Ævintýrin gerast enn

5. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þið eruð líklega mörg búin af missa af ævintýraóperunum hennar Þórunnar Guðmundsdóttur i Iðnó, því miður, allar sýningarnar voru um helgina. Það er talsverður missir því þetta voru afar skemmtileg, áheyrileg og ásjáleg verk. Það voru nemendur í Menntaskólanum í tónlist og leikfélagið Hugleikur sem stóðu að sýningunni. Lesa meira

Saga frá brosandi landi

3. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sýning Maríu Thelmu Smáradóttur og Trigger Warning í Kassanum, sem var frumsýnd í gær, Velkomin heim, hefst á um það bil fimmtán mínútna þokkafullum dansi leikkonunnar á svörtu spegilgólfi leikmyndar eftir Eleni Podara. Á fingrunum er María Thelma með gervineglur úr málmi, um það bil handarlangar, sem munu vera hefðbundinn búnaður í ákveðinni tegund af taílenskum dansi og draga fagurlega athygli að höndum dansarans. Hendurnar skipta miklu máli í dansinum og langar „neglurnar“ auka á þokkann. Lesa meira

Leikhús með bíói

2. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi frumsýndi Smartílab Það sem við gerum í einrúmi í Tjarnarbíó. Verkið fjallar um fjórar manneskjur sem búa einar í einstaklingsíbúðum á sömu hæð í fjölbýlishúsi og hafa lítið samband sín á milli. Þó eru tvær þeirra mæðgin en sonurinn er á stöðugum flótta undan móður sinni – nema þegar hann þarf á einhverju að halda frá henni. Leiksviðið gerir Sigríður Sunna Reynisdóttir og bjó persónunum ólíkar vistarverur með einföldum ráðum. Lesa meira

Urður mannsbarn hittir börn Loka

1. febrúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var mikil spenna í hópnum sem gekk í einfaldri röð á eftir dyraverði Goðheima inn í Kúluna, barnaleikhús Þjóðleikhússins, síðdegis í gær. Framundan var leiksýning þar sem áhorfendur gátu sjálfir ráðið framvindunni. Þetta er að sjálfsögðu Þitt eigið leikrit – Goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, byggt á feikivinsælum bókum hans sem fara sömu leið, leyfa lesendum að velja í lok hvers kafla hvað gerist næst. Lesa meira

Næturævintýri

28. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Einþáttungarnir sem saman mynda nýskáldasýninguna Núna 2019 í Borgarleikhúsinu gerast allir mjög seint um kvöld eða að næturþeli. Og sem kunnugt er getur þá allt gerst, bæði í vöku og draumi – sem líka eiga það til að renna saman. Lesa meira

„Mamma deyr og pabbi deyr og þú deyrð líka síðar meir“

25. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þessi glaðlega hending hér fyrir ofan er úr frumsömdu vöggukvæði eftir Charlotte Bøving sem hún syngur í uppistandssýningu sinni Ég dey á Nýja sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Þar fjallar hún um dauðann á ótrúlega margvíslegan hátt á ekki lengri kvöldstund, fræðilega og persónulega. Lesa meira

„Þetta reddast alltaf fyrir rest“

6. janúar 2019 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er ys og þys í Ævintýraskóginum í Tjarnarbíó þar sem Leikhópurinn Lotta frumsýndi í dag Rauðhettu sína, tíu árum eftir að hún var fyrst sýnd í Elliðaárdalnum. Enn er Rauðhetta litla (Andrea Ösp Karlsdóttir) að reyna að komast til ömmu sinnar (Anna Bergljót Thorarensen) með kökur og vín en úlfurinn slyngi (Árni Beinteinn Árnason) hefur áhuga á að éta allt nestið sjálfur og ömmu og Rauðhettu í ofanálag. Lesa meira

Níðingslega lifandi Shakespeare

30. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það segir sitt um álit manna og áhyggjur af ástandi heimsins að jólasýningar beggja stóru leikhúsanna skuli fjalla um viðurstyggð harðstjórnar. Í Þjóðleikhúsinu er skopast að Adolf Hitler en í Borgarleikhúsinu er rifjað upp rúmlega 400 ára gamalt leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja, kroppinbakinn sem myrti sér leið til konungdóms á Englandi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir – þótt einnig hefði eflaust freistað hennar að leika aðalhlutverkið – og nýja þýðingu gerir Kristján Þórður Hrafnsson. Ég ætla að byrja á að óska honum til hamingju með skýran, hljómmikinn og nákvæman texta sem skilar verki skáldsins einstaklega vel yfir til okkar, enda hefur leikstjórinn lagt höfuðáherslu á vandaða framsögn (sem hún er raunar þekkt fyrir sjálf). Lesa meira

Að skemmta um hið óskemmtilega

27. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Skiljanlegt er að kvikmynd Chaplins, The Great Dictator, freisti leikhúsmanna núna þegar valdsmenn ýmissa – jafnvel óvæntra – ríkja sýna ofsókna- og einræðistilburði. Það verður þó að hafa í huga að Chaplin vann að bíómyndinni sinni á árunum í kringum upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar, frá 1937 til 1940 þegar hún var frumsýnd; líklega hefði honum ekki fundist efniviðurinn fyndinn öllu lengur. Þeir voru ekki sérstaklega húmorískir, nasistarnir, og það er ekkert þægilegt að hlæja að ofbeldisverkum þeirra og mannhatri vitandi hvað það gekk hryllilega langt. Lesa meira

Sumir ferlar eru þannig

3. desember 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Lakehouse-hópurinn frumsýndi nýtt íslenskt leikrit eftir splunkunýjan höfund í Tjarnarbíó á föstudagskvöldið, Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur, undir stjórn Árna Kristjánssonar. Umfjöllunarefnið er óvenjulegt, fæðingarþunglyndi og afleiðingar þess, þó var oft hlegið á annarri sýningu sem við sáum í gær, enda margt smátt og stórt á sviðinu sem leikhúsgestir tengdu við. Lesa meira

Næsta síða »