Þú ert hér://2024

Átök um auðinn

2024-12-29T15:44:16+00:0029. desember 2024|

Borgarleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi á Litla sviðinu Kött á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams í mergjaðri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Hér er hvorki gripið til orðskrípa á borð við fokk eða sjitt heldur fær sá í neðra að heyra á sig kallað milliliðalaust. Og oft! Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir af næmi og nákvæmni. Naumhyggjulega leikmynd ... Lesa meira

Böl barnleysisins

2024-12-29T15:50:52+00:0027. desember 2024|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Yermu sem Simon Stone byggir á samnefndu leikriti Federico Garcia Lorca frá 1934. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir; glæsileg leikmyndin er verk Barkar Jónssonar; Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir sá um búninga en Garðar Borgþórsson um lýsingu. Mikið reyndi á þýðingu Júlíu Margrétar Einarsdóttur í hröðum, orðmörgum samtölum en hún hljómaði alltaf eðlilega ... Lesa meira

Brot úr Eldri konum

2024-12-05T13:43:29+00:005. desember 2024|

Eftir Evu Rún Snorradóttur. Brot úr skáldsögunni Eldri konur. Benedikt gefur út. Rannveig 1999 Ég var sextán, hún á óræðum fullorðinsaldri. Við sátum úti að reykja, snemmsumars, í hvarfi á bak við bygginguna. Það var mánudagur og sól og við sátum í vandræðalegri þögn, hvað áttum við tvær svo sem að tala um? Hún rauf ... Lesa meira

Brot úr Friðsemd

2024-12-03T10:00:16+00:003. desember 2024|

Eftir Brynju Hjálmsdóttur  Brot úr skáldsögunni Friðsemd. Benedikt gefur út. Þótt ég hafi ekki kveikt á nafninu einmitt þarna þegar Palli nefndi það, hafði ég alveg heyrt um SELÍS. Og ég hafði auðvitað heyrt um Eldberg Salman Atlason, allir höfðu heyrt um hann sem á annað borð höfðu einhvers konar vit í kollinum. Á þessum ... Lesa meira

„Ódauðleg er ástin og eilíf hamingjan“

2024-12-02T15:02:38+00:002. desember 2024|

Sviðslistahópurinn Óður frumsýndi í gærkvöldi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll vinsælu gamanóperuna Rakarann í Sevilla sem Gioachino Rossini samdi upp úr gamanleik eftir Frakkann Pierre Beaumarchais og frumsýndi 1816 í Róm. Sópraninn og tenórinn, Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason, þýða textann á einstaklega lipurt, fallegt og fyndið málfar sem nýtur sín vel með tónlistinni og ... Lesa meira

Brot úr Kuli

2024-12-03T09:45:10+00:0029. nóvember 2024|

Eftir Sunnu Dís Másdóttur. Brot úr skáldsögunni Kul. Forlagið gefur út. Hákon hefur mjög þægilega nærveru. Hann brosir mikið á meðan hann talar en það virkar ekki falskt og ekki heldur eins og hann sé að reyna að knýja fram viðbrögð hjá okkur, rukka okkur um glaðværð. Frekar eins og honum líði vel og hann ... Lesa meira

Draumverkamaður

2024-11-21T14:32:52+00:0028. nóvember 2024|

Þórunn Valdimarsdóttir: Fagurboðar. JPV útgáfa 2024. „Smala tilfinningum heim í helli. / Sauma þær inn í keppi / og legg í súrtunnuna“ (22). Þannig eru lokahendingarnar í ljóðinu „Um mann og man“ í Fagurboðum Þórunnar Valdimarsdóttur. Þær gefa góða hugmynd um stíl ljóðanna, sem er í senn nútímalegur og forn, gjarnan með óvæntum líkingum og ... Lesa meira

Tímarnir tvennir

2024-11-21T12:06:07+00:0028. nóvember 2024|

Jón Kalman Stefánsson: Himintungl yfir heimsins ystu brún. Benedikt, 2024. Ég las fyrir hana það sem komið var og sagði henni frá minni óvissu; af öllu því sem sótti að mér. Að það væru svo margar sögur, jafnvel óteljandi, sem vildu komast að. Og láta mig ekki í friði. Engu líkara en þær vilji þröngva ... Lesa meira

Ástir og örlög efri millistéttarinnar

2024-11-21T11:52:00+00:0028. nóvember 2024|

Ólafur Jóhann Ólafsson: Snjór í paradís. Bjartur-Veröld, 2023. Ólafur Jóhann er greinilega með hugann við útlönd þessi misserin en þrjár síðustu bóka hans fjalla allar á einhvern hátt um útlönd og ferðalög sem tengjast uppgjöri við fortíðina. Þá virðist Japan vera höfundi einkar hugleikið því tvær þessara bóka gerast að hluta til þar; skáldsagan Snerting, ... Lesa meira

Þegar á móti blæs

2024-11-21T11:24:09+00:0028. nóvember 2024|

Einar Lövdahl: Gegnumtrekkur Mál og menning 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2024. Askur er ungur maður í ástarsorg. Á leiðinni upp á flugvöll að sækja mömmu sína, sem er loksins að koma heim eftir áralanga dvöl á Spáni, tekur hann skyndilega U-beygju og snýr bílnum við. Í stað þess að fara upp ... Lesa meira