Þú ert hér://2023

Eins og fiskar í vatni

2023-09-01T14:41:35+00:001. september 2023|

Fyrsta frumsýning leikársins var í Tjarnarbíó í gærkvöldi: Sund eftir Birni Jón Sigurðsson sem MurMur framleiðir. Hún setur fína viðmiðun fyrir framhaldið því hún er óvænt, unnin af hugmyndaríkri vandvirkni, fyndin og sexí. Á sviðinu í Tjarnarbíó er sundlaug. Við sjáum hana að vísu ekki en sjáum og heyrum laugargesti steypa sér ofan í hana. ... Lesa meira

Tvær á trúnó

2023-07-03T10:55:47+00:003. júlí 2023|

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Sally Cowdin sýndu glænýtt verk sitt Release eða Létti í Mengi í gærkvöldi á Fringe hátíðinni fyrir yfirfullu húsi. Verkið sömdu þær sjálfar, upp úr eigin reynsluheimi að einhverju leyti, eftir því sem þær segja sjálfar, og Unnur Elísabet leikstýrir með aðstoð nokkurra góðra leikkvenna. Við erum stödd á salerni á ... Lesa meira

Að mæta Sannleikanum

2023-06-30T21:00:38+00:0030. júní 2023|

Diane Varco kom á Fringe hátíð í Reykjavík í fyrra með einleikinn Shattered sem ég sá því miður ekki, en hún fór heim af þeirri hátíð með verðlaun fyrir hann. Nú er hún komin aftur með nýjan einleik, Rise, sem Jessica Lynn Johnson stjórnar og við fáum að sjá á undan gestum á Fringe hátíðinni ... Lesa meira

Kvenlegur svartur húmor

2023-06-28T20:42:48+00:0028. júní 2023|

Einn þeirra fjölmörgu listamanna sem nú leggja leið sína til okkar ískalda og ónotalega lands til að taka þátt í Fringe-listahátíð í Reykjavík er Elsa Couvreur frá Woman’s Move í Sviss. Hún sýndi í dag fyrri sýningu sína af einleiknum The Sensemaker í Mengi við Óðinsgötu, sú seinni verður á föstudaginn kl. 17 á sama ... Lesa meira

Domino’s á Skólavörðustíg

2023-06-21T14:09:16+00:0021. júní 2023|

eftir Jónas Reyni Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2014.     Strákur hækkar í græjum og býr til drunur. Hann er í íþróttabuxum. Blátt skilti lýsir upp strákinn og stelpuna. Magnarinn nær að hrista hár stelpunnar úr teygjunni. Vá, segir hún. Hemlaljós varpa á þau rauðri birtu. Hljóðin úr græjunum opna dyrnar ... Lesa meira

Dýrðin í grasinu

2023-06-21T13:37:28+00:0010. júní 2023|

Í gærkvöldi var á stóra sviði Þjóðleikhússins gestasýning frá Stefan Żeromski leikhúsinu í Kielce í Póllandi í tilefni af pólskri menningarhátíð. Þau sýndu leikritið Wiosenna bujność traw (Gróskuna í grasinu) sem byggt er á bíómyndinni Splendor in the Grass (1961) eftir Elia Kazan en leikskáldið William Inge skrifaði handritið. Bíómyndin segir söguna í einfaldri tímaröð ... Lesa meira

Fátt að frétta úr hulduheimum

2023-06-21T13:40:11+00:003. júní 2023|

Bláir englar frumsýndu í gærkvöldi í samstarfi við Tjarnarbíó einleikinn Hulið eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur með elegant tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Sigríður Ásta leikur sjálf en leikstjóri hennar er Halldóra Rósa Björnsdóttir. Leikmyndina unnu þær saman, leikstjórinn og leikarinn, hún er mjög dökk fyrir utan ljósa steinhnullunga á gólfinu og búningur Sigríðar Ástu, afar smekkleg ... Lesa meira

Lotta komin aftur á kreik

2023-06-21T13:49:07+00:001. júní 2023|

Það var mikil gleði í Ævintýraskóginum í Elliðaárdalnum síðdegis í gær þegar Leikhópurinn Lotta reis úr covid-rotinu og skemmti stórum hópi barna og fullorðinna með leik, söng og dansi undir fyrirsögninni Gilitrutt. Ekki er hægt að segja einfaldlega að verkið sé um þessa lífseigu skessu því að inn í söguna af henni blandar höfundurinn sögunni ... Lesa meira

Ha? Nei! Já, akkúrat!

2023-06-21T14:09:34+00:0019. maí 2023|

Frumsýningargestir Tjarnarbíós í gærkvöldi gengu inn í gufubað. Salargólfið var fljótandi í volgu vatni sem persónurnar, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir, böðuðu fætur sína í, skvettu hvert á annað og sulluðu svolítið. Enda heitir verkið Lónið og vísar til þess að nú er enginn staður á landinu eftirtektarverður eða heimsóknar ... Lesa meira

Á hvarmi lífsins

2023-05-15T11:17:36+00:0015. maí 2023|

eftir Ísak Harðarson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993.     Er ég geng niður í fjöruna að leita að kyrrð er kyrrðin þar á ferð að leita að manni Og horfumst í augu tvö augnablik blikandi himinn blikandi haf „Sjáumst!“ Og hún festir mig í minni og ég festi hana hér   ... Lesa meira