Þú ert hér://2013

Mælanlegir yfirburðir

2019-04-03T15:22:05+00:006. júní 2013|

Nokkur orð um spegla Eftir Berg Ebba Benediktsson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Í hryllingsmyndum er algengt að nota spegla til að búa til óþægilegar aðstæður. Kona stendur við baðherbergisvask og lokar skáp fyrir framan sig. Á skáphurðinni er spegill og skyndilega sjáum við hrottalegan hnífamann í speglinum. Mér finnst óþægilegt þegar ... Lesa meira

Gjörningahelgi

2019-06-12T15:32:38+00:0020. maí 2013|

Þau voru ólík verkin þrjú sem við sáum þessa helgi. Á laugardaginn rifjuðum við fyrst upp Sprengda hljóðhimnu vinstra megin og fengum svo að sjá glænýjan gjörning eftir Magnús Pálsson á eftir, Stunu, í Listasafni Reykjavíkur. Í gær fórum við í Gestaboð Hallgerðar ferðaþjónustubónda á Hlíðarenda í Fljótshlíð og kynntumst hennar skrautlegu ævi í túlkun ... Lesa meira

Á vettvangi glæpsins

2019-06-12T15:41:17+00:006. maí 2013|

Sýningin Hvörf sem Lab-Loki leikhópurinn sýnir nú í samstarfi við Þjóðleikhúsið byggist á málskjölum Guðmundar- og Geirfinnsmálsins en beitir sér einkum að þróuninni í yfirheyrslum yfir helstu sakborningum. Merkilegt hefði líka verið að fá að heyra málsmeðferð fyrir hæstarétti  en á það var bara minnt rétt í lokin að þar var stærsti glæpurinn framinn. Allar ... Lesa meira

Að skila eða ekki

2019-06-12T15:46:50+00:0029. apríl 2013|

Hugleikur frumsýndi í gærkvöldi nýtt leikrit eftir Ástu Gísladóttur, Spilaborgir, í húsnæði leikfélagsins við Eyjarslóð. Leikstjórar voru þeir gamalreyndu hugleikarar Sigurður H. Pálsson og Þorgeir Tryggvason en leikararnir voru nýir – í mínum augum að minnsta kosti. Það er greinilega enginn hörgull á fólki sem langar til að vera með í áhugaleikfélagi í Reykjavík. Aðalpersóna Spilaborga ... Lesa meira

Saga skjótta hestsins

2019-06-12T15:52:15+00:0021. apríl 2013|

Sjaldan hef ég á langri leikhúsævi séð leikara „taka salinn“ eins og Atli Rafn Sigurðarson gerði í gær á frumsýningu Engla alheimsins á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ekki aðeins ávarpa salinn og gera hann að trúnaðarmanni sínum heldur stjórna honum eins og stórum kór eða sinfóníuhljómsveit. Enda „átti“ Atli Rafn sviðið alla sýninguna út í gegn ... Lesa meira

Kona, þekktu sjálfa þig

2019-06-12T15:56:05+00:0019. apríl 2013|

Það eru orðin rúm þrjátíu ár síðan ég sat í góðum hópi kvenna og þýddi og staðfærði danska fræðiritið Kvinde kend din krop. Hugsa sér að svona langur tími skuli vera liðinn! Danir hafa verið duglegri en við að halda þessari frábæru bók við; þar er hún uppfærð reglulega en hér hefur hún ekki komið ... Lesa meira

Núna var gaman

2019-06-12T16:06:54+00:0013. apríl 2013|

Þrjú leikskáld frumsýndu nýja einþáttunga á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi við háværa ánægju gesta sem troðfylltu salinn. Yfirfyrirsögnin var Núna sem vísar bæði til þess að verkin eru flunkuný og eiga að segja okkur eitthvað um tímann sem við lifum núna. Salka Guðmundsdóttir átti Svona er það þá að vera þögnin í hópnum, Kristín Eiríksdóttir Skríddu og ... Lesa meira

Strákar eru og verða strákar

2019-06-18T11:06:08+00:005. apríl 2013|

Ef einhver heldur að það sé leiðinlegt að vinna á skrifstofu – með lágum skilrúmum sem leyna ekki neinu og yfirmanni sem situr á palli og sér yfir allt svæðið – skyldi sá hinn sami fara á verðlaunasýningu Akureyringsins Kristjáns Ingimarssonar, BLAM!, á stóra sviði Borgarleikhússins. Þar má sjá hvernig hversdagslegt skrifstofudót getur á undrastuttri ... Lesa meira

„Leikur hlæjandi láns“

2019-06-15T15:03:05+00:0027. mars 2013|

Í Tjarnarbíó má nú fylgjast með tveim stúlkum úr Hreyfiþróunarsamsteypunni, Katrínu Gunnarsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, dansa eigið sköpunarverk sem þær kalla Coming Up. Myndin á prógramminu sýnir tvær stelpur rekast saman í háu stökki, þær eru í dæmigerðum fatnaði stelpna á aldrinum 7-11 ára, buxum og peysum, ekkert „fínar“, hvað þá „dansmeyjarlegar“. Þannig eru ... Lesa meira

Drauma-Smiðjan

2019-06-15T15:40:10+00:0024. mars 2013|

Ég fann fyrir tilfinningu eftir sýningu Nemendaleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt í Smiðjunni í gærkvöldi sem sumt leikhúsfólk hefur fjölyrt um í ævisögum sínum: ég vildi að sýningin væri ekki búin heldur héldi áfram – eða byrjaði upp á nýtt! Mig langaði ekki til að rjúfa töfrana og fara út úr húsinu. Leikritið er auðvitað ... Lesa meira