Þú ert hér://2024

Brot úr Múffu

2024-11-20T16:00:01+00:0021. nóvember 2024|

Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Brot úr skáldsögunni Múffa. Forlagið gefur út.   Viku áður en Bjössi fór frá Ölmu vaknaði hún við hljóð fyrir utan svefnherbergisgluggann. Það heyrðust skruðningar, eins og verið væri að róta í ruslinu eða runnabeðinu. Það var eins og einhver væri að grafa sig upp úr myrkrinu bak við augnlok hennar. ... Lesa meira

Brot úr Í skugga trjánna

2024-11-20T15:58:24+00:0019. nóvember 2024|

eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Brot úr skáldævisögunni Í skugga trjánna. Bjartur-Veröld gefur út.   Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti. Þannig kynntist ég Erlu og þess vegna var ég hér ásamt henni, heima hjá fyrrverandi kærasta hennar, í þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi með fimm baðherbergjum og útsýni yfir sjóinn ... Lesa meira

Brot úr Skrípinu

2024-11-15T14:44:14+00:0015. nóvember 2024|

Eftir Ófeig Sigurðsson Brot úr skáldsögunni Skrípinu. Mál og menning gefur út. Formáli Mörg vitni voru að draugaganginum eða sjónhverfingunum sem áttu sér stað í Eldborgarsal Hörpu þann 14da febrúar árið 2020, þar sem aðalpersóna þessarar bókar stóð fyrir afar óvenjulegum gjörningi. Sem handhafi áskriftarkorts hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands var ég í salnum þetta kvöld, þó ... Lesa meira

Jól í hundrað ár

2024-11-15T14:25:37+00:0015. nóvember 2024|

Það er erfitt að muna það fyrir víst en tilfinning mín er sú að „nýja“ Jólaboðið, sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi, sé hressara, hraðara og fyndnara en Jólaboðið fyrir þrem árum en hins vegar ekki eins dramatískt. Það yrði ekki auðvelt að rökstyðja þetta mat; þó mætti benda á að persónan ... Lesa meira

Lífsháski ungra leikskálda

2024-11-10T13:35:53+00:0010. nóvember 2024|

Lokaviðburður á Unglist var Ungleikur í Tjarnarbíó, fimm stutt leikverk skrifuð af fólki í kringum tvítugt, valin úr hópi ennþá fleiri verka af sérstakri valnefnd. Listrænn ráðunautur og verkefnisstjóri var Magnús Thorlacius sem líka var kynnir á sýningunni í gær. Verkin taka fyrir ótrúlega ólík málefni en ekkert þeirra fjallar sérstaklega um unglingsárin sem manni ... Lesa meira

Eltum sjúklingana

2024-11-04T10:00:33+00:004. nóvember 2024|

Ég varð djúpt snortin á sýningu Óperudaga á Gleðilega geðrofsleiknum eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem Sibylle Köll stjórnar. Umhverfið hafði sín áhrif. Sýningin var sett upp í MR, gamla menntaskólanum mínum, og þó að hún byrjaði á Sal og þættist ætla að vera venjuleg sýning fyrir sitjandi áhorfendur þá entist það ekki nema á að ... Lesa meira

Tvöföld hamingja

2024-11-03T14:46:31+00:003. nóvember 2024|

Ein minningarperlan úr leikhúsi í áranna rás er Himnaríki Árna Ibsen, „geðklofni gamanleikurinn“ sem Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör frumsýndi haustið 1995. Gaflaraleikhúsið rétt missir af að halda upp á þrítugsafmæli þeirrar sýningar með sýningu sinni á gamanleiknum Tómri hamingju á Nýja sviði Borgarleikhússins en Tóm hamingja er „geðklofin“ á sama hátt og Himnaríki: verkið er ... Lesa meira

„Kærleikur er leikur þar sem allir taka þátt“

2024-10-17T12:51:46+00:0016. október 2024|

Ég hafði aldrei heyrt um Sviðslistakórinn Viðlag fyrr en í gær þegar ég sá sýningu hans Við erum hér í Tjarnarbíó – ef ég hefði heyrt um hann fyrr hefði ég sótt um inngöngu. Þetta er alveg áreiðanlega hressasti hópurinn á svæðinu um þessar mundir, minnir oft á leikhópinn Hugleik á hans fjölmennustu og fjörugustu ... Lesa meira

Kona vill skilja

2024-10-12T14:43:07+00:0012. október 2024|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi á stóra sviði Borgarleikhússins Óskaland eftir bandaríska leikskáldið Bess Wohl í lipurri þýðingu Ingunnar Snædal. Hilmir Snær Guðnason leikstýrði en Börkur Jónsson gerði áferðarfallega en gelda leikmyndina sem reyndist vera góð mynd af lífi fólksins í húsinu. Búningar Urðar Hákonardóttur voru vel við hæfi, einkum var snjallt að klæða utanaðkomandi ... Lesa meira

Ég heiti biðstofa

2024-10-11T11:38:48+00:0011. október 2024|

Eftir Ursula Andkjær Olsen, í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024   Í tilefni af kvöldstund með Ursulu Andkjær Olsen birtum við hér ljóðið „Ég heiti biðstofa“ úr 3. hefti 2024. Ursula mun lesa úr verkum sínum og ræða um ljóðlistina, þann 18. október 2024, kl. 20.00 í Mengi og ... Lesa meira