Þú ert hér:///febrúar

Elena

2021-02-24T11:09:12+00:0024. febrúar 2021|

eftir Ewu Marcinek Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Ewa Marcinek // Mynd: Patrik Ontkovic Elena fæddist þann 22. nóvember 1982. Sporðdreki, hugrökk og ástríðufull, eða Bogmaður, sjálfstæð og jákvæð. Stjörnurnar gátu ekki ákveðið sig.  Makedónía fæddist þann 8. september 1991. Meyja. Stjarnan Spika skín skærast. Örlát og hagsýn. Það ... Lesa meira

Maðurinn er það sem hann er ekki

2021-02-24T09:14:37+00:0022. febrúar 2021|

Núna þegar ég sé Sölumaður deyr í þriðja sinn – og í annað sinn á stóra sviði Borgarleikhússins – kemur það mér einkum á óvart hvað þetta fólk hans Arthurs Miller er lágkúrulegt. Áður var ég full af vorkunnsemi með „litla bátnum í leit að höfn“ en nú finnst mér ég sjá persónurnar í skærara ... Lesa meira

Kraftaverkin gerast víst

2021-02-24T09:46:08+00:0022. febrúar 2021|

Það er ansi stór hugmynd að taka inn, ekki síst fyrir krakka, að Litla svið Borgarleikhússins með öllu sem í því er og okkur áhorfendum líka sé í rauninni inni í höfði ellefu ára stúlku, en með þá hugmynd leikur hópurinn 10 fingur sér í verkinu Stúlkan sem stöðvaði heiminn. Verkið er samið af hópnum ... Lesa meira

Harmleikur vinstrihreyfingarinnar

2021-02-18T09:42:44+00:0018. febrúar 2021|

Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki. Stjórnmál í endursýn. Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Mál og menning, 2020. 570 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021 Þessi bók er afrek og mikilsverð viðbót við sögu íslenskrar vinstrihreyfingar á 20. öld. Hún er mikilvæg ekki bara vegna þess að hún er umfangsmikil, hátt í sex hundruð ... Lesa meira

Hvað merkir þetta auma líf? 

2021-02-17T14:41:29+00:0018. febrúar 2021|

Halldór Armand. Bróðir. Mál og menning, 2020. 292 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021 Bróðir er fjórða skáldsaga Halldórs Armands Ásgeirssonar sem merkir bækur sínar höfundarnafninu Halldór Armand. Umfjöllunarefni hans hafa verið samtíminn, en í fyrri bókum sínum, báðum sögunum í Vince Vaughn í skýjunum og í skáldsögunum Drón og Aftur og ... Lesa meira

Sjaldan er ein báran stök

2021-02-18T09:41:29+00:0018. febrúar 2021|

Gunnar Þór Bjarnason. Spænska veikin. Mál og menning, 2020. 315 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Það verður seint sagt að árið 1918 hafi farið mjúkum höndum um Íslendinga. Það hófst með svo miklum frosthörkum að venjulega er talað um frostaveturinn mikla. Í október lét Katla svo til sín taka með ... Lesa meira

Skólaskassið tamið

2021-02-12T13:21:35+00:0012. febrúar 2021|

Í sýningunni 10 hlutir sem Listafélag Verzlunarskólans sýnir nú í sal skólans undir stjórn Tómasar Helga Baldurssonar, byrjar pilturinn Kamel-Jón (Ágúst) í nýjum skóla. Og þá gerist tvennt alveg á fyrstu dögunum: hann verður bálskotinn í Biöncu hinni blíðu og fögru (Hrönn) og eignast bestu vinkonuna Bessý (Ilmur) sem hann fær til að hjálpa sér ... Lesa meira

Guðjón Samúelsson og siðun íslenskrar þjóðar

2021-02-10T15:44:17+00:0010. febrúar 2021|

Guðjón Samúelsson eftir Kjartan Má Ómarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2017.       Íslenska þjóðin var illa búin undir þessa breytingu. Fæstir þekktu bæjarmenning af eigin reynd og gerðu sér ekki ljóst, hver vandhæfni er á að byggja fagra hentuga og heilnæma bæi. [1] Fáir einstaklingar, ef nokkur, hafa ... Lesa meira

Nei, þetta er ágæt hugmynd

2021-02-05T14:48:29+00:005. febrúar 2021|

Það var sérkennilegt að sitja í Tjarnarbíói í hálfan annan klukkutíma og horfa á leiksýningu sem var aðallega á tungumáli sem ég skil ekki. Þetta var frumsýning leikhópsins PólÍs á verki sínu Co za poroniony pomysł sem útleggst „Úff hvað þetta er slæm hugmynd“. En greinilega skildu margir í húsinu vel það sem fram fór ... Lesa meira