Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 875 blog entries.

Ljósmóðir í Vesturbænum

2021-05-12T22:36:11+00:0012. maí 2021|

Auður Ava Ólafsdóttir. Dýralíf. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 205 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (Matthías Jochumsson)   Það er óneitanlega ættarsvipur með aðalpersónunum í skáldsögum Auðar Övu Ólafsdóttur. Þær eru verulega færar á sínu sviði, ef ... Lesa meira

Þegar jarðskorpan rís

2021-05-12T22:24:27+00:0012. maí 2021|

Sigríður Hagalín. Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 287 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021 Sigríður Hagalín er ekki í neinum feluleik í þriðju skáldsögu sinni, Eldunum. Sagan hefst í lokuðu rými þar sem sögukona okkar liggur og berst við að ná andanum, reynir að láta síðustu súrefnisdreggjarnar endast meðan ... Lesa meira

Frelsið til að mæta óréttlætinu

2021-05-12T18:28:33+00:0012. maí 2021|

Kristín Marja Baldursdóttir. Gata mæðranna. JPV útgáfa, 2020. 243 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021     Mæðgna- og systrasambönd eru Kristínu Marju Baldursdóttur hugleikin í mörgum verka hennar og nýjasta verk hennar, Gata mæðranna, einkennist af óskýrum mörkum og ruglingi þessara hlutverka og fjölskyldutengsla kvenna. Á þeim byggir bæði söguflétta og ... Lesa meira

„Nú var hún komin á ská við heiminn“

2021-05-12T18:18:01+00:0012. maí 2021|

Elísabet Jökulsdóttir. Aprílsólarkuldi. JPV útgáfa, 2020. 143 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Þótt Elísabet Jökulsdóttir sé oft bráðfyndin í verkum sínum er hún öðrum þræði tregans höfundur. Hún er höfundur sem „skrifar sig frá“ erfiðum tilfinningum og óþægilegum minningum. Hún hefur syrgt móður sína (Dauðinn í veiðafæraskúrnum, 2017 og Hvaða ... Lesa meira

Baráttan gegn málaglundroðanum

2021-05-12T18:10:26+00:0012. maí 2021|

Kristján Eiríksson. Lifandi mál lifandi manna: Um esperantotímabil Þórbergs Þórðarsonar. JPV útgáfa, 2020. 425 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Sjálfsagt vita allir sem áhuga hafa á Þórbergi Þórðarsyni og skrifum hans að Þórbergur var altalandi og -skrifandi á alþjóðamálinu esperanto og vann ötullega að útbreiðslu málsins á Íslandi. Hversu stór ... Lesa meira

Spegill, spegill, herm þú mér…

2021-05-12T18:18:49+00:0012. maí 2021|

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Spegill fyrir skuggabaldur: Atvinnubann og misbeiting valds. Skrudda, 2020. 252 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Ísland og Alsír eru ólík lönd og langt þar á milli, en með þeim má eigi að síður finna ýmsar óvæntar hliðstæður og jafnframt andstæður sem geta brugðið nokkru ljósi á bæði ... Lesa meira

Gosvirkni í íslenskri kvennabaráttu

2021-05-10T16:23:35+00:0010. maí 2021|

eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2016   Femínismi sem pólitísk hugmyndafræði á sér aldalanga sögu og kvennabaráttu í formi baráttuhreyfinga má rekja aftur um að minnsta kosti 150 ár. [1] Í þessari sögu hefur hugtakið „bylgjur“ gjarnan verið notað um ris og hnig baráttunnar og er þá talað um ... Lesa meira

Orðasmíð í ljóðmáli Steinunnar Sigurðardóttur

2021-04-29T17:04:56+00:0030. apríl 2021|

eftir Þorleif Hauksson Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Steinunn Sigurðardóttir // Mynd: David Ignaszewski Sumarið 2019 var þess minnst að 50 ár voru liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar Steinunnar Sigurðardóttur. Í fyrirlestri sem Steinunn flutti í dagskrá í tilefni af þessum tímamótum velti hún fyrir sér orðasmíð í íslensku ... Lesa meira

Vísnabókin sextug

2021-03-31T10:36:23+00:0031. mars 2021|

eftir Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2006 Vísnabókin (2020) Lítill drengur í náttfötum krýpur í rúminu sínu og horfir út um gluggann með hönd undir kinn. Við horfum hugfangin saman til hafs. Það merlar á hafflötinn af skörðum mána undir lítilli duggu. „Svanir fljúga hratt til heiða“ og ... Lesa meira

Sara og Dagný og ég

2021-03-15T12:50:12+00:0015. mars 2021|

eftir Ísak Regal Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021 Ísak Regal // Mynd: Jon Buscall Ég er stödd í strætó og stór og mikil svört kona horfir á mig eins og ég sé dóttir hennar. Hún er bæði áhyggjufull og vonsvikin á svipinn. Ljósin í strætónum flökta – perurnar eru að ... Lesa meira