Þú ert hér://2019

Ása-Þór og förin til Hollywood

2019-08-21T16:13:48+00:0014. ágúst 2019|

Eftir Úlfhildi Dagsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2014   Úlfhildur Dagsdóttir „Hann er bróðir minn,“ segir Thor, ásakandi, þegar Loki er sagður geðveikur. Og bætir við í hasti, eftir að hafa verið tjáð að Loki hafi drepið fjölda manns; „Hann er ættleiddur“. [1] Einhverjir eru kannski byrjaðir að rifja upp ... Lesa meira

Morgunn á Kóngshólmi

2019-08-08T14:42:08+00:003. ágúst 2019|

Í Piperska trädgården í Stokkhólmi Eftir Hjört Pálsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019   Enn er mér ekki úr minni liðið atvik sem fyrir mig kom í Stokkhólmi morgun einn í nóvember 2015  þegar ég var þar á ferð og gisti á Clarion Hotell Amaranten, Kungsholmsgatan 31. Skuggsýnt var orðið þegar ég ... Lesa meira

Að vera eyland

2019-07-24T19:32:08+00:0024. júlí 2019|

Haukur Már Helgason Eftir Hauk Má Helgason Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2010 Árni Óskarsson þýddi   „Við gerum þetta til að ganga ekki af göflunum,“ svaraði Haraldur, hávaxinn, taugaóstyrkur og grannvaxinn maður með augu sem búa yfir samþjappaðri orku leysigeisla. Til að ganga ekki af göflunum? „Já, til að halda ... Lesa meira

Upptekin við að deyja

2019-07-08T15:59:01+00:008. júlí 2019|

Eftir Rosaleen Glennon Ásdís Ingólfsdóttir þýddi. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019   Einu sinni hlustaði ég á fólk tala um allt mögulegt en tíminn er dýrmætur og ég geri það ekki lengur. Einu sinni bjó ég í Þýskalandi einu sinni mundi ég bílnúmerið mitt einu sinni var ég skipulagðari með pappírana mína ... Lesa meira

Heiti potturinn – vinsælasti samkomustaður landsins

2019-06-25T09:21:28+00:002. júlí 2019|

Eftir Örn Daníel Jónsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2013   Jarðhitanotkun er afgerandi meiri hérlendis en annars staðar. [1] Það er ekki endilega vegna þess hve orkulindin er aðgengileg hér heldur er meginástæðan fólgin í því hvernig jarðvarminn var nýttur til að vinna á örbirgðinni sem þjóðin mátti búa við allt fram ... Lesa meira

Sannsögur um makamissi: Carolina Setterwall og Tom Malmquist

2019-06-24T11:08:06+00:0024. júní 2019|

Eftir Rúnar Helga Vignisson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019   „Það er erfitt að lifa en ekki að skrifa um það,“ segir Carolina Setterwall í viðtali um bók sína Vonum það besta (2018) þar sem hún lýsir einni erfiðustu lífsreynslu sem manneskja getur lent í, makamissi. „Att leva är svårt, men inte ... Lesa meira

„Ég er með kókómjólk sem ég stal í búðinni.“

2019-06-18T11:02:54+00:0015. júní 2019|

Viðtal við Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur rithöfund Eftir Kristínu Ómarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2017 Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Teikning: Kristín Ómarsdóttir. Sigurlín Bjarney Gísladóttir leitar að jafnvægi fyrir margbrotinn heim, úr rústum heimsmynda býr hún til samhengi sem varir – eitt augnablik: á næstu síðum hrynur allt; úr nýjum brotum verða ... Lesa meira

Hafið gefur okkur börn

2019-06-12T10:47:17+00:006. júní 2019|

Eftir Þórdísi Helgadóttur Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Þórdís Helgadóttir. Mynd: Saga Sig Á eyjunni eru engir bátar. Við Guðrún förum stundum niður í fjöru bara til að láta rokið lemja okkur í framan. Við komum heim með saltar varir og rauð eyru. Vindhviðurnar slípa á okkur húðina þannig að ... Lesa meira

Hlini kóngsson hittir litlu hafmeyjuna

2019-05-25T19:46:01+00:0025. maí 2019|

Leikhópurinn Lotta frumsýndi í dag ævintýraleikinn Litlu hafmeyjuna á Lottutúni í Elliðaárdal í yndislegu veðri. Þetta er þrettánda fjölskyldusýning leikhópsins og á næstu mánuðum mun hún ferðast um landið, börnum og fylgifiskum þeirra til gleði og fróðleiks. Höfundur er Anna Bergljót Thorarensen sem líka stýrir og yrkir lagatextana ásamt Baldri Ragnarssyni en lögin eru eftir ... Lesa meira

Svifið með gull frá sólu: Þræðir í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar – síðari hluti

2019-05-23T14:54:03+00:0022. maí 2019|

Eftir Davíð Hörgdal Stefánsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Styrkur Jóhanns Jóhannssonar sem tónskálds var gríðarlega margslunginn og ein ástæða þess að Hollywood tók honum svo opnum örmum var t.a.m. sú tilhneiging hans að vera ekki of bókstaflegur og fyrirsjáanlegur; í stað þess að skrifa kvikmyndatónlist eftir kunnuglegri forskrift og láta hana ... Lesa meira