Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Nostalgískar svipmyndir

2019-05-16T11:54:00+00:0011. september 2018|

Gerður Kristný. Smartís. Mál og menning, 2017. 125 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Unglingsárin eru flókinn og þversagnakenndur tími; fæst höfum við þá náð tökum eða skilningi á eigin upplifunum og viðbrögðum en erum í sífelldri leit að okkur sjálfum og hlutverki okkar í samfélaginu. Tilfinningarnar eru á yfirsnúningi og þetta ... Lesa meira

Sósíalisti með silkihanska

2019-05-16T11:54:48+00:0011. september 2018|

Styrmir Gunnarsson. Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar, byltingin sem aldrei varð. Veröld,  2017. Með hliðsjón af bókunum Allt kann sá er bíða kann, æsku- og athafnasaga Sveins R. Eyjólfssonar eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Í liði forsætisráðherra eða ekki eftir Björn Jón Bragason. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Ef hægt er að gagnrýna bók Styrmis Gunnarssonar ... Lesa meira

Forneskja, myrkraverk og ungmenni

2019-05-16T11:54:07+00:0011. september 2018|

Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttur. Endalokin: Útverðirnir og Gjörningaveður. Bókabeitan, 2016 og 2017. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Árið 2011 hóf göngu sína athyglisverður íslenskur bókaflokkur sem ber nafnið Rökkurhæðir. Höfundar eru tveir, Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir og bækurnar eru nú orðnar níu. Fyrstu bækurnar tvær voru Rústirnar ... Lesa meira

Efni og áferð manneskjunnar

2019-05-16T11:55:51+00:0031. maí 2018|

Kristín Eiríksdóttir. Elín, ýmislegt. JPV útgáfa, 2017. 182 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2018 Elín, ýmislegt er önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur og við fyrstu sýn nokkuð frábrugðin fyrri verkum hennar. Þó má finna kunnuglega þræði sem tengja verkin og raða þeim upp í heillega mynd sem sýnir kannski fyrst og fremst sársaukafullt ... Lesa meira

Reikað um skóg minninganna

2019-05-16T11:55:57+00:0031. maí 2018|

Einar Már Guðmundsson. Passamyndir. Mál og menning, 2017. 276 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2018 Í þessari nýjustu sögu Einars Más nýtir hann, eins og oft áður, efni úr eigin ævi í skáldskap sinn, atburði og persónur. Þessar sögur má vel lesa sem sagnfræðilegar eða öllu heldur menningarsögulegar heimildir. Heimildargildi þeirra felst ... Lesa meira

Hvað gerir maður ekki fyrir þessar mæður?

2019-05-16T11:56:49+00:0031. maí 2018|

Yrsa Þöll Gylfadóttir. Móðurlífið, blönduð tækni. Bjartur, 2017. 264 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2018 Snemma í skáldsögunni Móðurlífið, blönduð tækni eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur spyr hinn tvítugi Bjarni, um leið og hann færir Kamillu móður sinni konjaksfyllt súkkulaði úr fríhöfninni: „Hvað gerir maður ekki fyrir þessar mæður.“ (11) Þarna er orðuð ... Lesa meira

Ævintýraþokan

2019-05-16T11:56:42+00:0031. maí 2018|

Stefán Máni. Skuggarnir. Sögur, 2017. 315 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2018 Húsið er úr steini, það er tvílyft með tómum gluggum og hálfhrundu þaki – og það stendur neðan við grasi gróna brekku. Þokan streymir úr norðri, rök og köld – hún teygir fram gegnsæjar hendur og hvítir fingur hennar gæla ... Lesa meira

Stigagangur lífsins: Dæmisaga

2019-05-16T11:57:08+00:0031. maí 2018|

Friðgeir Einarsson. Formaður húsfélagsins. Benedikt, 2017. 208 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2018 Formaður húsfélagsins er ekki beinlínis réttnefni á þessari fyrstu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Sagan fjallar ekki um formann húsfélags, þessarar mikilvægu en oft svo óþolandi stofnunar í fjölbýlishúsum. Og eftir því sem best verður séð þá bærast heldur engar þrár ... Lesa meira

Hinn huldi heimur

2019-05-16T11:57:33+00:0020. febrúar 2018|

Jón Kalman Stefánsson. Saga Ástu. Benedikt, 2017. 443 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2018 Sögumannsröddin í verkum Jóns Kalmans Stefánssonar er auðþekkjanleg og sterk, eitt af hans helstu sérkennum. Svo mjög, að í sýningu Borgarleikhússins á Himnaríki og helvíti, sem er byggð á samnefndum þríleik Jóns Kalmans, hefur hún þótt ómissandi og ... Lesa meira

Þegar Þjóðverjar hernámu Ísland

2019-05-16T11:57:39+00:0020. febrúar 2018|

Valur Gunnarsson. Örninn og Fálkinn. Skáldsaga. Mál og menning, 2017. 438 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2018 Einfaldað sagt má halda því fram að sagnfræði fjalli um það sem gerðist, skáldskapur um það sem gerðist ekki. Á mörkum þessara sviða þrífst andveruleg söguritun, sagan um það sem hefði gerst ef eitthvað eitt ... Lesa meira