Þú ert hér:///mars

„Leikur hlæjandi láns“

2019-06-15T15:03:05+00:0027. mars 2013|

Í Tjarnarbíó má nú fylgjast með tveim stúlkum úr Hreyfiþróunarsamsteypunni, Katrínu Gunnarsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, dansa eigið sköpunarverk sem þær kalla Coming Up. Myndin á prógramminu sýnir tvær stelpur rekast saman í háu stökki, þær eru í dæmigerðum fatnaði stelpna á aldrinum 7-11 ára, buxum og peysum, ekkert „fínar“, hvað þá „dansmeyjarlegar“. Þannig eru ... Lesa meira

Drauma-Smiðjan

2019-06-15T15:40:10+00:0024. mars 2013|

Ég fann fyrir tilfinningu eftir sýningu Nemendaleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt í Smiðjunni í gærkvöldi sem sumt leikhúsfólk hefur fjölyrt um í ævisögum sínum: ég vildi að sýningin væri ekki búin heldur héldi áfram – eða byrjaði upp á nýtt! Mig langaði ekki til að rjúfa töfrana og fara út úr húsinu. Leikritið er auðvitað ... Lesa meira

Hundalíf

2019-06-18T11:25:19+00:0020. mars 2013|

Það er dáldið æðislegt sem leikhópurinn Fullt hús hefur gert við Þjóðleikhúskjallarann fyrir sýningu sína Hundalógík. Þau leika á miðju dansgólfinu og raða stólum allan hringinn í kringum sig. Þau hafa ekki pláss fyrir voðalega marga áhorfendur með þessari uppsetningu enda spila þau algerlega upp á nándina og hún verður þeirra styrkur þó að þau ... Lesa meira

Doktor Fástus yngdur upp

2019-06-18T11:25:05+00:0013. mars 2013|

Þau ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur MR-ingarnir sem nú sýna Doktor Fástus í myrku ljósi í Tjarnarbíó. Þetta er um það bil 75 ára gamalt verk eftir bandaríska framúrstefnuhöfundinn Gertrud Stein og þar eru sannarlega ekki farnar beinustu leiðir að efninu en það varð dillandi skemmtilegt hjá krökkunum undir hugmyndaríkri stjórn ... Lesa meira

Raunasaga og sigurganga

2019-06-21T11:34:56+00:0012. mars 2013|

Gunnar F. Guðmundsson. Pater Jón Sveinsson – Nonni. Opna, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2013. Við sem höfum lengi lifað í bókum hér á landi hljótum að eiga okkur persónulega sögu af samskiptum við skáld og rithöfunda, til dæmis þá Jón Sveinsson og Halldór Laxness. Nonni varð okkur í bernsku samferða inn ... Lesa meira

Af hinum fáheyrðu göldrum skáldskaparins

2019-06-21T11:35:56+00:0012. mars 2013|

Einar Kárason. Skáld. Mál og menning, 2012, 235 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2013. I Með útgáfu á Skáldi, síðustu bókinni í þríleiknum um Sturlungaöldina, bindur Einar Kárason endahnút á verk sem teygir anga sína út fyrir heim skáldskaparins og inn á svið íslenskra fræða þar sem Einar endurvekur hina sígildu spurningu ... Lesa meira

Ofurseld

2019-06-18T11:42:36+00:003. mars 2013|

Á sýningunni Karma fyrir fugla í Kassa Þjóðleikhússins er athygli áhorfanda krafist af ofstopa í byrjun verks með afar háu hljóði og svo löngu að smám saman grípur skelfingin mann. Það er líka eins gott að hafa athyglina vakandi því þó að sagan sé í sjálfri sér ekki flókin og skilaboðin beinskeytt þá fer verkið ... Lesa meira