Þú ert hér://2012

„[…] mörg eru sjálf þín, kona“

2019-06-23T23:44:34+00:0019. júní 2012|

Hallgrímur Helgason. Konan við 1000°: Herbjörg María Björnsson segir frá. JPV útgáfa, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2012 Í aðfararorðum að bókinni Konan við 1000° tekur höfundur verksins fram að um sé að ræða skáldsögu þótt hún „byggist að nokkru leyti á atburðum sem gerðust og fólki sem lifði og dó“. Hann ... Lesa meira

Þrefaldur Pétur Gautur

2019-06-19T12:03:16+00:001. júní 2012|

Ég hafði gaman af sýningu Luzerner Theater á Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið og finnst verulega gott hjá Listahátíð að flytja hana inn þó að sjálfsagt hafi helsta ástæðan verið sú að henni stýrir ungur íslenskur leikstjóri, Þorleifur Örn Arnarsson. En ég treysti mér illa til að skrifa um hana vegna þess hvað ég ... Lesa meira

Út úr skápnum

2019-06-19T12:17:43+00:0018. maí 2012|

Það fór vel á því að sjá einleikinn Fastur næst á eftir Beðið eftir Godot. Bæði verkin eru dularfull, segja lítið á yfirborðinu en þeim mun meira undir niðri. Munurinn er þó talsverður. Til dæmis er mikið mas í síðarnefnda verkinu en hitt er orðalaust, og Beðið eftir Godot er þrír tímar með hléi en ... Lesa meira

Skyldi hann koma í kvöld?

2019-06-19T12:26:27+00:0014. maí 2012|

Það er vel hægt að dást að fólki sem fer sjálfviljugt að sjá þriggja tíma leikrit um tvo iðjuleysingja sem bíða eftir manni sem kemur aldrei og masa saman á meðan um svo sem ekki neitt – skó sem meiða, hvort þeir séu á réttum stað og réttum tíma … En það var fullt hús ... Lesa meira

Gott svar

2019-06-19T12:34:19+00:0030. apríl 2012|

Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Svari við bréfi Helgu er sérkennileg upplifun – enda er grunnurinn strangt til tekið ekki leikrit heldur bréf sem maður er að skrifa og kafar á meðan niður í djúp minninganna. Þetta gerir óvenjulegar kröfur til Snorra Freys Hilmarssonar leikmyndahönnuðar og hann tekur þá djörfu ákvörðun að ganga út frá vatni. ... Lesa meira

Sagan af Flumbru og sveinunum átta

2019-06-19T12:38:20+00:0029. apríl 2012|

Möguleikhúsið frumsýndi í dag í menningarmiðstöðinni Gerðubergi leikgerð Péturs Eggerz af hinni ástsælu sögu Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsögu úr fjöllunum. Leikgerð er kannski dálítið stórt orð því í rauninni er þetta fremur sögustund en leiksýning. Alda Arnardóttir segir söguna með fjörugum sönglögum eftir Guðna Franzson sem hún flytur ásamt Kristjáni Guðjónssyni tónlistarmanni. Þá munar mikið um litríkan ... Lesa meira

Hann á afmæli ‘ann Stanley …

2019-08-08T15:30:12+00:0028. apríl 2012|

Ég veit ekki hvað gagnrýnendurnir sem rökkuðu Afmælisveisluna hans Harolds Pinter niður í London árið 1958 fundu að henni en ég ímynda mér að það hafi verið að hún gefur engin svör við gátum sínum. Verkið hagar sér eins og spennusaga en við fáum ekki að vita hver glæpurinn var eða hver það er sem ... Lesa meira

Maður og náttúra

2019-06-19T12:08:22+00:0027. apríl 2012|

Brúðuheimar og Bernd Ogrodnik frumsýndu í gær í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og í samvinnu við Listahátíð leikgerð hans af Gamla manninum og hafinu, frægri nóvellu Ernests Hemingway sem hefur komið út á íslensku í þýðingu Björns O. Björnssonar. Hvergi er getið á upplýsingablaði með sýningunni hvort það er hans þýðing sem notuð er eða hvort ... Lesa meira

Órlendingar hafa orðið

2019-07-24T19:09:38+00:0021. apríl 2012|

Þau voru full af smitandi gleði og orku útskriftarnemarnir úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands á frumsýningu eigin leikverks í gærkvöldi. Enda kunna þau margt og fara vel með það sem þau hafa lært. Verkið heitir Óraland og er sett saman úr fjölmörgum atriðum eins og (gasalega langur) skemmtiþáttur í sjónvarpi. Umfjöllunarefnin eru ýmist tekin beint úr ... Lesa meira

Saga tengdamömmu

2019-07-24T19:26:18+00:0030. mars 2012|

Leikhópurinn Common Nonsense frumsýndi heimildarleikinn Tengdó á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, og ég verð að segja að langt er síðan leiksýning kom mér jafnmikið á óvart. Í fyrsta lagi er ekki algengt að verk fjalli opinskátt um eina raunverulega manneskju, ennþá óalgengara er að sú manneskja sé lifandi og ... Lesa meira