Ljóð Bjarna Bernharðs birt rétt

17. febrúar 2018 · Fært í Fréttir ·  

Því miður er villa í ljóðinu „Glerhamur ljóss og skugga í Snákastræti 14“ í nýju hefti Tímarits Máls og menningar. Hér er það birt rétt og beðist velvirðingar á mistökunum:

ljod_bbb

Tímarit Máls og menningar 1. hefti 2018

14. febrúar 2018 · Fært í Fréttir ·  

Flaggskip nýs heftis af Tímariti Máls og menningar er ljóð eftir Þorstein frá Hamri, eitt höfuðskálda samtímans sem lést fyrir skömmu. Hann valdi það sjálfur til að halda upp á áttræðisafmæli sitt þann 15. mars í vor en þess í stað er það nú kveðja hans til okkar allra. Lesa meira

Ást á rauðum klæðissúlum

10. febrúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Einu sinni var stelpa sem var alltaf með tilfinningar. Hún var beinlínis að springa úr tilfinningum, sendi þær í allar áttir og notaði þær mest til að verða skotin í strákum og svoleiðis fuðraði hún upp í ást og losta …“ Lesa meira

Ástin, óttinn og grínið

4. febrúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Alltaf gleður það mann, Gaflaraleikhúsið, nú síðast í dag með nýju verki eftir Karl Ágúst Úlfsson sem er byggt á Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar: Í skugga Sveins. Þar gera þau sér lítið fyrir Karl Ágúst sjálfur og Kristjana Skúladóttir og segja okkur þessa gömlu sögu um útilegumanninn Svein og samskipti hans við fólkið niðri í byggðinni milli þess sem þau bregða sér í gervi óteljandi persóna sögunnar, syngja og ólmast eins og unglingar. Þriðji maður á sviði er Eyvindur Karlsson sem syngur og leikur sjálfan Skugga-Svein í helli sínum. Lesa meira

Ókei, takk, bæ!

27. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég hef aldrei verið mikið fyrir teiknimyndasögur. Myndskreyttar sögur, fínt, en ekki sögur sagðar í myndum. Þess vegna varð ég svolítið hissa þegar Fréttatíminn lagði upp laupana í fyrravetur að finna að ég saknaði teikninganna hennar Lóu Hjálmtýsdóttur. Það tók mig tíma að læra að lesa þær en eftir að það tókst þurfti ég ekki annað en hugsa um þær til að fara að glotta. Stíll hennar er óþægilega nærgöngull konum en um leið andstyggilega fyndinn þannig að það var auðvelt að ánetjast. Lesa meira

Að vera eða ekki vera – viss

15. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Síðasta sýningin sem ég sá þessa mögnuðu leikhúshelgi var Efi – dæmisaga, nýlegt bandarískt verk eftir John Patrick Shanley, sem var frumsýnt í Kassanum á laugardagskvöldið undir stjórn Stefáns Baldurssonar. Við sáum aðra sýningu í gærkvöldi. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir gerir einfalda, skýra og markvissa leikmynd og prýðilega þýðingu gerir Kristján Þórður Hrafnsson. Leikritið kemur til okkar hlaðið af frama í heimalandinu þar sem það hlaut öll helstu verðlaun sem sviðsverk eiga kost á, m.a. bæði Tony og Pulitzer árið 2005. Það var kvikmyndað árið 2008 með Meryl Streep og Philip Seymour Hoffman. Lesa meira

Afturgengin ást

14. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær um það bil tvö þúsund og fimmhundruð ára ára klassík, Medeu eftir Evripídes, á nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Hörpu Arnardóttur. Leikritið segir harmsögu hinnar goðkynjuðu Medeu sem fórnar bróður, föður og föðurlandi fyrir ástina og hefnir sín á grimmúðugasta hátt þegar hún sjálf er svikin af ástinni. Lesa meira

Ævintýri í undirheimum

14. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ein af kærkomnu nýju barnasýningunum í höfuðborginni er á splunkunýju íslensku verki, Skúmaskoti eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem sýnt er á litla sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir sem átti hina eftirminnilegu sýningu Stertabendu í Þjóðleikhúsinu í hittifyrra. Lesa meira

En þeirra er kærleikurinn mestur

12. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég hélt að það væri ekki hægt. Nei: Ég var viss um að það væri ekki hægt að færa þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar um nafnlausa vestfirska strákinn upp á svið. Vantrú minni var gerð skömm til á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi á frumsýningu Himnaríkis og helvítis í leikgerð Bjarna Jónssonar og undir hugmyndaríkri og glæsilegri stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Þar áttu snilldarleg sviðsmynd Egils Ingibergssonar og áhrifamiklar kolateikningar Þórarins Blöndal sinn stóra þátt, einnig ljúf tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar leikin á fiðlu (Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir) og orgel (Pétur Eggertsson) og sungin, vel hugsaðir búningar Helgu I. Stefánsdóttur og þó fyrst og fremst sannfærandi, afslappaður og heillandi leikur. Lesa meira

Mitt, þitt og okkar

7. janúar 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í Kúlu Þjóðleikhússins var í dag frumsýnt leikverkið Ég get eftir Peter Engkvist, góðkunnan sænskan leikhúsmann, leikskáld, leikstjóra og leikhússtjóra, sem hefur áður glatt okkur hér á landi á ýmsan hátt gegnum tíðina. Björn Ingi Hilmarsson leikstýrir þeim Stefáni Halli Stefánssyni og Maríu Thelmu Smáradóttur sem fá að leika sér í anda tveggja til fimm ára barna á afar skemmtilegu sviði. Lesa meira

Næsta síða »