Þú ert hér://Umsagnir um bækur

List er að ljúga ekki of mörgu

2024-09-19T11:33:47+00:0019. september 2024|

Kristín Ómarsdóttir: Móðurást: Oddný. Benedikt 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024. Síðastliðið haust sendi Kristín Ómarsdóttir frá sér fyrstu bók skáldaðrar ævisögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þuríðar- og Þorleifsdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristín skrifar bók um persónu sem hefur verið til. Hún hefur þó nefnt í viðtölum að skáldskaparhugmyndir hennar ... Lesa meira

Að skilja betur tilgang og eðli skipulagsgerðar

2024-09-23T13:14:10+00:0019. september 2024|

Haraldur Sigurðsson: Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Sögufélag, 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.   Það er til ágætis samkvæmisleikur, sem á einhvern óskiljanlegan hátt hefur ekki enn verið tekinn fyrir í áramótaskaupinu, sem myndi ekki beinlínis gera samkvæmið betra – heldur bókstaflega eyðileggja það. ... Lesa meira

Bækur um það sem er bannað

2024-09-19T11:22:20+00:0019. september 2024|

Gunnar Helgason: Bannað að eyðileggja, Bannað að ljúga og Bannað að drepa. Mál og menning, 2021, 2022 og 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.       Hinar svonefndu ADHD-bækur Gunnars Helgasonar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár en þær komu út 2021, 2022 og 2023. Allar bækurnar þrjár, Bannað að eyðileggja, Bannað að ljúga ... Lesa meira

Frá Íslandi í Austurveg

2024-09-19T11:20:24+00:0019. september 2024|

Vilborg Davíðsdóttir. Undir Yggdrasil og Land næturinnar. Mál og menning, 2020 og 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.   Á síðustu tæpu tveimur áratugum hefur komið fram fjöldi nýrra upplýsinga, einkum í gegnum fornleifarannsóknir, og í framhaldi af því með samanburði við textarannsóknir, um ferðir norrænna manna í svokallaðan Austurveg, það er ... Lesa meira

Raunir í Smartlandi

2024-05-21T08:58:32+00:0021. maí 2024|

Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Duft. Söfnuður fallega fólksins. Benedikt bókaútgáfa, 2023. 345 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2.hefti 2024.       Verónika Levine er eini erfingi Stöðvarinnar, líkamsræktarveldis sem foreldrar hennar, Hákon og Halldóra, byggðu upp á níunda og tíunda áratugnum. Fegurð er æðsta dyggðin í veröld þeirra en hún er skilgreind afskaplega þröngt, eiginlega ... Lesa meira

Sögur um átök

2024-05-21T08:58:47+00:0021. maí 2024|

Þórður Helgason: Alþýðuskáldin á Íslandi, saga um átök Hið íslenska bókmenntafélag, 2023. 424 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.     Í hinu viðamikla verki sínu Alþýðuskáldin á Íslandi, saga um átök leiðir Þórður Helgason lesendur inn í veröld sem flestum er sennilega með öllu framandi, og kannski illskiljanleg þótt ekki séu ... Lesa meira

Jafnvel lambið á sér leyndarmál

2024-03-08T10:23:45+00:0029. febrúar 2024|

Steinunn Sigurðardóttir: Ból. Mál og menning, 2023. 206 bls. Úr Tímariti Máls og menningar. 1. hefti 2024. Skömmu fyrir jól ræddi Tómas Ævar Ólafsson við skáldið Sjón í útvarpsþættinum Víðsjá um leyndarmál. „Það er gaman að eiga leyndarmál og ég held að það sé nauðsynlegt manneskjunni að eiga leyndarmál,“[1] sagði Sjón í þætti sem helgaður ... Lesa meira

Í kandíflossskýi samtímans

2024-02-19T11:20:14+00:0029. febrúar 2024|

Þórdís Helgadóttir: Armeló. Mál og menning, 2023. 374 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024.   Fyrsta skáldsaga Þórdísar Helgadóttur, Armeló, segir frá fólki sem lifir í kandíflossskýinu sem hjúpar okkur flest í samtímanum. Þar er allt sætt og ekkert satt, ekkert sem sýnist og engu treystandi. Sæta gumsið snýst á ógnarhraða, verður ... Lesa meira

Hvað á að gera við séra Friðrik?

2024-02-19T11:19:39+00:0029. febrúar 2024|

Saga, samtíð og flóknar heimildir Guðmundur Magnússon: Séra Friðrik og drengirnir hans - Saga æskulýðsleiðtoga. Ugla útgáfa, 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024.   Engin þeirra bóka sem bárust með jólabókaflóðinu árið 2023 hefur vakið viðlíka viðbrögð og haft eins miklar opinberar afleiðingar og hin nýja ævisaga séra Friðriks Friðrikssonar (1868–1961) sem ... Lesa meira

Karlmennskukrísan

2023-11-30T14:11:49+00:0030. nóvember 2023|

Sverrir Norland: Kletturinn. Reykjavík: JPV útgáfa 2023, 212 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023 Sverrir Norland er greinilega með hugann við karlmennskuna þessa dagana. Undanfarin misseri hefur hann haldið fyrirlestra undir yfirskriftinni „Hinn fullkomni karlmaður“ þar sem hann fjallar um karlmennsku í samtímanum og í nýjustu bók sinni, skáldsögunni Klettinum, er karlmennskan ... Lesa meira