Er hlæjandi að þessu?

24. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Það fer ekkert milli mála að efniviður háðsádeilu Guðmundar Brynjólfssonar, Svartlyngs, sem leikfélagið GRAL sýnir nú í Tjarnarbíó, er „Höfum hátt“-hreyfingin sem felldi ríkisstjórn í fyrra. Leikstjóri er líka Bergur Þór Ingólfsson sem stóð í miðju átakanna. Lesa meira

Nóra snýr aftur

22. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Hvert ætli þú hefðir svo sem getað farið?“ spyr Vilborg Dagbjartsdóttir Nóru Ibsens í ljóðinu „Erfiðir tímar“ (Kyndilmessa 1971) og áreiðanlega hefur þessi spurning sótt á huga margra undanfarin tæp 140 ár. Varð hún vændiskona í Kristjaníu? Skúringakona? Vinnukona? Eða gekk hún í sjóinn? Lesa meira

Ræningjakóngsins dóttir – hér er hún!

16. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Söngleikurinn um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren, Anninu Enckell og Sebastian var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í gær fyrir fleytifullum sal af alveg ævintýralega fallegum, áhugasömum og stilltum börnum á öllum aldri. Lesa meira

Lífið séð í ljósi dauðans

15. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Áður en ég settist við að skrifa um sýninguna Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan, sem var frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi, las ég viðtal við Charlotte Bøving í Fréttablaði dagsins. Þar segir hún frá sýningu sem hún er að vinna um dauðann, séðan frá lífinu. Mér fannst þetta skondið af því að í verki Macmillans er þessu öfugt farið: þar er horft á lífið frá dauðanum. Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 3. hefti 2018

12. september 2018 · Fært í Fréttir ·  

Þriðja Tímaritshefti ársins kom úr prentsmiðju fyrir helgi, lagði af stað til áskrifenda í fyrradag og fór í bestu bókabúðir í gær. Það er sjón að sjá í þetta sinn, skartar á kápu listaverki eftir Þuríði Sigurðardóttur: fagurlega unninni mynd af háspennumastri á upphlut! Lesa meira

Getur þetta gerst hér?

4. september 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Hannesarholt troðfylltist óvænt í gærkvöldi þegar nýtt verk var leiklesið þar, Fáir, fátækir, smáir, eftir höfund sem ekki vildi láta nafns síns getið. Árni Kristjánsson leikstýrði og hafði hóað saman stórum hópi fagmanna til að flytja verkið. Helga Björnsdóttir sá um útlit sýningarinnar og Guðni Franzson um tónlistina. Lesa meira

Þegar ástin er hnefaleikur

24. ágúst 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er sniðug hugmynd á bak við verkið Allt sem er fallegt í lífinu sem Mooz menningarfélag sýndi sem verk í vinnslu í Félagsheimili Seltjarnarness núna í vikunni: Það túlkar samskipti kynjanna sem æfingu í hnefaleik. Lesa meira

Vitið þér enn, eða hvað?

18. júní 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það liggur í rauninni beint við að gera eins og Robert Wilson í Eddu, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í gær á Listahátíð, að byrja hana í svarta myrkri: Ár var alda, það er ekki var, segir í Völuspá, var þar hvorki sandur né sær né svalar unnir … Við sátum sem sé þarna í sjálfu Ginnungagapi og það var djúp og þrungin þögn í húsinu. Drykklanga stund – uns tók að birta. Sköpun heims var hafin. Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 2 2018

1. júní 2018 · Fært í Fréttir ·  

Annað hefti ársins af Tímariti Máls og menningar hefur verið sent til áskrifenda og í helstu bókabúðir, troðfullt af spennandi efni að venju. Kápumyndin er af ástar- og frjósemisgyðjunni Freyju eins og sænski myndlistarmaðurinn Anders Zorn sá hana fyrir sér um aldamótin 1900. Hún er myndskreyting við grein Hallfríðar J. Ragnheiðardóttur: „En er hún fer …“ sem fjallar um Freyju og Brísingamen. Annars er Þorsteinn frá Hamri í aðalhlutverki í þessu tölublaði; Lesa meira

Smánun og niðurlæging á netinu

26. maí 2018 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við hjónin erum ekki beinlínis markhópurinn sem nýja íslensk-enska óperan Bergmálsklefinn í Tjarnarbíó miðar að. Það er tón-leikfélagið Aequitas Collective sem að henni stendur í samstarfi við Alþýðuóperuna og hún freistar þess að birta í tali, tónum og á stórum hengitjöldum á sviðinu það áreiti sem nútímamaðurinn verður fyrir. Lesa meira

Næsta síða »