Þú ert hér://2021

„Vellandi hatur, svellandi ást“

2021-09-06T11:04:14+00:005. september 2021|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi eftir æðilanga bið leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur leikstýrir líka en dramatúrg er Hrafnhildur Hagalín. Einföld en lúmsk leikmyndin er Ilmar Stefánsdóttur, myndband er á vegum Nönnu MBS og Signýjar Rósar Ólafsdóttur en rosalegt búningafylliríið er verk Önnu Rúnar Tryggvadóttur og Urðar Hákonardóttur. Flókna ... Lesa meira

Það er ljóð sem mig langar að yrkja

2021-09-02T11:13:30+00:002. september 2021|

Ægir Þór Jahnke / Mynd: Sigtryggur Ari eftir Ægi Þór Jähnke Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   Mig langar að yrkja ljóð fyrir þá sem lesa ekki ljóð ljóð um basilíkuna í gluggakistunni hvernig hún hengir haus og fellir blöð hversu vel sem ég gæti að því að vökva hana ... Lesa meira

Forréttindahommi segir frá

2021-08-19T13:41:48+00:0019. ágúst 2021|

Bjarni Snæbjörnsson er holdgervingur lífsgleði svona til að sjá, glæsilegur maður, fríður sýnum með sérstaklega fallegt bros sem hann er óspar á. Það kemur eflaust mörgum vinum hans og öðrum samferðamönnum á óvart hvað hann segir í rauninni átakanlega sögu í söngleiknum um ævi sína, Góðan daginn, faggi, sem nú er sýndur í Þjóðleikhúskjallaranum. En ... Lesa meira

Með augum Gratíönu

2021-08-19T09:23:32+00:0019. ágúst 2021|

Benný Sif Ísleifsdóttir. Hansdætur. Mál og menning 2020, 342 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021 Í upphafskafla skáldsögunnar Hansdætra bregður höfundur upp mynd af fjölskyldu sem er að flytja úr sjóblautum kjallara í Bótarbugt, fátækrahverfi sem stendur í fjöruborðinu á litlu sjávarþorpi, í betra húsnæði ofar í þorpinu. Fjölskyldan samanstendur af Evlalíu, ... Lesa meira

Mæður ljóss og lífs

2021-08-18T10:11:53+00:0019. ágúst 2021|

Kristín Svava Tómasdóttir: Hetjusögur. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 126 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   „Fáar konur hafa utan heimils unnið jafn mikil erfið og vandasöm störf fyrir jafn lítil laun“   Orðið ljósmóðir var fyrir nokkrum árum valið fallegasta orð íslenskrar tungu. Kvennastéttin sem sér um konur fyrir, eftir og á ... Lesa meira

Einvera og eyjalíf

2021-08-18T09:08:15+00:0019. ágúst 2021|

Blokkin á heimsenda Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda. Mál og menning, 2020. 256 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   Samspil einstaklings við samfélag og umhverfi, einmanaleiki og einangrun er meðal þess sem er til umfjöllunar í skáldsögunni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu ... Lesa meira

Handfylli af leir

2021-08-18T10:05:33+00:0019. ágúst 2021|

Pétur H. Ármannsson: Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag, 2020. 444 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   Guðjón Samúelsson húsameistari Þegar ég var að skríða upp í háskóla fyrir einum sextíu árum voru hreinar línur. Við lifðum þá á tímum hinnar miklu formbyltingar, allar gamlar hefðir voru útafdauðar og ... Lesa meira

Heimsfaraldurinn og fjögurra daga vinnuvika: Eru breytingar í aðsigi?

2021-08-13T10:48:37+00:006. ágúst 2021|

Guðmundur D. Haraldsson eftir Guðmund D. Haraldsson Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021     Á undanförnum árum hafa vissar breytingar verið að gerjast í hinum enskumælandi heimi. Í mörgum þessara landa er nú stóraukið óþol gagnvart ójöfnuði en verið hefur og aukinn skilningur á því að hann hefur ýmsar alvarlegar ... Lesa meira

Til minnis

2021-07-30T10:13:26+00:0030. júlí 2021|

Sigurður Pálsson Eftir Arndísi Þórarinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2017     Sjónin er pabbinn en heyrnin er mamman, sagði Sigurður Pálsson í fyrsta tímanum og hvessti augun á hópinn. Auðvitað hreyfði enginn andmælum þó að fæstir botnuðu nokkuð í fullyrðingunni. Andrúmsloftið í stofunni var eins og í helgidómi, við ... Lesa meira

Öld einstaklingsins

2021-07-30T11:05:08+00:009. júlí 2021|

Fyrir leikhúsrottu eins og mig var einna mestur spenningur fyrir því á Reykjavík Fringe Festival að sjá pólitíska einleikinn Egoland. Þetta er verðlaunaverk þýsk-sænsk-kýpverska leikhópsins SRSLYyours, samið af hópnum og leikstjóranum Achim Wieland sem fylgdi sýningunni hingað. Þau sýndu í Tjarnarbíó. Sviðið er einfalt: stór kassi teiknaður á gólfið með breiðu, hvítu striki sem varð ... Lesa meira