Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 184 blog entries.

Tveggja leiksýninga kvöld

2024-06-26T21:14:41+00:0026. júní 2024|

Dúndurfréttir: Nýtt sviðslistahús hefur verið stofnsett í Reykjavík, Afturámóti. Það hefur aðsetur í Háskólabíó og þar í sal 2 sá ég tvö stutt leikverk í gærkvöldi. Hið fyrra, Hansel og Gretel eftir Melkorku Gunborgu Briansdóttur hafði ég séð áður á Ungleik í Tjarnarbíó í fyrra, hið síðara var Svar við bréfi Petru eftir Gígju Hilmarsdóttur ... Lesa meira

Heimsókn í Hundraðekruskóg

2024-06-21T11:52:51+00:0020. júní 2024|

Leikhópurinn Lotta er sestur að í Ævintýraskóginum í Elliðaárdal – nema hvað nú heitir hann Hundraðekruskógurinn og titilpersóna nýja söngleiksins er enginn annar en sjálfur Bangsímon. Höfundur og leikstjóri er Anna Bergljót Thorarensen sem líka semur ágæta söngtexta ásamt Baldri Ragnarssyni en höfundar fjörugra laga eru Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Þórður Gunnar Þorvaldsson. Danshöfundur er Sif Elíasdóttir Bachmann ... Lesa meira

Loftfimleikar og loftslagsvá

2024-06-21T14:05:04+00:0017. júní 2024|

Sviðslistahópurinn Common Nonsense tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík með verkinu Las Vegan eftir Ilmi Stefánsdóttur sem þau sýndu í portinu í Hafnarhúsi. Þetta mikla leiksvæði lögðu þau undir sig með flygil á öðrum endanum sem Davíð Þór Jónsson leikur á og loftfimleikatæki og tól á hinum endanum sem leikendur og sérstakir fimleikamenn (Justyna Micota ... Lesa meira

Fótboltinn og lífið

2024-06-21T11:49:43+00:0016. júní 2024|

Óperan Skjóta eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur var frumsýnd fyrir skömmu í Ásmundarsal og ég sá hana í gær. Þetta er heimspekilegt verk sem teflir saman á frumlegan hátt fótboltaleik og baráttunni við loftslagsvá. Sigrún Gyða semur bæði texta og tónlist en Baldur Hjörleifsson er með henni í músíkinni; innsetningin utan um verkið er líka eftir ... Lesa meira

Yeki bood yeki nabood

2024-06-10T13:34:16+00:008. júní 2024|

Eitt sviðslistaverkið á Listahátíð í Reykjavík í ár er einfaldlega kennt við höfundinn, íranska leikskáldið Nassim, og flokkast frekar sem viðburður eða leikhúsupplifun en leikrit. Höfundurinn heitir fullu nafni Nassim Soleimanpour og á við þann vanda að stríða að þótt verk hans séu leikin um víða veröld eru þau aldrei leikin í heimalandi hans. Hann ... Lesa meira

Raunveruleikinn er stærsta ævintýrið

2024-05-16T15:27:10+00:0012. maí 2024|

Nýlega fékk ég það verkefni að lesa yfir próförk að skáldsögunni Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson sem er verið að endurútgefa. Þá rifjaðist upp fyrir mér – þó að ég hefði í rauninni aldrei gleymt því – hvað þetta er ótrúlega góð bók, vel samin, spennandi og makalaust áhrifamikil. Hún var svo fersk í huga ... Lesa meira

„Jörðin öll virðist titra af tónlist“

2024-05-16T15:23:08+00:0011. maí 2024|

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir nú á Nýja sviði Borgarleikhússins söngleikinn Oklahoma eftir þá Richard Rogers (tónlist) og Oscar Hammerstein II (leikgerð og söngtextar). Handritið er byggt á leiktexta Óskars Ingimarssonar og söngtextum Egils Bjarnasonar en lagað að núgildandi enskri útgáfu. Að þýðingu við aðlögun komu Kolbrún Halldórsdóttir og Þór Breiðfjörð, í samráði við Orra ... Lesa meira

„Nú er ekkert eins og fyr“

2024-05-10T11:53:48+00:009. maí 2024|

Það eru of margar mis-skyldar hugmyndir í verkinu Sveitabær í bæjarsveit eftir Melkorku Gunborgu Briansdóttur, sem hún frumsýndi í Listaháskólanum í kvöld, en þær mega eiga það að þær voru allar góðar út af fyrir sig! Það er afskaplega gaman að sjá og heyra hvað ungu sviðshöfundarnir okkar eru frjóir, hugkvæmir og vel skrifandi. Leiktexti ... Lesa meira

Allt – sinnum hundrað þúsund

2024-05-10T11:55:58+00:004. maí 2024|

Leikhópurinn Svartur jakki frumsýndi í gærkvöldi í samstarfi við Þjóðleikhúsið Óperuna hundrað þúsund eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Kristínu Eiríksdóttur, í Kassa Þjóðleikhússins. Guðný Hrund Sigurðardóttir gerir fantalega spennandi búninga, Friðþjófur Þorsteinsson hannar vandaða lýsingu, Hákon Pálsson gerir myndbandið sem er bæði upplýsandi og smart en Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir heldur utan um allt saman og ... Lesa meira