„Þetta reddast alltaf fyrir rest“

6. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er ys og þys í Ævintýraskóginum í Tjarnarbíó þar sem Leikhópurinn Lotta frumsýndi í dag Rauðhettu sína, tíu árum eftir að hún var fyrst sýnd í Elliðaárdalnum. Enn er Rauðhetta litla (Andrea Ösp Karlsdóttir) að reyna að komast til ömmu sinnar (Anna Bergljót Thorarensen) með kökur og vín en úlfurinn slyngi (Árni Beinteinn Árnason) hefur áhuga á að éta allt nestið sjálfur og ömmu og Rauðhettu í ofanálag. Lesa meira

Níðingslega lifandi Shakespeare

30. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það segir sitt um álit manna og áhyggjur af ástandi heimsins að jólasýningar beggja stóru leikhúsanna skuli fjalla um viðurstyggð harðstjórnar. Í Þjóðleikhúsinu er skopast að Adolf Hitler en í Borgarleikhúsinu er rifjað upp rúmlega 400 ára gamalt leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja, kroppinbakinn sem myrti sér leið til konungdóms á Englandi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir – þótt einnig hefði eflaust freistað hennar að leika aðalhlutverkið – og nýja þýðingu gerir Kristján Þórður Hrafnsson. Ég ætla að byrja á að óska honum til hamingju með skýran, hljómmikinn og nákvæman texta sem skilar verki skáldsins einstaklega vel yfir til okkar, enda hefur leikstjórinn lagt höfuðáherslu á vandaða framsögn (sem hún er raunar þekkt fyrir sjálf). Lesa meira

Að skemmta um hið óskemmtilega

27. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Skiljanlegt er að kvikmynd Chaplins, The Great Dictator, freisti leikhúsmanna núna þegar valdsmenn ýmissa – jafnvel óvæntra – ríkja sýna ofsókna- og einræðistilburði. Það verður þó að hafa í huga að Chaplin vann að bíómyndinni sinni á árunum í kringum upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar, frá 1937 til 1940 þegar hún var frumsýnd; líklega hefði honum ekki fundist efniviðurinn fyndinn öllu lengur. Þeir voru ekki sérstaklega húmorískir, nasistarnir, og það er ekkert þægilegt að hlæja að ofbeldisverkum þeirra og mannhatri vitandi hvað það gekk hryllilega langt. Lesa meira

Sumir ferlar eru þannig

3. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Lakehouse-hópurinn frumsýndi nýtt íslenskt leikrit eftir splunkunýjan höfund í Tjarnarbíó á föstudagskvöldið, Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur, undir stjórn Árna Kristjánssonar. Umfjöllunarefnið er óvenjulegt, fæðingarþunglyndi og afleiðingar þess, þó var oft hlegið á annarri sýningu sem við sáum í gær, enda margt smátt og stórt á sviðinu sem leikhúsgestir tengdu við. Lesa meira

Upplifunarleikhús

2. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn 16 elskendur hefur jafngaman af því að leika fyrir áhorfendur sína og leika sér við þá eins og augljóst er af nýjustu sýningu þeirra, Leitinni að tilgangi lífsins, sem þau setja upp á gömlu Læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Þetta er þátttökuleikhús dauðans en ekki mínúta dauð!

Lesa meira

Fjölskylduskemmtun

30. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fyrsta verk Íslensku óperunnar á nýju leikári er sýning fyrir alla fjölskylduna og á annarri sýningu í gær var fólk á öllum aldri, allt frá litlum börnum upp í afa og ömmur. Þetta er vel til fundið og full ástæða til að hvetja óperuunnendur til að nota tækifærið og kynna listina fyrir börnum og barnabörnum. Lesa meira

Vertu sæl, Berlín

25. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Hjá Leikfélagi Akureyrar er nú sýndur söngleikurinn Kabarett eftir ótal manns – Joe Masteroff (leiktexti), John Kander (tónlist) og Fred Ebb (söngtextar), sem byggðu á skáldsögu Christophers Isherwood (Goodbye to Berlin) og leikriti Johns van Druten upp úr henni (I Am a Camera) – og þau sýna ekki í Hofi eins og virtist liggja beint við heldur í Samkomuhúsinu gamla. En ekki hefur maður lengi horft þegar maður hefur sætt sig fullkomlega við staðarvalið. Lesa meira

Að vita hvað ég vil, er málið

23. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þeir hafa gert það einu sinni enn. Fyrst tóku þeir Íslandssöguna almennt. Svo tóku þeir „öldina okkar“, þá 21. Og af því að þessar sýningar voru báðar kvenmannslausar bæta þeir úr því núna með því að taka kvenfólkið fyrir sérstaklega í sýningu sem þeir kalla … já, auðvitað: Kvenfólk! Lesa meira

Veröld sem var

16. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var kannski heppilegt að komast ekki á frumsýninguna á Insomnia í Kassanum á miðvikudagskvöldið. Alltént voru á sýningunni í gær að því er virtist eintómir aðdáendur Friends-þáttanna sem verkið snýst um og héldu uppi stuði allan tímann. Lesa meira

Taka lífið og sóa því

10. nóvember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við eignuðumst nýtt leikskáld í gærkvöldi þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Tvískinnung eftir Jón Magnús Arnarsson undir stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Jón Magnús er ljóðaslammari og textinn frjór og orðmargur, iðulega rímaður sem gefur honum óvenjulegt yfirbragð. Þetta er samt ekki rómantískt verk heldur fremur sprottið úr óvægnum heimi djamms, eiturlyfja og hasarmynda enda hittum við hér sjálfan Járnmanninn og Svörtu ekkjuna. Lesa meira

Næsta síða »