Þú ert hér:///janúar

Grímur sem leika

2019-06-18T12:29:34+00:0027. janúar 2013|

Látbragðsleiknum Hjartaspöðum sem Skýjasmiðjan sýnir í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði hefur verið tekið mjög hlýlega. Aðstandendum hefur líklega ekki dottið í hug að orðalaust klukkutímaverk um vistmenn og starfsfólk á elliheimili myndi freista margra, alltént voru einungis áætlaðar fjórar sýningar í byrjun. En viðbrögð gagnrýnenda hafa verið einróma lof, aðrir gestir hafa lagt sitt af mörkum ... Lesa meira

Tilraun um tímann

2019-06-18T12:45:08+00:0011. janúar 2013|

Eftir Ágústínusi kirkjuföður er haft að hann viti hvað tíminn sé ef hann sé ekki spurður. En ef einhver spyrji kunni hann ekkert svar. Með þetta óræða eðli tímans var unnið í stundarlöngu vísindalegu dansleikverki Leifs Þórs Þorvaldssonar, Stundarbroti, á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Þar stigu fjórar stúlkur, Védís Kjartansdóttir, Þyrí Huld Árnadóttir, Kara ... Lesa meira

Ris og fall Karíusar og Baktusar

2019-06-18T12:39:53+00:006. janúar 2013|

Sagan um Karíus og Baktus var fyrsta bókin sem hinn sívinsæli norski barnabóka- og leikritahöfundur Thorbjörn Egner gaf út (á norsku 1940, á íslensku líklega 1954) og hafði gríðarleg áhrif á heilsufar Norðmanna, að sögn landa hans, með því að bæta tannhirðu fólks. Ekki þori ég að fullyrða um áhrif hennar á lýðheilsu hér heima ... Lesa meira