Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 875 blog entries.

Hundrað ára samfélagsspegill

2023-02-16T09:53:26+00:0016. febrúar 2023|

Kristín Svava Tómasdóttir: Farsótt - Hundrað ár í Þingholtsstræti 25.   Sögufélag 2022, 350 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Brúna tvílyfta timburhúsið númer 25 við Þingholtsstræti á sér langa og fjölbreytta sögu. Fyrst var þar sjúkrahús, síðan stofnun til að einangra þá sem veiktust af þeim farsóttum sem gusu upp ... Lesa meira

Hvað var ég að lesa?

2023-02-16T09:50:03+00:0016. febrúar 2023|

Eiríkur Örn Norðdahl og Elías Rúni: Frankensleikir – eða hinn nýi Aurgelmir. Mál og menning, 2022. 94 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Ég skal viðurkenna að ég varð nær forviða þegar ég frétti af þessari bók. Jólasaga úr penna Eiríks Arnar Norðdahl? Barnabók sem hefst á því að tilvist jólasveina er ... Lesa meira

Kennsluvænn kjörgripur

2023-02-15T14:29:54+00:0016. febrúar 2023|

Ármann Jakobsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson: Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi. Hið íslenska bókmenntafélag, 2021. 840 bls. 2 bindi. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. bindi 2023. [...] menning verður til í því hvernig líkingar eru búnar til á milli hluta, í því hvernig ákveðnar ... Lesa meira

Konan í græna kjólnum

2023-02-09T11:01:10+00:009. febrúar 2023|

eftir Ágúst Borgþór Sverrisson   Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2022.       Vindurinn hamaðist í laufkrónum trjánna fyrir utan stofugluggann. Þetta voru ekki hans tré heldur nágrannagarðurinn beint fyrir neðan en voldugar krónurnar teygðu sig yfir í hans garð. Hann var fyrst að taka eftir því núna að þéttur og hávaxinn ... Lesa meira

Parabólusetning

2023-01-13T12:57:39+00:0013. janúar 2023|

Eftir Eirík Örn Norðdahl Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2007       Í rífandi gangi á brokki og baksundi heillaðar meyjar með glit í augunum svarthol í augunum sem sýgur í sig hnappa sauma klæði klink og rússneskar stáltennur búlgarska postulínsgóma það sekkur enginn til botns í sjóðandi vatni svífur enginn til ... Lesa meira

Kynhlutleysi í máli: Hvað er það?

2023-01-06T15:59:12+00:006. janúar 2023|

Þorbjörg Þorvaldsdóttir Eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022       Á undanförnum árum hefur umræðan um kynhlutleysi í máli fengið síaukið vægi og fjöldi fólks látið skoðun sína í ljós. Sitt sýnist hverjum, eins og eðlilegt er, en oft hefur mér fundist fólk setja allt sem tengist ... Lesa meira

„Og nú lifir drengurinn í kvikmyndunum“

2022-12-30T12:33:18+00:0030. desember 2022|

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Kvikmyndalist og súrrealismi í Mánasteini eftir Sjón eftir Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022       Að vera sá skuggi sem kemur aftur og aftur inn í sólskinsríka tilveru þína.[1]   Plágan um borð Þann 20. október 1918 birtust þrjár fréttir í röð í ... Lesa meira

Tvær byrjanir

2022-12-06T14:52:51+00:006. desember 2022|

Brynjólfur Þorsteinsson / Ljósmynd: Eva Schram eftir Brynjólf Þorsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2022     Pranking My Wife Ég giftist konunni minni á fallegum síðsumardegi. Við héldum sveitabrúðkaup, allir okkar nánustu komu saman í Hvalfirðinum og við dönsuðum og drukkum og skemmtum okkur fram á rauða nótt. Mamma táraðist ... Lesa meira

Vetrarvegirnir / Vintervejene

2022-12-01T14:13:41+00:001. desember 2022|

Sofie Hermansen Eriksdatter 66 gráður norðlægrar breiddar / 66. nordlige breddegrad   Eftir Sofie Hermansen Eriksdatter Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022   Brynja Hjálmsdóttir þýddi.                 Veturinn sýgur umbrotin mín, við þekkjum hvort annað vel við göngum saman niður að götunni við hafið, ... Lesa meira

Þrjú ljóð úr Urðarfléttu

2022-11-29T10:47:16+00:0029. nóvember 2022|

eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur Úr Urðarfléttu (2022). Una útgáfuhús gefur út.     Fellibylur   Eftir sýninguna faldi ég mig á bak við ruslatunnu á torginu. Ég var að reyna að skilja hvað hafði gerst. Í leikverkinu var barn sem tók í höndina á mér og vildi spá fyrir mér. Dimm og íhugul augu þess ... Lesa meira