Þú ert hér:///maí

Hlini kóngsson hittir litlu hafmeyjuna

2019-05-25T19:46:01+00:0025. maí 2019|

Leikhópurinn Lotta frumsýndi í dag ævintýraleikinn Litlu hafmeyjuna á Lottutúni í Elliðaárdal í yndislegu veðri. Þetta er þrettánda fjölskyldusýning leikhópsins og á næstu mánuðum mun hún ferðast um landið, börnum og fylgifiskum þeirra til gleði og fróðleiks. Höfundur er Anna Bergljót Thorarensen sem líka stýrir og yrkir lagatextana ásamt Baldri Ragnarssyni en lögin eru eftir ... Lesa meira

Svifið með gull frá sólu: Þræðir í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar – síðari hluti

2019-05-23T14:54:03+00:0022. maí 2019|

Eftir Davíð Hörgdal Stefánsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Styrkur Jóhanns Jóhannssonar sem tónskálds var gríðarlega margslunginn og ein ástæða þess að Hollywood tók honum svo opnum örmum var t.a.m. sú tilhneiging hans að vera ekki of bókstaflegur og fyrirsjáanlegur; í stað þess að skrifa kvikmyndatónlist eftir kunnuglegri forskrift og láta hana ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-05-21T14:47:04+00:0020. maí 2019|

Eftir Matthías Tryggva Haraldsson Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Viljaþula Ég vil að þú hringir en bara ef þú vilt það Ég vil hringja í þig en bara ef þú vilt það Ég vil vera með þér en bara ef þú vilt það Ég vil að við tölum Ég vil vera þinn ... Lesa meira

Ef þetta er síðasta nóttin …

2019-05-27T15:41:53+00:0018. maí 2019|

Sviðslistahópurinn Óþekkt frumsýndi í gærkvöldi tón- og leikverkið Iður eftir Gunnar Karel Másson í Tjarnarbíó. Höfundur leikstýrði sjálfur en tónlistarstjóri var Helgi Rafn Ingvarsson. Gunnar Karel vill segja sögu óvenjulegs manns og til þess þarf hann óvenjulegar aðferðir. Maðurinn er Mark Kennedy, breskur lögregluþjónn sem gekk í mótmælahópa í dulargervi, þóttist vera róttækur aðgerðasinni, notaði ... Lesa meira

Mamma hetja í stríðinu

2019-05-22T10:33:45+00:0017. maí 2019|

Listaháskólinn hefur staðið fyrir mikilli leikhúsveislu undanfarið því útskriftarnemendur á sviðshöfundabraut hafa frumsýnt tíu verk víðsvegar í Reykjavík í maímánuði auk þess sem nýju leikararnir frumsýndu Mutter Courage eftir Bertolt Brecht norður á Akureyri í þýðingu Ólafs Stefánssonar og undir stjórn Mörtu Nordal. Þau frumsýndu svo aftur í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Mér tókst ekki ... Lesa meira

Nýr vefur TMM

2019-05-15T12:58:51+00:0015. maí 2019|

Nýr vefur Tímarits Máls og menningar fór í loftið í dag eftir talsverðar umbætur og breytingar. Hér mun úrval efnis úr nýjustu heftum Tímaritsins birtast, í bland við greinar, viðtöl, ljóð og sögur úr eldri heftum. Aðaláherslan verður þó enn á prentaða útgáfu TMM sem kemur út fjórum sinnum á ári. Áskrift kostar 7.000 kr. ... Lesa meira

Svifið með gull frá sólu: Þræðir í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar – fyrri hluti

2019-05-23T14:54:37+00:0015. maí 2019|

Eftir Davíð Hörgdal Stefánsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Árið er 2016 og ég les á netinu um væntanlega sólóplötu Jóhanns Jóhannssonar, Orphée. Ég hef umsvifalaust samband við 12 Tóna og fæ nákvæmar upplýsingar um það hvenær platan kemur til landsins, hvaða dag og á hvaða tíma. Sextánda september hleyp ég í ... Lesa meira

„Enn á ég við þig orðastað“

2019-05-13T13:25:49+00:0013. maí 2019|

Um sama leyti og Leikhúslistakonur 50+ frumsýndu verk sitt Dansandi ljóð úr verkum Gerðar Kristnýjar á laugardagskvöldið var skáldkonan stödd í New York þar sem verið var að flytja ljóðabálkinn Blóðhófni við tóna Kristínar Þóru Haraldsdóttur tónskálds á MATA-tónlistarhátíðinni. Þá þegar hafði skáldið átt sinn þátt í PEN’s World Voices Festival í borginni með ýmsum ... Lesa meira