Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 875 blog entries.

Einvera og eyjalíf

2021-08-18T09:08:15+00:0019. ágúst 2021|

Blokkin á heimsenda Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda. Mál og menning, 2020. 256 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   Samspil einstaklings við samfélag og umhverfi, einmanaleiki og einangrun er meðal þess sem er til umfjöllunar í skáldsögunni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu ... Lesa meira

Handfylli af leir

2021-08-18T10:05:33+00:0019. ágúst 2021|

Pétur H. Ármannsson: Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag, 2020. 444 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   Guðjón Samúelsson húsameistari Þegar ég var að skríða upp í háskóla fyrir einum sextíu árum voru hreinar línur. Við lifðum þá á tímum hinnar miklu formbyltingar, allar gamlar hefðir voru útafdauðar og ... Lesa meira

Heimsfaraldurinn og fjögurra daga vinnuvika: Eru breytingar í aðsigi?

2021-08-13T10:48:37+00:006. ágúst 2021|

Guðmundur D. Haraldsson eftir Guðmund D. Haraldsson Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021     Á undanförnum árum hafa vissar breytingar verið að gerjast í hinum enskumælandi heimi. Í mörgum þessara landa er nú stóraukið óþol gagnvart ójöfnuði en verið hefur og aukinn skilningur á því að hann hefur ýmsar alvarlegar ... Lesa meira

Til minnis

2021-07-30T10:13:26+00:0030. júlí 2021|

Sigurður Pálsson Eftir Arndísi Þórarinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2017     Sjónin er pabbinn en heyrnin er mamman, sagði Sigurður Pálsson í fyrsta tímanum og hvessti augun á hópinn. Auðvitað hreyfði enginn andmælum þó að fæstir botnuðu nokkuð í fullyrðingunni. Andrúmsloftið í stofunni var eins og í helgidómi, við ... Lesa meira

Olympe de Gouges og fyrsta kvenréttindayfirlýsingin

2021-06-18T15:57:31+00:0018. júní 2021|

Unnur Birna Karlsdóttir Eftir Unni Birnu Karlsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.     Hugleiðingar um konur og stjórnarskrá Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá voru hugmyndarík á árinu 2020 í baráttu sinni fyrir að tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá haustinu 2012 verði tekin til grundvallar við endurskoðun stjórnarskrár Íslands. ... Lesa meira

17. júní 2012

2021-06-16T17:19:03+00:0016. júní 2021|

eftir Pétur Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2012   það var í árdaga kapphlaupið yfir hnöttinn var hafið leitin að allsnægtalandinu eilífðarlandinu landinu þar sem aldrei væri hungur aldrei dauði yfir illuklif gljúfraþil fúafen og svörtuskóga öræfi, ólgandi höf allt til enda veraldar allsstaðar voru spor eftir fót allsstaðar ummerki um menn ... Lesa meira

Helgidagar

2021-06-10T10:49:27+00:0010. júní 2021|

Björn Halldórsson / Mynd: Gassi eftir Björn Halldórsson Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021       Hann er mættur tímanlega fyrir utan raðhúsið á Álftanesinu, veifar Siggu í eldhúsglugganum og sér glitta í Hrein á bak við hana. Hún snýr sér við og segir eitthvað við Hrein, eða strákinn. Óttar ... Lesa meira

Sögur af börnum

2021-06-02T15:55:31+00:002. júní 2021|

Dagný Kristjánsdóttir / Mynd: JPV eftir Dagnýju Kristjánsdóttur Úr Tímariti máls og menningar, 4. hefti 2020.     Heimilin hafa lengst af verið undanskilin opinberri og pólitískri umræðu af því að þau eiga að vera griðastaður einstaklings og fjölskyldu. Samt á ofbeldi gegn konum og börnum sér oftast stað þar. Umræða um heimilisofbeldi ... Lesa meira

Tvö ljóð

2021-05-26T16:09:49+00:0026. maí 2021|

Eftir Kari Ósk Grétudóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021     Endurskin   þið báðuð okkur vinsamlegast að vera ekki lengur á meðal ykkar svoleiðis að við hættum að vera meðal ykkar létum okkur hverfa urðum undirgefnar afturgöngur friðsælla grafa þegar við urðum ónæm fyrir leysiefnunum stóðum við upp kveiktum eld ristum ... Lesa meira

„Allt sem þú gerir breytist í reynslu“

2021-05-19T11:46:25+00:0019. maí 2021|

Ferðalag um sjálfsævisöguleg skrif Jóns Gnarr Eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2016 ‚Reynslusaga‘ er nokkuð gott íslenskt orð sem er full ástæða til að dusta rykið af og jafnvel hrista svolítið upp í. Vissulega hefur það ekki mjög bókmenntalegan blæ yfir sér, jafnvel mætti segja að það væri notað sem ... Lesa meira