmundar Páls Ólafssonar (1941–2012), Hálendið í náttúru Íslands kom út árið 2000 eða fyrir fjórtán árum síðan.[1] Ritið, sem skilgreint var sem ... Lesa meira

Hin ósnertanlegu

2022-01-14T14:45:09+00:0014. janúar 2022|

Slaufunarmenning, forréttindi og útskúfun eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2021     Eyja Margrét Brynjarsdóttir Á undanförnum árum hefur umræða átt sér stað um það sem hefur á ensku verið kallað „cancel culture“ en á íslensku slaufunarmenning eða útskúfunarmenning. Sumir hafa áhyggjur af því að slaufunarmenning sé ... Lesa meira