Þú ert hér://2013

„Í alsælu vímunnar“

2019-06-12T14:58:27+00:009. október 2013|

Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Jeppa á Fjalli eftir Holberg, Megas og Braga Valdimar Skúlason á Nýja sviði Borgarleikhússins minnir mest á partý sem hefur farið úr böndunum. Þar ægir ýmsum gerðum sviðssýninga saman – þetta er leikrit en líka söngleikur og tónleikar – og einhvern veginn „of“ af öllu. Benedikt Erlingsson leikstjóri hefur farið á ... Lesa meira

Siglingarleiðir frásagnarinnar

2019-06-14T16:13:50+00:002. október 2013|

Álfrún Gunnlaugsdóttir. Siglingin um síkin. Mál og menning, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2013 „og ég gat komið því að, að ég drægi í efa kenningu hans um að öllu væri hægt að breyta í sögu, að í meðförum manneskjunnar yrði allt sem gerðist að sögu og þar af leiðandi líf manns ... Lesa meira

Alljóðaverk

2019-06-14T16:01:00+00:002. október 2013|

Stefán Snævarr. Bók bókanna, bækur ljóðanna: Alljóðaverk. [Reykjavík] 2013 Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2013 Stefán Snævarr hefur verið mjög virkur rithöfundur nær fjóra áratugi, ljóðskáld, heimspekingur og þjóðfélagsrýnir. Fyrsta bók hans var ljóðabókin Limbórokk 1975, og síðan birtust sex aðrar ljóðabækur á árunum fram til 1997, auk ljóða í tímaritum á þessum ... Lesa meira

Tilveran er mannleg

2019-06-12T15:07:33+00:0022. september 2013|

Við drifum okkur í gærkvöldi á Eiðinn og eitthvað sem leikhópurinn GRAL hefur sýnt undanfarið í Tjarnarbíó. Leikritið er eftir Guðberg Bergsson og það er skáldið sjálft sem er í miðju verksins, leikið af Erling Jóhannessyni. Hann hermir nett eftir sérstæðum talanda Guðbergs, rödd hans, áherslum og tóni, og okkur fannst það vel gert og ... Lesa meira

Skapað að skilja

2019-06-12T15:06:16+00:0021. september 2013|

Leikritið Harmsaga eftir Mikael Torfason var frumsýnt i Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Unu Þorleifsdóttur. Eins og nafnið bendir til er þetta átakanleg og býsna nöturleg mynd úr íslenskum samtíma en því miður líka óþægilega sannferðug. Sigrún (Elma Stefanía Ágústsdóttir) er lögfræðinemi og Ragnar (Snorri Engilbertsson) vinnur á fasteignasölu sem hann á part í. ... Lesa meira

Gauksungi í arnarhreiðri

2019-06-12T15:10:38+00:0015. september 2013|

Það lá nærri því áþreifanleg eftirvænting í loftinu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi fyrir frumsýningu á nýju leikriti Braga Ólafssonar, Maður að mínu skapi. Eflaust hefur flestum leikhúsgestum verið í fersku minni hvað síðasta verk Braga á sviði, Hænuungarnir, var skemmtilegt og búist við svipuðu verki frá hópi sem er næstum því sá sami: Sami leikstjóri, ... Lesa meira

Margslunginn veruleiki

2019-06-12T15:22:55+00:008. september 2013|

Frumsýningar þessa sunnudags voru gerólíkar að flestu leyti. Hættuför í Huliðsdal eftir Sölku Guðmundsdóttur sem Soðið svið sýnir í Kúlu Þjóðleikhússins er viðburðaríkt ævintýri, fullt af óvæntum uppákomum og furðulegum persónum en grunnurinn ákaflega raunverulegur. Blik eftir Bretann Phil Porter sem Artik sýnir í Gamla bíó í þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur er hversdagsraunsæi í sinni afbrigðilegustu ... Lesa meira

Íslensk stjórnvöld og umhverfisverndarsamtök – frá Ríó til Ríó

2019-04-03T15:22:15+00:0021. ágúst 2013|

Eftir Árna Finnsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2012 Dagana 20.–22. júní verður haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna, Ríó +20, en þá verða liðin 20 ár frá Ríó-ráðstefnunni um umhverfi og þróun. Enn er óljóst hvort þjóðarleiðtogar sæki ráðstefnuna, enda forðast þeir alþjóðlegar ráðstefnur er gætu leitt til niðurstöðu sem væri langt ... Lesa meira

Hugarburður skálds

2019-06-21T10:52:51+00:0012. júní 2013|

Auður Jónsdóttir. Ósjálfrátt. Mál og menning, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2013. „Hvernig byrjar maður skáldsögu?“ spyr sögumaður í upphafi fimmta kafla Ósjálfrátt og bendir þar með á einn gildasta þáttinn í frásögn bókarinnar sem eru hugleiðingar um tilurð skáldskaparins og hlutskipti þess sem velur sér skriftir að lífsstarfi. Ósjálfrátt er einum ... Lesa meira

Paradísarheimt

2019-06-21T10:34:56+00:0012. júní 2013|

Steinunn Sigurðardóttir. Fyrir Lísu. Bjartur, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2013. Ungur drengur er á leið heim úr skólanum. Það er sólskinsdagur og hann ákveður að koma við í almenningsgarði nálægt heimili sínu. Þar er lækur sem gott er að dýfa í tánum. Við lækinn hittir hann vingjarnlegan mann sem tekur hann ... Lesa meira