Þú ert hér://Fréttir

Brot úr Eldri konum

2024-12-05T13:43:29+00:005. desember 2024|

Eftir Evu Rún Snorradóttur. Brot úr skáldsögunni Eldri konur. Benedikt gefur út. Rannveig 1999 Ég var sextán, hún á óræðum fullorðinsaldri. Við sátum úti að reykja, snemmsumars, í hvarfi á bak við bygginguna. Það var mánudagur og sól og við sátum í vandræðalegri þögn, hvað áttum við tvær svo sem að tala um? Hún rauf ... Lesa meira

Brot úr Friðsemd

2024-12-03T10:00:16+00:003. desember 2024|

Eftir Brynju Hjálmsdóttur  Brot úr skáldsögunni Friðsemd. Benedikt gefur út. Þótt ég hafi ekki kveikt á nafninu einmitt þarna þegar Palli nefndi það, hafði ég alveg heyrt um SELÍS. Og ég hafði auðvitað heyrt um Eldberg Salman Atlason, allir höfðu heyrt um hann sem á annað borð höfðu einhvers konar vit í kollinum. Á þessum ... Lesa meira

Brot úr Kuli

2024-12-03T09:45:10+00:0029. nóvember 2024|

Eftir Sunnu Dís Másdóttur. Brot úr skáldsögunni Kul. Forlagið gefur út. Hákon hefur mjög þægilega nærveru. Hann brosir mikið á meðan hann talar en það virkar ekki falskt og ekki heldur eins og hann sé að reyna að knýja fram viðbrögð hjá okkur, rukka okkur um glaðværð. Frekar eins og honum líði vel og hann ... Lesa meira

Brot úr Moldin heit

2024-11-26T09:40:18+00:0026. nóvember 2024|

Eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur. Brot úr skáldsögunni Moldin heit. Drápa gefur út.   ég er mjög hrifinn af því hvernig þú hreyfir þig takk *andar hratt eftir áreynsluna* hátturinn er svo frjálslegur eða …stíllinn eða hvað maður segir já einmitt …   að minnsta kosti miðað við hvernig ég hugsa um þessa … mm … ... Lesa meira

Brot úr Múffu

2024-11-20T16:00:01+00:0021. nóvember 2024|

Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Brot úr skáldsögunni Múffa. Forlagið gefur út.   Viku áður en Bjössi fór frá Ölmu vaknaði hún við hljóð fyrir utan svefnherbergisgluggann. Það heyrðust skruðningar, eins og verið væri að róta í ruslinu eða runnabeðinu. Það var eins og einhver væri að grafa sig upp úr myrkrinu bak við augnlok hennar. ... Lesa meira

Brot úr Í skugga trjánna

2024-11-20T15:58:24+00:0019. nóvember 2024|

eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Brot úr skáldævisögunni Í skugga trjánna. Bjartur-Veröld gefur út.   Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti. Þannig kynntist ég Erlu og þess vegna var ég hér ásamt henni, heima hjá fyrrverandi kærasta hennar, í þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi með fimm baðherbergjum og útsýni yfir sjóinn ... Lesa meira

Brot úr Skrípinu

2024-11-15T14:44:14+00:0015. nóvember 2024|

Eftir Ófeig Sigurðsson Brot úr skáldsögunni Skrípinu. Mál og menning gefur út. Formáli Mörg vitni voru að draugaganginum eða sjónhverfingunum sem áttu sér stað í Eldborgarsal Hörpu þann 14da febrúar árið 2020, þar sem aðalpersóna þessarar bókar stóð fyrir afar óvenjulegum gjörningi. Sem handhafi áskriftarkorts hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands var ég í salnum þetta kvöld, þó ... Lesa meira

Ég heiti biðstofa

2024-10-11T11:38:48+00:0011. október 2024|

Eftir Ursula Andkjær Olsen, í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024   Í tilefni af kvöldstund með Ursulu Andkjær Olsen birtum við hér ljóðið „Ég heiti biðstofa“ úr 3. hefti 2024. Ursula mun lesa úr verkum sínum og ræða um ljóðlistina, þann 18. október 2024, kl. 20.00 í Mengi og ... Lesa meira

Merking

2021-10-07T10:18:06+00:007. október 2021|

Merking (2021). Listaverk á kápu: Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir. Uppstilling kápu: Alexandra Buhl / Forlagið eftir Fríðu Ísberg Úr skáldsögunni Merking sem er væntanleg 12. október. Mál og menning gefur út.   Frá því að hann var unglingur vissi hann að þau gætu gert betur. Hann horfði á vini sína kreppa ... Lesa meira

Nýr vefur TMM

2019-05-15T12:58:51+00:0015. maí 2019|

Nýr vefur Tímarits Máls og menningar fór í loftið í dag eftir talsverðar umbætur og breytingar. Hér mun úrval efnis úr nýjustu heftum Tímaritsins birtast, í bland við greinar, viðtöl, ljóð og sögur úr eldri heftum. Aðaláherslan verður þó enn á prentaða útgáfu TMM sem kemur út fjórum sinnum á ári. Áskrift kostar 7.000 kr. ... Lesa meira