Þú ert hér://2022

Göfugir villimenn og heilagir jógar

2022-02-18T11:08:22+00:0024. febrúar 2022|

Sumarliði Ísleifsson. Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár. Sögufélag, 2020. 381 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022. Fyrir aldarfjórðungi kom út bókin Ísland, framandi land eftir Sumarliða Ísleifsson sem vakti talsverða athygli enda sérlega falleg bók, upplýsandi og vel skrifuð, en þar var rakin sú mynd sem fólk og ... Lesa meira

Smáblóm með titrandi, glitrandi tár

2022-02-17T15:18:09+00:0012. febrúar 2022|

Í gærkvöldi frumsýndi leikhópurinn Fimbulvetur leikritið Blóðugu kanínuna eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur í Tjarnarbíó, leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Þegar við komum inn er á sviðinu lítið kaffihús með fáeinum misstórum borðum, afmarkað af þykkum bakvegg úr litríkum púðum. Handan við vegginn bíða fimm skuggar en til vinstri á sviðinu er píanó. Við það situr ... Lesa meira

Að missa vitið að mismiklu leyti

2022-02-06T14:32:17+00:005. febrúar 2022|

Það var sæluvíma yfir gestum Borgarleikhússins í gærkvöldi þegar frumsýnt var í báðum minni sölunum, dansverk á Nýja sviði, leikrit á Litla sviði; fólki fannst greinilega sem það hefði endurheimt dýrmætan hluta af lífi sínu. Þó voru allir með grímu og ekkert var í boði að drekka annað en kolsýrt te! Sýningin á Litla sviðinu ... Lesa meira

Ástarbréf yfir múrinn

2022-01-21T17:01:35+00:0021. janúar 2022|

Einleikurinn Það sem er, sem María Ellingsen frumsýndi í Tjarnarbíó í gærkvöldi, var upphaflega stutt skáldsaga, bréfasaga, sem þóttist kannski vera sönn: höfundurinn, Peter Asmussen, segist í inngangi hafa „fundið“ bréfin í fórum frænda síns eftir að hann lést. Þessi forsaga er ekki með í leiksýningunni, þar göngum við einfaldlega inn á bréfritarann, konuna Renate ... Lesa meira

Málsvari náttúrunnar

2022-02-02T10:45:17+00:0020. janúar 2022|

Um náttúruverndarhugmyndir Guðmundar Páls Ólafssonar eftir Unni Birnu Karlsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2014 Guðmundur Páll Ólafsson / Mynd: Einar Falur Ingólfsson Bókin stóra til varnar hálendinu Bók Guðmundar Páls Ólafssonar (1941–2012), Hálendið í náttúru Íslands kom út árið 2000 eða fyrir fjórtán árum síðan.[1] Ritið, sem skilgreint var sem ... Lesa meira

Hin ósnertanlegu

2022-01-14T14:45:09+00:0014. janúar 2022|

Slaufunarmenning, forréttindi og útskúfun eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2021     Eyja Margrét Brynjarsdóttir Á undanförnum árum hefur umræða átt sér stað um það sem hefur á ensku verið kallað „cancel culture“ en á íslensku slaufunarmenning eða útskúfunarmenning. Sumir hafa áhyggjur af því að slaufunarmenning sé ... Lesa meira