Þú ert hér:///nóvember

Brot úr Í skugga trjánna

2024-11-20T15:58:24+00:0019. nóvember 2024|

eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Brot úr skáldævisögunni Í skugga trjánna. Bjartur-Veröld gefur út.   Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti. Þannig kynntist ég Erlu og þess vegna var ég hér ásamt henni, heima hjá fyrrverandi kærasta hennar, í þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi með fimm baðherbergjum og útsýni yfir sjóinn ... Lesa meira

Brot úr Skrípinu

2024-11-15T14:44:14+00:0015. nóvember 2024|

Eftir Ófeig Sigurðsson Brot úr skáldsögunni Skrípinu. Mál og menning gefur út. Formáli Mörg vitni voru að draugaganginum eða sjónhverfingunum sem áttu sér stað í Eldborgarsal Hörpu þann 14da febrúar árið 2020, þar sem aðalpersóna þessarar bókar stóð fyrir afar óvenjulegum gjörningi. Sem handhafi áskriftarkorts hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands var ég í salnum þetta kvöld, þó ... Lesa meira

Jól í hundrað ár

2024-11-15T14:25:37+00:0015. nóvember 2024|

Það er erfitt að muna það fyrir víst en tilfinning mín er sú að „nýja“ Jólaboðið, sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi, sé hressara, hraðara og fyndnara en Jólaboðið fyrir þrem árum en hins vegar ekki eins dramatískt. Það yrði ekki auðvelt að rökstyðja þetta mat; þó mætti benda á að persónan ... Lesa meira

Lífsháski ungra leikskálda

2024-11-10T13:35:53+00:0010. nóvember 2024|

Lokaviðburður á Unglist var Ungleikur í Tjarnarbíó, fimm stutt leikverk skrifuð af fólki í kringum tvítugt, valin úr hópi ennþá fleiri verka af sérstakri valnefnd. Listrænn ráðunautur og verkefnisstjóri var Magnús Thorlacius sem líka var kynnir á sýningunni í gær. Verkin taka fyrir ótrúlega ólík málefni en ekkert þeirra fjallar sérstaklega um unglingsárin sem manni ... Lesa meira

Eltum sjúklingana

2024-11-04T10:00:33+00:004. nóvember 2024|

Ég varð djúpt snortin á sýningu Óperudaga á Gleðilega geðrofsleiknum eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem Sibylle Köll stjórnar. Umhverfið hafði sín áhrif. Sýningin var sett upp í MR, gamla menntaskólanum mínum, og þó að hún byrjaði á Sal og þættist ætla að vera venjuleg sýning fyrir sitjandi áhorfendur þá entist það ekki nema á að ... Lesa meira

Tvöföld hamingja

2024-11-03T14:46:31+00:003. nóvember 2024|

Ein minningarperlan úr leikhúsi í áranna rás er Himnaríki Árna Ibsen, „geðklofni gamanleikurinn“ sem Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör frumsýndi haustið 1995. Gaflaraleikhúsið rétt missir af að halda upp á þrítugsafmæli þeirrar sýningar með sýningu sinni á gamanleiknum Tómri hamingju á Nýja sviði Borgarleikhússins en Tóm hamingja er „geðklofin“ á sama hátt og Himnaríki: verkið er ... Lesa meira