Þú ert hér://2022

„Syrgjandinn er dýr sem ferðast hægt“ – Ljósberar og harmsugur, kjánar og krónprinsar

2022-05-10T10:04:14+00:0012. maí 2022|

Guðni Elísson: Ljósgildran. Lesstofan, 2021. 800 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022.   Það hlýtur að teljast til stórtíðinda þegar bókmenntafræðiprófessor, sem helgað hefur líf sitt kennslu, skrifum og umræðum um bókmenntir, gefur út sína fyrstu skáldsögu. Og það kemur ekki á óvart að gripurinn er stór í sniðum: átta hundruð blaðsíður ... Lesa meira

Af menningarástandi

2022-05-10T10:06:28+00:0012. maí 2022|

Eiríkur Örn Norðdahl: Einlægur Önd - ævisaga. Mál og menning, 2021. 283 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022.   I „Ég get aldrei komið aftur á billann, ég er alveg viss um það. Eins og ég hafði nú gaman af því.“ (Dúddi rótari, Með allt á hreinu)   Hvernig er sambandi skáldskapar ... Lesa meira

Áföll og aldamótabörn

2022-05-10T09:48:03+00:0012. maí 2022|

Júlía Margrét Einarsdóttir. Guð leitar að Salóme. Una útgáfuhús, 2021. 388 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022.   Það er ekki hægt að komast í gegnum lífið án þess að upplifa einhvers konar áfall. En hvort sem um er að ræða missi, ofbeldi eða slys þá fer atburðarás lífsins óhjákvæmilega úr skorðum. ... Lesa meira

Hryllingsblómið dafnar

2022-05-13T11:31:12+00:0012. maí 2022|

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Bærinn brennur: Síðasta aftakan á Íslandi. JPV útgáfa 2021. 349 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022.   Franski sagnfræðingurinn Lucien Febvre velti því einu sinni fyrir sér hvers vegna tilfinningalíf sextándu aldar manna hefði verið eins öfgafullt – frá sjónarmiði nútímamanna – og heimildir gæfu til kynna, þeir hefðu ... Lesa meira

Vorkoma

2022-05-04T15:40:05+00:004. maí 2022|

Eftir Höllu Margréti Jóhannesdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2018   Ég er úti í óvissu vorsins Sting upp garðinn kem mér niður að frostlagi og helst neðar Bach er inni í stofunni Sellósónata ómar út um gluggann hæfir öllum árstíðum en á þessu vori vekur hún von Leiðir fram og aftur Hrosshár ... Lesa meira

Lækningamáttur játninga

2022-05-17T09:43:06+00:0023. apríl 2022|

Fyrir níu árum, í apríl 2013, skrifaði ég umsögn um fyrsta leikrit Tyrfings Tyrfingssonar, einþáttung sem var einn af þremur eftir ný leikskáld sem sýndir voru saman undir yfirskriftinni Núna í Borgarleikhúsinu. Þar segir: „Annaðhvort gat Skúrinn á sléttunni verið útdráttur úr löngu leikriti eða fyrsti þáttur í lengra verki. Það breytir þó ekki því að þetta ... Lesa meira

Sannleikurinn er sagna verstur

2022-05-17T10:19:41+00:0010. apríl 2022|

Leikfélag Reykjavíkur og CommonNonsense frumsýndu í gær samtímafarsann Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson á Nýja sviði Borgarleikhússins. Breiða pallastofu með hringstiga innst upp á efri hæðir skapar Ilmur Stefánsdóttir og hún sér líka um í bland dálítið fríkaða búninga og leikgervi (með Elínu S. Gísladóttur); til dæmis þekkti ég ekki Þórunni Örnu Kristjánsdóttur fyrr en ... Lesa meira

Þegar orð eru óþörf

2022-05-17T10:21:13+00:008. apríl 2022|

Það eru rúm níu ár síðan ég sá Hjartaspaða í Gaflaraleikhúsinu, fyrstu leiksýninguna sem ég hafði séð þar sem leikið var með heilgrímur. Þó að afar vel tækist til hefur leikurinn ekki verið endurtekinn, svo ég viti til – fyrr en nú og þá af sömu aðilum, Skýjasmiðjunni. Hún frumsýndi um síðustu helgi verkið Hetju ... Lesa meira

Örleikrit hversdagsins

2022-05-17T09:45:29+00:007. apríl 2022|

Það er engu logið á Ást og upplýsingar, uppsetningu Þjóðleikhússins á verki Caryl Churchill í Kassanum. Þetta er ljómandi skemmtilegt verk og vel unnin sýning hjá Unu Þorleifsdóttur leikstjóra. Einfalt en spennandi svið hannar Daniel Angermayr og Eva Signý Berger sér um búningana sem urðu æ litríkari og fjörlegri því lengra sem leið á sýninguna. ... Lesa meira

Apríl

2022-04-06T15:00:27+00:006. apríl 2022|

Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Ljósið kemur að utan laumar sér inn á milli gluggatjaldanna strýkur fingri eftir rykugri hillu gaumgæfir gyllingu á snjáðum kili við lítum undrandi upp: hvað ert þú að gera hér? nægja þér ekki fagnaðarlætin úti allir gulu og fjólubláu fánarnir dans stiginn ... Lesa meira