Þú ert hér:///janúar

Næturævintýri

2019-05-08T10:25:19+00:0028. janúar 2019|

Einþáttungarnir sem saman mynda nýskáldasýninguna Núna 2019 í Borgarleikhúsinu gerast allir mjög seint um kvöld eða að næturþeli. Og sem kunnugt er getur þá allt gerst, bæði í vöku og draumi – sem líka eiga það til að renna saman. Rannveig og Axel (Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson) eru í kósídvöl uppi í ... Lesa meira

„Mamma deyr og pabbi deyr og þú deyrð líka síðar meir“

2019-03-12T16:56:54+00:0025. janúar 2019|

Þessi glaðlega hending hér fyrir ofan er úr frumsömdu vöggukvæði eftir Charlotte Bøving sem hún syngur í uppistandssýningu sinni Ég dey á Nýja sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Þar fjallar hún um dauðann á ótrúlega margvíslegan hátt á ekki lengri kvöldstund, fræðilega og persónulega. Aðstoð við að leikstýra sjálfri sér fær hún frá Benedikt Erlingssyni ... Lesa meira

„Þetta reddast alltaf fyrir rest“

2019-03-12T17:01:35+00:006. janúar 2019|

Það er ys og þys í Ævintýraskóginum í Tjarnarbíó þar sem Leikhópurinn Lotta frumsýndi í dag Rauðhettu sína, tíu árum eftir að hún var fyrst sýnd í Elliðaárdalnum. Enn er Rauðhetta litla (Andrea Ösp Karlsdóttir) að reyna að komast til ömmu sinnar (Anna Bergljót Thorarensen) með kökur og vín en úlfurinn slyngi (Árni Beinteinn Árnason) ... Lesa meira