Þú ert hér://2016

„Tilkynni, herra höfuðsmaður …“

2019-05-08T15:26:31+00:0011. apríl 2016|

Gaflaraleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi nýtt íslenskt leikverk með söngvum eftir Karl Ágúst Úlfsson (texti) og Eyvind Karlsson (tónlist) um gamalkunnugt og ástsælt efni: Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans. Verkið byggir Karl Ágúst annars vegar á skáldsögu Haseks um Svejk sem hefur komið út margsinnis á íslensku í rómaðri þýðingu Karls Ísfeld og hins ... Lesa meira

Framtíðin er núna

2019-05-08T15:24:29+00:005. apríl 2016|

Í iðrum menntaskólahússins við Hamrahlíð hefur Karl Ágúst Þorbergsson leikstjóri sett upp sérstæða og áhrifamikla sýningu sem unnin er upp úr framtíðarskáldsögu Georgs Orwell, 1984. Handritið samdi Karl Ágúst ásamt Adolf Smára Unnarssyni aðstoðarleikstjóra og stórum hópi nemenda við skólann, leikurum, hljómsveitarmeðlimum og öðrum þátttakendum í sýningunni. Handritið varð til á löngum tíma gegnum spuna ... Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

2019-05-08T15:31:29+00:003. apríl 2016|

Það voru áhöld um það um tíma í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi hvort aðeins þeim réttu hefði verið hleypt inn. Talsvert var um tvísölu á sætum, að því er virtist, og tafðist sýningin á Hleyptu þeim rétta inn um fáeinar mínútur meðan greitt var úr vandanum. Það var eins og miðasölukerfi leikhússins væri að grínast með ... Lesa meira

Hvað sérðu?

2019-05-10T14:11:27+00:002. apríl 2016|

Þó að nýja leikritið sem frumsýnt var á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi heiti Made in children get ég glatt ykkur með því að það er leikið á íslensku. Raunar vafðist mikið fyrir mér hvað þessi titill þýddi en eftir að hafa séð sýninguna reikna ég með að hann þýði að allt sem við hugsum ... Lesa meira

Þyngsta refsingin

2019-05-08T15:44:58+00:001. apríl 2016|

Leikhópurinn Artik frumsýndi nýtt íslenskt verk í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Það heitir Djúp spor og er eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson en Bjartmar Þórðarson leikstýrir. Nafnið á einkar vel við. Verkið snýst um einn atburð, eina örlagastund, sem hefur óafmáanleg áhrif á allt líf allra viðkomandi upp frá því: Atburðurinn markar sem sagt ... Lesa meira

Við lifum það af

2019-05-08T15:47:34+00:0018. mars 2016|

Tveir ungir leikarar sem saman kalla sig Vandræðaskáld sýndu í gærkvöldi í Tjarnarbíó frumsamið leikverk með söngvum (sem einnig voru frumsamdir, bæði lög og ljóð) sem þau kalla Útför – saga ambáttar og skattsvikara. Þetta voru Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason, bæði menntuð í leiklist í Englandi, og nafnið á stykkinu útskýra þau svona ... Lesa meira

„Mamma mía, enn og aftur …“

2019-05-08T15:57:36+00:0012. mars 2016|

Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri og hennar einvalalið frumsýndu söngleikinn Mamma mia á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi við nánast stöðug fagnaðarlæti. Hver manneskja í salnum nauðaþekkti auðvitað þetta verk, ef ekki af sviði þá úr bíó, auk þess sem lögin hafa hljómað áratugum saman í eyrum okkar. Þó verður maður aldrei leiður á þeim. Og ... Lesa meira

Sturlaður gleðileikur

2019-05-24T15:39:28+00:0010. mars 2016|

Einar Kárason. Skálmöld; Óvinafagnaður; Ofsi; Skáld. Mál og menning 2014; 2001; 2008; 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 Skálmöld (2014) Einar Kárason hefur staðið upp frá mögnuðu skáldverki um helstu persónur og atburði Sturlungaaldar; eða öllu heldur staðið upp frá mögnuðu skáldverki um listina að umbreyta atburðum í merkilegar sögur ... Lesa meira

„Skot mín geiga ekki“

2019-05-24T15:39:05+00:0010. mars 2016|

Vilborg Dagbjartsdóttir. Ljóðasafn. JPV útgáfa, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 Í fyrra kom út ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur en þá voru liðin fimmtíu og fimm ár frá útkomu hennar fyrstu ljóðabókar. Í fimmtíu og fimm ár hefur hún með brögðum skáldskaparins, trúað okkur fyrir leyndarmálum sínum, sorgum og gleði og gefið okkur ... Lesa meira

Skrifað við skorður

2019-05-24T15:00:30+00:0010. mars 2016|

Bergsveinn Birgisson. Geirmundar saga heljarskinns. Bjartur, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 „Tilvistarrétt okkar Íslendinga er bara að finna á þjóðveldisöld, sagði ég … eina haldbæra efnahagslega skýringin á svo miklu bók- og lærdómslífi var að hér á landi hefði verið stórfelld verslun með náhvalstennur og tennur og húðir rostunga, líkt og ... Lesa meira