Þú ert hér://Uncategorized

Nýtt sjónarhorn

2025-02-13T10:26:21+00:0013. febrúar 2025|

Maó Alheimsdóttur: Veðurfregnir og jarðarfarir. Ós Pressan 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2025. Eins og alltaf þegar ég þarf að koma reglu á heiminn stóð ég mig að því að skrifa lista á meðan ég las Veðurfregnir og jarðarfarir, fyrstu skáldsögu Maó Alheimsdóttur. Listinn bar yfirskriftina „Skrítin orð til að tékka seinna“ ... Lesa meira

Brot úr Kuli

2024-12-03T09:45:10+00:0029. nóvember 2024|

Eftir Sunnu Dís Másdóttur. Brot úr skáldsögunni Kul. Forlagið gefur út. Hákon hefur mjög þægilega nærveru. Hann brosir mikið á meðan hann talar en það virkar ekki falskt og ekki heldur eins og hann sé að reyna að knýja fram viðbrögð hjá okkur, rukka okkur um glaðværð. Frekar eins og honum líði vel og hann ... Lesa meira

Brot úr Í skugga trjánna

2024-11-20T15:58:24+00:0019. nóvember 2024|

eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Brot úr skáldævisögunni Í skugga trjánna. Bjartur-Veröld gefur út.   Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti. Þannig kynntist ég Erlu og þess vegna var ég hér ásamt henni, heima hjá fyrrverandi kærasta hennar, í þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi með fimm baðherbergjum og útsýni yfir sjóinn ... Lesa meira

Ég heiti biðstofa

2024-10-11T11:38:48+00:0011. október 2024|

Eftir Ursula Andkjær Olsen, í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024   Í tilefni af kvöldstund með Ursulu Andkjær Olsen birtum við hér ljóðið „Ég heiti biðstofa“ úr 3. hefti 2024. Ursula mun lesa úr verkum sínum og ræða um ljóðlistina, þann 18. október 2024, kl. 20.00 í Mengi og ... Lesa meira

„Jörðin öll virðist titra af tónlist“

2024-05-16T15:23:08+00:0011. maí 2024|

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir nú á Nýja sviði Borgarleikhússins söngleikinn Oklahoma eftir þá Richard Rogers (tónlist) og Oscar Hammerstein II (leikgerð og söngtextar). Handritið er byggt á leiktexta Óskars Ingimarssonar og söngtextum Egils Bjarnasonar en lagað að núgildandi enskri útgáfu. Að þýðingu við aðlögun komu Kolbrún Halldórsdóttir og Þór Breiðfjörð, í samráði við Orra ... Lesa meira

Hið eilífa stríð

2023-09-24T15:08:32+00:0024. september 2023|

Eftirvæntingin var nánast áþreifanleg í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi fyrir frumsýningu á þriðja hluta Mayenburgþríleiksins, Ekki málið. Um fátt hefur verið rætt meira í leikhúslífi okkar undanfarna mánuði en Ellen B og Ex, ég hef jafnvel fengið fyrirspurnir erlendis frá um það hvorn af fyrri hlutunum ég ráðleggi gestum fremur að sjá ef þeir hafi ekki ... Lesa meira