Þú ert hér://2025

Ólæknandi harmur Dídó drottningar

2025-07-14T12:38:26+00:0014. júlí 2025|

Lokaatriðið á Sumartónleikum í Skálholti að þessu sinni var leikrænn flutningur á óperunni Dido & Aeneas eftir enska 17. aldar tónskáldið Henry Purcell. Samkvæmt inngangsorðum Benedikts Kristjánssonar, listræns stjórnanda Sumartónleikanna, var þetta í fyrsta skipti sem ópera var flutt í Skálholtskirkju og af því tilefni var kirkjubekkjum raðað eftir endilöngu kirkjuskipinu með breiðum gangvegi í ... Lesa meira

Gunnella fær gest

2025-07-10T12:29:55+00:0010. júlí 2025|

Katla Þórudóttir Njálsdóttir sýnir nú hjá Afturámóti í Háskólabíó verk sitt Gunnellu. Leikstjóri er Killian G.E. Briansson en leikmyndina hönnuðu Katla sjálf, Þóra Pétursdóttir og Sævar Guðmundsson. Leikmyndin styður vel við persónusköpun Gunnellu, form, litir og (ekki síst) myndirnar á veggnum. Ekki er þess getið í upplýsingum hver sér um lýsingu en hún fannst mér skipta máli ... Lesa meira

Oh, my Cod!

2025-07-05T10:21:32+00:004. júlí 2025|

Það var mikið hrópað og hlegið í sal 1 í Háskólabíó þegar Afturámóti frumsýndi rapp/rokk-óperuna Þorskasögu eftir Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson. Hafsteinn leikstýrir sjálfur en hefur Kristin Óla Haraldsson með sér sem dramatúrg.  Glitrandi hreisturbúninga hannaði Hulda Kristín Hauksdóttir, tónlistarstjóri er Kolbrún Óskarsdóttir, afar mínimalíska leikmynd hannaði Egle Sipaviciute en kórstjórn sá Hanna Ragnarsson ... Lesa meira

„Ég verð að taka þetta, elskan“

2025-06-22T15:36:01+00:0022. júní 2025|

Hallveig Rúnarsdóttir og Áslákur Ingvarsson endurlífga óperuna Símann eftir ítalsk-ameríska tónskáldið Gian Carlo Menotti (1922–2007) í Iðnó þessa viku. Þau sýndu hana á Óperudögum 2022 og ´23 þar sem hún naut mikilla vinsælda og í þessari viku er lag fyrir þá sem ekki sáu hana þá. Pálína Jónsdóttir leikstýrir, meðleikari á píanó er Hrönn Þráinsdóttir ... Lesa meira

Hvað kostar hrein samviska?

2025-05-19T11:22:48+00:0019. maí 2025|

Vissuð þið að Sidney Poitier var fyrsti svarti leikarinn sem fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna? Það var árið 1958 fyrir hlutverk strokufanga í The Defiant Ones. Hann var líka fyrsti svarti leikarinn sem fékk Óskarsverðlaunin sjálf, það var fyrir ógleymanlegt hlutverk handlagna flakkarans sem kemur nunnunum til hjálpar í Lilies of the Field árið 1963. Heil ... Lesa meira

Við eigum alltaf Fjallabak

2025-05-04T15:53:13+00:004. maí 2025|

Það var ekki seinna vænna fyrir mig að sjá Fjallabak í Borgarleikhúsinu því að nú eru aðeins tvær auglýstar sýningar eftir, en verkið var frumsýnt fyrir fimm vikum á Nýja sviði hússins. Leikskáldið Ashley Robinson byggir leikritið á þekktri smásögu eftir Annie Proulx sem einnig var efni ennþá frægari kvikmyndar fyrir tuttugu árum, Brokeback Mountain. ... Lesa meira

Flóknar konur og fyndnar

2025-04-08T09:21:55+00:008. apríl 2025|

Eva Rún Snorradóttir: Eldri konur Benedikt 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2025: 2025 er kvennaár. Um fjörutíu samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks hafa lýst yfir samstöðu um baráttu gegn kynjuðu misrétti og ofbeldi. Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur kom út í lok árs 2024 og naut strax ... Lesa meira

Reykjavík svarar fyrir sig

2025-04-08T09:22:23+00:008. apríl 2025|

Guðjón Friðriksson: Börn í Reykjavík. Mál og menning, 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2025: Árið 1951 sendi rithöfundurinn Gunnar M. Magnúss frá sér bókina Reykjavíkurbörn. Þar brá hann upp tuttugu hnyttnum eða ljúfsárum augnabliksmyndum af atvikum tengdum börnum sem hann hafði kynnst á nærri tuttugu ára kennsluferli í Austurbæjarskólanum. Margar frásagnanna voru ... Lesa meira

Sigurinn í ósigrinum

2025-04-08T09:22:11+00:008. apríl 2025|

Guðrún Eva Mínervudóttir: Í skugga trjánna. Bjartur, 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2025: „Mér fannst ég svo mikil klisja; 47 ára, nýskilin, með Google Maps, björgunarhring og öryggishnapp að leita uppi „villt“ ævintýri“ (9). Á þennan hátt lýsir Eva, aðalpersóna bókarinnar Í skugga trjánna, sjálfri sér framarlega í bókinni þar sem hún ... Lesa meira

Glettur og góðverk á Gjaldeyri

2025-03-24T14:43:11+00:0024. mars 2025|

Áhugaleikfélagið Hugleikur sýnir nú í leikhúsinu Funalind 2 leikritið Góðverkin kalla eftir þá Ljótu hálfvita Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið var upphaflega samið fyrir Leikfélag Akureyrar fyrir rúmum þrjátíu árum og hefur síðan verið sýnt víða um land en er nú í fyrsta sinn í höfuðborginni. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson; María Björt ... Lesa meira