Þú ert hér://2020

Umbreyting í takt við Schubert

2020-08-07T00:04:56+00:006. ágúst 2020|

Þegar þau gengu inn á sviðið í Tjarnarbíó í gærkvöldi, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Tómas Guðni Eggertsson og Kristrún Hrafnsdóttir, voru þau ekkert áberandi frábrugðin félögunum á upptökunni með Fischer Dieskau og Eschenbach sem ég hafði horft á fyrr um daginn á netinu flytja ljóðaflokkinn um Malarastúlkuna fögru eftir Franz Schubert og Wilhelm Müller. Dieskau og ... Lesa meira

„harður kirkjubekkur“ – Um tvö ljóð Halldóru K. Thoroddsen

2020-07-29T14:38:58+00:0029. júlí 2020|

eftir Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2013. I „Nýlega tók ég próf á netinu sem leiddi það ótvírætt í ljós að ég er með heilagerð karlmanns.“ [1] Þannig hljóðar upphafið að grein sem birtist í Skólavörðunni síðla árs 2004. Höfundurinn, Halldóra Kristín Thoroddsen, fjallar þar um ýmsa kynjafordóma sem uppi ... Lesa meira

Haustlægð

2020-07-15T17:35:07+00:0015. júlí 2020|

eftir Dag Hjartarson úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2016   haustlægðin kemur að nóttu og merkir tréð í garðinum okkar með svörtum plastpoka eins og til að rata aftur og hún ratar aftur aðra nótt öskrar eitthvað sem enginn skilur fleygir á land þangi og þara og fleiri vængjuðum martröðum úr iðrum Atlantshafsins ... Lesa meira

Sóttkví

2020-07-07T16:29:14+00:007. júlí 2020|

Steinunn G. Helgadóttir / Mynd: Gassi Eftir Steinunni G. Helgadóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2020.     Macho er farið að leiðast hér inni og treður nefinu í hálsakotið á mér. Ertu virkilega að gefa í skyn að við ættum að fara út á hótelveröndina? spyr ég. Hann kinkar kolli ... Lesa meira

Samstæð sakamál

2020-06-15T11:55:15+00:0015. júní 2020|

Eftir Þorvald Gylfason [1] Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2018   Ágrip Þorvaldur Gylfason. Mynd: Vigfús Birgisson Þessi ritgerð fjallar um spillingu á Íslandi, einkum þann hluta hennar sem varðar meðferð nokkurra kunnra mála í réttarkerfinu og á Alþingi. Vandinn birtist í því að réttarkerfið hefur ekki brugðizt við meintri refsiverðri ... Lesa meira

Tólf ár frá hruni

2020-06-12T11:35:12+00:0012. júní 2020|

Verkefnin sem Ísland á ólokið* eftir Þorvald Gylfason Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2020   Hér er fjallað um eftirmál fjármálahrunsins 2008 með áherslu á óuppgerð mál sem varða einkum skiptingu auðs og tekna, bankamál og stjórnmál. Þrennt ber hæst. Þorvaldur Gylfason Í fyrsta lagi þarf að lagfæra matið á skiptingu ... Lesa meira

„Sögurnar þær lifa ekki af sjálfu sér“

2020-07-20T18:12:18+00:0011. júní 2020|

Sólin skein aldeilis skært á leikendur og áhorfendur í Elliðaárdalnum í gær þegar Leikhópurinn Lotta sýndi Bakkabræður í annað sinn á höfuðborgarsvæðinu. Það lá við að hitinn yrði illbærilegur þarna á Lottutúni inn á milli trjánna og ég vorkenndi leikendunum svolítið í sínum hlýlegu búningum. Svið og búningar (Kristína R. Berman) segja okkur að leikritið ... Lesa meira

Mundi og Bóbó hjá ömmu Gógó í Ameríku

2020-06-11T14:41:37+00:007. júní 2020|

Það er ekkert langt síðan við vorum síðast minnt á fjölskylduna í Gamla húsinu í Thulekampinum, Tómas kaupmann, Karólínu spákonu, Gógó dóttur hennar, öll börnin hennar Gógóar og barnabörn, Þjóðleikhúsið setti upp nýjan söngleik byggðan á Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni haustið 2016 eins og við munum. Í gærkvöldi voru kynnin við þetta geðríka ... Lesa meira

Ósýnilegi meðhöfundurinn

2020-07-02T11:42:31+00:0029. maí 2020|

Eftir Lindu Ólafsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2020   Starf myndhöfundarins er fjölbreytt og skemmtilegt, enda gefandi að gæða sögur lífi, skapa umhverfi og persónur, en á sama tíma getur starfið verið vanþakklátt. Umfjallanir um barnabækur sniðganga oft nær alfarið annan höfundinn og gagnrýnendur minnast varla orði á ... Lesa meira

Framtíð í frjálsu falli

2020-05-19T11:44:05+00:0019. maí 2020|

Hildur Knútsdóttir: Nornin JPV útgáfa, 2019 Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2020   Nornin eftir Hildi Knútsdóttur. Það er ekki mikið um gamaldags dulúð í Norninni eftir Hildi Knútsdóttur. Í staðinn blasir við hrákaldur veruleiki framtíðarinnar eftir að mannkynið hefur gengið fram af jörðinni og lagt eigin tilveru í rúst. Skáldsagan ... Lesa meira