Þú ert hér:///desember

Átök um auðinn

2024-12-29T15:44:16+00:0029. desember 2024|

Borgarleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi á Litla sviðinu Kött á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams í mergjaðri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Hér er hvorki gripið til orðskrípa á borð við fokk eða sjitt heldur fær sá í neðra að heyra á sig kallað milliliðalaust. Og oft! Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir af næmi og nákvæmni. Naumhyggjulega leikmynd ... Lesa meira

Böl barnleysisins

2024-12-29T15:50:52+00:0027. desember 2024|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Yermu sem Simon Stone byggir á samnefndu leikriti Federico Garcia Lorca frá 1934. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir; glæsileg leikmyndin er verk Barkar Jónssonar; Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir sá um búninga en Garðar Borgþórsson um lýsingu. Mikið reyndi á þýðingu Júlíu Margrétar Einarsdóttur í hröðum, orðmörgum samtölum en hún hljómaði alltaf eðlilega ... Lesa meira

Brot úr Eldri konum

2024-12-05T13:43:29+00:005. desember 2024|

Eftir Evu Rún Snorradóttur. Brot úr skáldsögunni Eldri konur. Benedikt gefur út. Rannveig 1999 Ég var sextán, hún á óræðum fullorðinsaldri. Við sátum úti að reykja, snemmsumars, í hvarfi á bak við bygginguna. Það var mánudagur og sól og við sátum í vandræðalegri þögn, hvað áttum við tvær svo sem að tala um? Hún rauf ... Lesa meira

Brot úr Friðsemd

2024-12-03T10:00:16+00:003. desember 2024|

Eftir Brynju Hjálmsdóttur  Brot úr skáldsögunni Friðsemd. Benedikt gefur út. Þótt ég hafi ekki kveikt á nafninu einmitt þarna þegar Palli nefndi það, hafði ég alveg heyrt um SELÍS. Og ég hafði auðvitað heyrt um Eldberg Salman Atlason, allir höfðu heyrt um hann sem á annað borð höfðu einhvers konar vit í kollinum. Á þessum ... Lesa meira

„Ódauðleg er ástin og eilíf hamingjan“

2024-12-02T15:02:38+00:002. desember 2024|

Sviðslistahópurinn Óður frumsýndi í gærkvöldi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll vinsælu gamanóperuna Rakarann í Sevilla sem Gioachino Rossini samdi upp úr gamanleik eftir Frakkann Pierre Beaumarchais og frumsýndi 1816 í Róm. Sópraninn og tenórinn, Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason, þýða textann á einstaklega lipurt, fallegt og fyndið málfar sem nýtur sín vel með tónlistinni og ... Lesa meira