Þú ert hér://2015

„Sennilega eigum við öll brauð í magann skilið“

2019-05-16T17:15:14+00:005. ágúst 2015|

Ég er nærri því viss um að þið höfðuð ekki hugmynd um að í rauninni átti litla gula hænan heima í skýjahöllinni hjá risanum og að þar var það sem hún sáði fræinu, þreskti kornið og allt það. Og að í rauninni var það hún en ekki gæsin sem verpti gulleggjum handa risanum og Jói ... Lesa meira

Stúlkan og skáldið

2019-05-16T17:28:30+00:0029. júní 2015|

Czar dawnych lat / Ljómi liðinna daga - Beata Malczewska Í gærkvöldi var gestaleikur frá Póllandi Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Þar sagði ein þekktasta gamanleikkona Pólverja, Beata Malczewska, áheyrendum langa og tragíkomíska ástarsögu undir heitinu Ljómi liðinna daga, og skreytti hana með söngvum. Sagan er gamalkunnug en þó alltaf ný. Hún segir frá feitlaginni ... Lesa meira

Leiðtogi lífsins

2019-05-28T11:54:30+00:0011. júní 2015|

Guðrún Eva Mínervudóttir. Englaryk. JPV útgáfa, 2014. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2015 I „Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð Jakobs, ekki heimspekinga og fræðimanna ,,gleði, gleði, gleði, gleðitár …“ það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.” Jesú Kristur, Jesú Kristur … ... Lesa meira

Það dýrmætasta

2019-05-16T17:32:03+00:0029. maí 2015|

Norski leikhópurinn Jo Strømgren kompani sýndi Eldhúsið í Tjarnarbíó í gærdag við góðar undirtektir. Þetta er verk um umburðarlyndi og kærleika og var fyrsta sýning leikhópsins sem ætluð var börnum sérstaklega. Leikararnir, Ívar Örn Sverrisson og Hanne Gjerstad Henrichsen, fluttu textann á íslensku og íslenskuskotinni norsku en þulartexti var á íslensku. Minn sjö ára leikhúsvani ... Lesa meira

Landamæraerjur

2019-05-16T17:36:25+00:0020. maí 2015|

Þeir sem hafa saknað Ívars Arnar Sverrissonar af íslensku leiksviði ættu að grípa tækifærið í vikunni og sjá sýningarnar tvær sem norski leikhópurinn hans sýnir nú í Tjarnarbíó. Við sáum aðra þeirra í gærkvöldi, dansleiksýninguna The Border, þar sem Ida Holten Worsøe leikur á móti Ívari Erni en höfundur, hönnuður leikmyndar, leikstjóri og danshöfundur er ... Lesa meira

Hangikjöt með eða án uppstúfs

2019-05-17T13:22:51+00:0013. maí 2015|

Það á að reisa stórt hótel á Arnarhóli og álfarnir sem þar búa eru í uppnámi. Það eru líka ýmsir áhugamenn um óbreytt miðborgarlandslag – og þegar álfar og menn taka höndum saman þá eiga umhverfissóðar ekki séns. Þetta er í örstuttu máli efni nýrrar leiksýningar Hugleiks sem heitir því langa nafni „Stóra hangikjöts-, Orabauna- ... Lesa meira

Ástin er eilíf

2019-05-17T14:08:51+00:0025. apríl 2015|

Ellefu útskriftarnemar af leikarabraut Listaháskóla Íslands frumsýndu í gærkvöldi Að eilífu eftir Árna Ibsen í Smiðjunni undir stjórn Stefáns Jónssonar. Verkið var upphaflega samið fyrir slíkan útskriftarhóp árið 1997 og ég man að sýningin olli mér vonbrigðum af ýmsum ástæðum. Það gerði ekki frumsýningin í gær. Hún var eldfjörug, hugmyndarík í stóru sem smáu og ... Lesa meira

Við og Afríka – Afríka og við

2019-05-17T13:26:50+00:0024. apríl 2015|

„Það virðist ekki vera til nein fær leið til að sýna hörmulegar afleiðingar eyðni í Afríku á sviði,“ segir þýska leikskáldið Roland Schimmelpfennig í grein á netinu. „Ég er samt viss um að hún er til og ég reyndi að finna hana.“ Leið hans, Peggy Pickit sér andlit Guðs, var frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins ... Lesa meira

Edda, Bibba og Túrilla

2019-05-17T14:17:14+00:0017. apríl 2015|

Við fórum loksins að sjá Edduna hennar Eddu Björgvinsdóttur í Gamla bíó í gærkvöldi. Það var sýning sem kom okkur meira á óvart en við áttum von á. Áður en sýningin hófst fengum við að sjá ótal brot á tjaldi frá ferli Eddu í sjónvarpi og kvikmyndum, þau voru hljóðlaus en mörg þeirra kannaðist ég ... Lesa meira

Ubbi Bubbi kóngur

2019-05-17T15:50:39+00:0012. apríl 2015|

Jæja, aldrei fór það svo að maður fengi ekki að sjá leikritið um Ubba kóng áður en yfir lyki. Þetta ríflega aldargamla leikrit franska symbólistans Alfreds Jarry hefur verið „household word“ á Íslandi síðan Davíð Oddsson komst fyrst til valda á Íslandi en Davíð lék Ubba eða kónginn sem þá hét Bubbi í frægri uppsetningu ... Lesa meira