Þú ert hér://2019

Ævintýri Djöfulsins í Moskvu

2019-12-27T16:36:07+00:0027. desember 2019|

Rithöfundar eru öfundsverðir, sérstaklega skáldsagnahöfundar. Þeir geta búið til nýjan veruleika og haft hann algerlega eins og þeim sýnist, látið hvað sem er gerast og notið þess. Þetta nýtti rússneska sagnaskáldið Mikhaíl Búlgakov sér rækilega í Meistaranum og Margarítu, en leikgerð Niklas Rådström af þeirri sögu var frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi undir ... Lesa meira

Arfleifð Þorvalds Þorsteinssonar

2019-12-22T14:25:24+00:0022. desember 2019|

Íslenskt menningar- og listalíf missti afar mikið við lát Þorvalds Þorsteinssonar myndlistarmanns og rithöfundar þegar hann féll frá árið 2013, aðeins rúmlega fimmtugur. Þekktasta verk hans, Skilaboðaskjóðan, hefur tvívegis verið sett á svið í Þjóðleikhúsinu og í gærkvöldi var Engillinn, mósaíkverk unnið upp úr ýmsum öðrum verkum Þorvalds, frumsýnt í Kassanum. Það var gæfuspor að ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-12-20T10:24:10+00:0016. desember 2019|

Eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur Úr ljóðabókinni Eilífðarnón sem kom út í nóvember. Partus gefur út. við öndum öll hægt í takt við takkana   andinn andar líkaminn fylgir   heilinn er net í sjónum hnit á miðum hugsanir heilinn er lestarstöð brautarpallar hugsanir þessi fer með þig þangað þessi fer með þig þangað þessi fer ... Lesa meira

Lagerstjórinn

2019-12-11T15:26:25+00:0011. desember 2019|

sem var í forsvari fyrir þorrablótsnefnd, sem þó var ekki eiginleg nefnd því starfsmannafélagið átti í raun að sjá um alla viðburði, í fyrirtæki sem samanstendur af húsgagna- og íþróttaverslun Eftir Kristján Hrafn Guðmundsson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2019. Kristján Hrafn Guðmundsson / Mynd: Tryggvi Már Ég svitnaði aðeins þennan ... Lesa meira

Gormánuður

2019-12-11T14:51:58+00:004. desember 2019|

Eftir Brynjólf Þorsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019   allir hrafnar eru gat líka þessi sem krunkar uppi á ljósastaur eins og brot í himingrárri tönn sjóndeildarhringurinn nakin tré skorpin vör pírðu augun einblíndu á fjaðursortann það glittir í úf allir hrafnar eru gat og innvolsið uppdráttur að morgundegi líka í þessum ... Lesa meira

Gætið að gleðinni

2019-12-05T14:05:33+00:002. desember 2019|

Leikhópurinn Miðnætti sem hefur glatt íslensk börn undanfarin ár (og er nú að teygja sig til barna annarra landa) frumsýndi í gær Jólaævintýri Þorra og Þuru í Tjarnarbíó. Handritið er eftir Agnesi Wild og Sigrúnu Harðardóttur sem einnig semja tónlistina og leika titilhlutverkin, en Sara Marti Guðmundsdóttir leikstýrir. Álfastúlkan Þura (Sigrún) er í heimsókn hjá ... Lesa meira

Þrjú ljóð

2019-12-02T12:04:30+00:002. desember 2019|

Hildur Eir Bolladóttir / Mynd: Daníel Starrason Eftir Hildi Eir Bolladóttur Úr ljóðabókinni Líkn sem kom út í sumar. Vaka-Helgafell gefur út.     Æskudraumar 2. Berjalyngið er göldrótt virkar saklaust í sínum lágstemmda lit, heilsar þér eins og guðhrædd kona með fléttað hár í fótlaga skóm, sem býður þér að draga orð ... Lesa meira

Ó, þetta er indælt stríð

2019-12-02T16:57:17+00:001. desember 2019|

Í pistli sínum í leikskrá Gestagangs segir leikstjórinn, Þorgeir Tryggvason, að áhugaleikfélagið Hugleikur hafi verið stofnað til að „borgarbúum byðust loksins sömu tækifæri til listsköpunar og landsbyggðafólkið hafði notið eins lengi og elstu menn mundu“. Í nýju sýningunni má sjá þessa hugsjón í verki því alls taka þar þátt yfir þrjátíu manns, leikarar og hljómlistarmenn. ... Lesa meira

Okfruman

2019-11-27T11:29:00+00:0027. nóvember 2019|

Eftir Brynju Hjálmsdóttur Brot úr ljóðabálkinum Okfruman birtist fyrst í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 2019 en er hér endurbirt í örlítið breyttri mynd eins og það kemur fyrir í ljóðabókinni Okfruman, 2019. Una útgáfuhús gefur út.     Í upphafi ekkert og svo sprenging *** ein + ein = ein svo verður ein ... Lesa meira

Rányrkjubú

2019-11-25T12:55:39+00:0025. nóvember 2019|

Eftir Stefán Jón Hafstein Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2011   Það eru ekki margir 300 þúsund manna hópar í heiminum sem búa við jafn mikinn auð og Íslendingar. Er þá átt við hópa sem mynda samfélag sem stendur undir nafni. Stöku olíuríki skákar okkur í auði á mann; þjóðartekjur eru hærri sums ... Lesa meira