Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Nýtt sjónarhorn

2025-02-13T10:26:21+00:0013. febrúar 2025|

Maó Alheimsdóttur: Veðurfregnir og jarðarfarir. Ós Pressan 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2025. Eins og alltaf þegar ég þarf að koma reglu á heiminn stóð ég mig að því að skrifa lista á meðan ég las Veðurfregnir og jarðarfarir, fyrstu skáldsögu Maó Alheimsdóttur. Listinn bar yfirskriftina „Skrítin orð til að tékka seinna“ ... Lesa meira

Þá blöktu rauðir fánar

2025-02-13T10:28:07+00:0013. febrúar 2025|

Skafti Ingimarsson. Nú blakta rauðir fánar. Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968. Sögufélag 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2025. Kommúnistaflokkur Íslands, KFÍ, og Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, eru líklega þær stjórnmálahreyfingar íslenskar sem hvað rækilegasta umfjöllun hafa fengið en undanfarna áratugi hafa komið út fjölmörg rit, mismerkileg, þar sem farið er í ... Lesa meira

Að detta í tjörn – og náttúran opinberast

2025-02-13T10:28:32+00:0013. febrúar 2025|

Rán Flygenring: Tjörnin. Angústúra 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2025. „Hundafiskur“!!! sagði þriggja ára snáði þegar afi var að lesa Tjörnina fyrir hann enn eina ferðina og dýralíf í ímyndaðri tjörn birtist, með moskítóflugum, froskum, skjaldböku, liljublómum og blöðum, hafmey og skrýtnum fiskum, einn þeirra var með stór eyru eins og á ... Lesa meira

Þeysireið inn í hyldýpi hugans

2025-02-13T10:39:50+00:0013. febrúar 2025|

Jónas Reynir Gunnarsson: Múffa. Mál og menning, 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2025 Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur árið 1987 og ólst upp í Fellabæ á Austurlandi. Múffa  er fimmta skáldsaga Jónasar Reynis, en auk skáldsagna hefur hann gefið út þrjár ljóðabækur. Hann hefur verið iðinn við kolann síðan fyrsta bók hans ... Lesa meira

Draumverkamaður

2024-11-21T14:32:52+00:0028. nóvember 2024|

Þórunn Valdimarsdóttir: Fagurboðar. JPV útgáfa 2024. „Smala tilfinningum heim í helli. / Sauma þær inn í keppi / og legg í súrtunnuna“ (22). Þannig eru lokahendingarnar í ljóðinu „Um mann og man“ í Fagurboðum Þórunnar Valdimarsdóttur. Þær gefa góða hugmynd um stíl ljóðanna, sem er í senn nútímalegur og forn, gjarnan með óvæntum líkingum og ... Lesa meira

Tímarnir tvennir

2024-11-21T12:06:07+00:0028. nóvember 2024|

Jón Kalman Stefánsson: Himintungl yfir heimsins ystu brún. Benedikt, 2024. Ég las fyrir hana það sem komið var og sagði henni frá minni óvissu; af öllu því sem sótti að mér. Að það væru svo margar sögur, jafnvel óteljandi, sem vildu komast að. Og láta mig ekki í friði. Engu líkara en þær vilji þröngva ... Lesa meira

Ástir og örlög efri millistéttarinnar

2024-11-21T11:52:00+00:0028. nóvember 2024|

Ólafur Jóhann Ólafsson: Snjór í paradís. Bjartur-Veröld, 2023. Ólafur Jóhann er greinilega með hugann við útlönd þessi misserin en þrjár síðustu bóka hans fjalla allar á einhvern hátt um útlönd og ferðalög sem tengjast uppgjöri við fortíðina. Þá virðist Japan vera höfundi einkar hugleikið því tvær þessara bóka gerast að hluta til þar; skáldsagan Snerting, ... Lesa meira

Þegar á móti blæs

2024-11-21T11:24:09+00:0028. nóvember 2024|

Einar Lövdahl: Gegnumtrekkur Mál og menning 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2024. Askur er ungur maður í ástarsorg. Á leiðinni upp á flugvöll að sækja mömmu sína, sem er loksins að koma heim eftir áralanga dvöl á Spáni, tekur hann skyndilega U-beygju og snýr bílnum við. Í stað þess að fara upp ... Lesa meira

List er að ljúga ekki of mörgu

2024-09-19T11:33:47+00:0019. september 2024|

Kristín Ómarsdóttir: Móðurást: Oddný. Benedikt 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024. Síðastliðið haust sendi Kristín Ómarsdóttir frá sér fyrstu bók skáldaðrar ævisögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þuríðar- og Þorleifsdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristín skrifar bók um persónu sem hefur verið til. Hún hefur þó nefnt í viðtölum að skáldskaparhugmyndir hennar ... Lesa meira

Að skilja betur tilgang og eðli skipulagsgerðar

2024-09-23T13:14:10+00:0019. september 2024|

Haraldur Sigurðsson: Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Sögufélag, 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.   Það er til ágætis samkvæmisleikur, sem á einhvern óskiljanlegan hátt hefur ekki enn verið tekinn fyrir í áramótaskaupinu, sem myndi ekki beinlínis gera samkvæmið betra – heldur bókstaflega eyðileggja það. ... Lesa meira