Það er einn hnöttur og hann er blár

24. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Ég skil bara ekki hvernig þetta er hægt,“ sagði sessunautur minn, séra Ragnheiður, að lokinni frumsýningu á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, Berg Þór Ingólfsson leikstjóra, Kristjönu Stefánsdóttur tónskáld og Chantelle Carey danshöfund á stóra sviði Borgarleikhússins. Hún átti við frammistöðu barnanna í sýningunni, hvernig þau, svona ung, gátu leikið, sungið, dansað, farið flikk flakk og heljarstökk aftur á bak og áfram eins og þrautþjálfaðir fagmenn. Ég segi það undir eins: Þessi sýning er undur. Lesa meira

Úr örbirgð til auðæva – og aftur til baka – og baka

24. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Söguloftið á Landnámssetrinu í Borgarnesi hefur hýst marga góða sagnamenn og löngu kominn tími til að rifja upp sögu mannsins sem byggði á sínum tíma húsið sem landnámssýningin, Eglusýningin og Söguloftið eru í, Thors Jensen. Thor var rúmlega tvítugur þegar hann tók við verslunarrekstri í Borgarnesi og tók rækilega til hendinni þau ár sem hann var þar. Í gærkvöldi kom svo langafabarn hans, Guðmundur Andri Thorsson, og sagði merka sögu afa sína fyrir fullu húsi áhugasamra gesta á Söguloftinu. Lesa meira

Hetjusaga Sóleyjar Rósar

23. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég var búin að lesa mikið hrós um Sóley Rós ræstitækni sem Kvenfélagið Garpur sýnir nú í Tjarnarbíó þegar ég loksins sá hana í gærkvöldi. Þrátt fyrir ítarlegar lýsingar á efni og útliti sýningarinnar í umsögnum um hana tókst henni að koma mér rækilega á óvart. Lesa meira

Leikið á lofti

19. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Írsk-íslensk samvinna ber fagran ávöxt í Fjaðrafoki, leiksýningu fyrir yngstu áhorfendurna eftir Chantal McCormick og Tinnu Grétarsdóttur sem frumsýnd var í Tjarnarbíó um helgina á vegum Bíbí & blaka og írska sirkusflokksins Fidget Feet. Ég var svo heppin að fá að sjá hana með tveim leikskólabekkjum tveggja til þriggja ára barna núna á mánudagsmorgni og hafði ekki síður gaman af að fylgjast með öðrum áhorfendum en því sem gerðist á sviðinu – enda var það allt í einni mynd því börnin sátu hringinn í kringum sviðið. Lesa meira

Saga manns sem heitir Ove

17. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Skáldsaga sænska rithöfundarins Fredriks Backman, Maður sem heitir Ove, kom fyrst út 2012 og náði fljótlega miklum vinsældum í heimalandi höfundar og miklu víðar. Á íslensku kom hún út strax árið eftir í þýðingu Jóns Daníelssonar og var prentuð sex sinnum á innan við ári. Einleikurinn eftir skáldsögunni sem var frumsýndur í kvöld í Kassa Þjóðleikhússins er eftir Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emmu Bucht og Jón Daníelsson þýðir hana líka. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir Sigurði Sigurjónssyni hér eins og nokkrum sinnum áður og með prýðilegum árangri. Lesa meira

Fíll, fíll, burt með þig!

17. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Brúðuheimar frumsýndu áðan splunkunýtt verk í upphæðum Þjóðleikhússins. Bernd Ogrodnik er þar allt í öllu að venju, leikritið Íslenski fíllinn er eftir hann og Hildi M. Jónsdóttur, hann hannar brúðurnar og leikmyndina, stjórnar brúðunum og semur tónlistina þar að auki. Kraftaverkamaður. Lesa meira

Margt býr í skápunum

16. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fyrsta tilfinningin sem grípur mann á Sendingu, leikriti Bjarna Jónssonar sem Marta Nordal setur upp á Nýja sviði Borgarleikhússins, er að það sé þrengt að því. Sviðið virkar svo lítið. Og eintóna. Gólf og þrír veggir sem eru samfelldar hurðir á skápum og öðrum herbergjum. En séu hurðir þá er eitthvað fyrir innan þær og þar liggur hundurinn grafinn. Lesa meira

Föst á Djöflaeyjunni – engin huggun þar

4. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var annaðhvort rétt fyrir eða eftir áramótin áttatíu og þrjú og fjögur sem ég las fyrst um fólkið í Gamla húsinu og Thulekampinum, þá sendi Einar Kárason kaflann um daginn þegar Hreggviður reyndi að setja heimsmet í kúluvarpi til Tímarits Máls og menningar sem ég ritstýrði þá. En ég man ágætlega hvernig mér leið þegar ég las þennan texta, svo allt öðruvísi var hann en nokkuð sem ég hafði lesið áður. Þetta svala sambland af grimmd og kímni, sprelllifandi fólk af öllu tagi, konur og karlar, fullorðnir og börn sem fylla heilt borgarhverfi, fyllibyttur, þjófar, ofbeldismenn og gott og strangheiðarlegt fólk, sem á umkomuleysið og vonleysið sameiginlegt en líka drauminn um aðra framtíð – Ameríku. Þetta er ómótstæðilegt fólk enda hafa margir í tímans rás halað það upp á svið og hvíta tjaldið og erfitt að útiloka allar þær tilraunir þegar maður nú horfir á eina enn. Lesa meira

*Not the singer

1. júlí 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við fórum aftur í leikhús í gærkvöldi, nú í Tjarnarbíó á “The Greatest Show in Iceland starring Björk Guðmundsdóttir – not the singer”. Ég hef ekki verið dugleg að sjá sýningar á ensku fyrir erlenda ferðamenn, var þó um daginn búin að ná í miða á sýninguna í Hörpu um Íslendingasögur en varð að senda eiginmanninn með erlenda gestinum af því ég hóstaði svo mikið. Þau létu nokkuð vel af þeirri sýningu. Lesa meira

Fjölbreytnin lifi

30. júní 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Loksins í gær komst ég á nýjustu sýningu Leikhópsins Lottu, Litaland, sem var frumsýnd í lok maí. Í Reykjavík sýna þau í Ævintýraskógi Elliðaárdalsins, að venju, en þau fara líka beinlínis um allt land með sýninguna. Í þetta sinn semur Anna Bergljót Thorarensen sitt eigið ævintýri í stað þess að vinna út frá þekktum minnum og hún kýs að blanda sér beint í mestu hitamál dagsins. Lesa meira

Næsta síða »