Þú ert hér:///september

Töfrar og vísindi / vísindi og töfrar

2024-09-15T16:51:17+00:0015. september 2024|

Nýjustu töfrar og vísindi heitir glæný sýning Lalla töframanns (eða Lárusar Blöndal Guðjónssonar) sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í dag, og hún lofar að hún fái börn til að hugsa. Lalli byrjar á að hita upp, fyrst sjálfan sig með nokkrum laufléttum töfrabrögðum þar sem einn hlutur verður skyndilega allt annar hlutur – til dæmis ... Lesa meira

Vill einhver elska 29 ára gamla konu í hjólastól?

2024-09-13T09:24:11+00:0013. september 2024|

Taktu flugið ,beibí! eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Ilmur Stefánsdóttir leikstýrir verkinu og hún hannaði líka snjalla leikmyndina utan um eina húsgagnið á sviðinu: hjólastól söguhetjunnar. Skemmtilegir og listrænir búningar eru verk Filippíu I. Elísdóttur; lýsingin sem oft tók mið af eða stýrði jafnvel stemningunni er hönnuð af Ástu ... Lesa meira

Enn heillar Elly

2024-09-07T12:27:10+00:007. september 2024|

Frá fyrstu mínútu situr maður með bjálfalegt bros á andlitinu; við og við verður brosið að hlátri og svo á næstu mínútu deyr hláturinn kannski og augun fyllast af tárum, kökkur lokar hálsinum og maður grætur. Svona djúp áhrif hefur örlagasaga Ellyjar enn og aftur. Söng- og leikverkið um Elly Vilhjálms, Elly, var frumsýnt á ... Lesa meira