Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 204 blog entries.

Glettur og góðverk á Gjaldeyri

2025-03-24T14:43:11+00:0024. mars 2025|

Áhugaleikfélagið Hugleikur sýnir nú í leikhúsinu Funalind 2 leikritið Góðverkin kalla eftir þá Ljótu hálfvita Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið var upphaflega samið fyrir Leikfélag Akureyrar fyrir rúmum þrjátíu árum og hefur síðan verið sýnt víða um land en er nú í fyrsta sinn í höfuðborginni. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson; María Björt ... Lesa meira

Manneskja eða markaðsvara

2025-03-17T14:09:34+00:0017. mars 2025|

Í Tjarnarbíó er nú sýnd ný ópera, Brím, eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson við texta eftir Adolf Smára Unnarsson sem einnig leikstýrir. Ég sá aðra sýningu á verkinu í gærkvöldi en það var frumsýnt 13. mars. Tónlistarstjóri er Sævar Helgi Jóhannsson sem einnig leikur á píanó í fjögurra manna hljómsveit á sviðinu. Leikmynd og búninga hannar Auður ... Lesa meira

Gunnjóna flytur

2025-03-16T10:08:57+00:0016. mars 2025|

Þjóðleikhúsið frumsýndi á Litla sviði sínu í gær Blómin á þakinu, leikgerð Agnesar Wild á samnefndri sögu Ingibjargar Sigurðardóttur og Brians Pilkington. Agnes leikstýrir líka og hefur með sér félaga sína úr sviðslistahópnum Miðnætti, Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd, búninga og brúður og tónlistin er eftir Sigrúnu Harðardóttur. Lýsingu hannar Jóhann Bjarni Pálmason en um ... Lesa meira

Á trúnó með keisaranum

2025-03-12T09:54:40+00:0012. mars 2025|

Í Hannesarholti má um þessar mundir njóta einleiksins Napoleon í tónleikasalnum Hljóðbergi og jafnvel fylgir henni stundum vínsmökkun. Svo var þó ekki í gærkvöldi, þá var látið nægja að gefa okkur yfirlit yfir sögu „franskasta manns sögunnar“, eins og segir í kynningu, sem þó var ekki franskur heldur fæddur á Korsíku af ítölskum ættum. Textinn ... Lesa meira

Sjálfsfælin, myrkfælin og ofsahrædd við vindinn

2025-03-24T14:26:36+00:009. mars 2025|

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir frumsýndi í gærkvöldi eigin söngleik, Skíthrædd, í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún semur sjálf texta, lög og dansa og sér líka um flutninginn. Leikstjóri er Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Halldór Eldjárn er tónlistarstjóri, Sigrún Jörgensen hannar skrautlega og glitrandi búningana, rauða fyrir Unni en hvíta fyrir bandið, en Sigurður Starr Guðjónsson sér um lýsingu. Með Unni ... Lesa meira

Nostalgíutripp

2025-03-08T12:13:29+00:008. mars 2025|

Það er ekki langt síðan ævisögur og viðtalsbækur vermdu ævinlega efstu sæti bóksölulistanna, ár eftir ár, en síðan fóru vinsældir þeirra að dala. Það þýðir þó ekki að við höfum ekki áhuga á sorgum og sigrum fræga fólksins – við viljum bara sjá þær í viðhafnarmeiri búningi. Á fjölum Borgarleikhússins rekur nú hver ævisagan aðra ... Lesa meira

Hve glöð er vor æska

2025-03-15T17:12:22+00:007. mars 2025|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi við mikinn fögnuð gesta söngleikinn Storm eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfadóttur. Unnur Ösp leikstýrir; tónlist og textar eru eftir Unu nema eitt lag samdi hún með tónlistarstjóranum Hafsteini Þráinssyni og svo fengum við að heyra brot úr frægum lögum eftir aðra þegar mikið lá við. Glæsilega og afar snjalla ... Lesa meira

„Inn með ástarengilinn“

2025-03-05T12:38:07+00:005. mars 2025|

Í gærkvöldi sá ég sýningu Herranætur á söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk í Gamla bíó. Leikstjóri er Katrín Guðbjartsdóttir en danshöfundur Júlía Kolbrún Sigurðardóttir. Í afar myndríkri leikskrá eru ávörp aðstandenda sýningarinnar og fyrri formanna Herranætur m.m. en hvergi er getið höfundar leiktextans né þeirra söngva sem sungnir eru. Ég þekkti auðvitað ýmis ... Lesa meira

Ævintýri eru ekki bara ævintýri

2025-03-02T16:19:05+00:002. mars 2025|

Leikhópurinn Kriðpleir frumsýndi verkið Innkaupapokann eftir Elísabetu Jökulsdóttur og leikhópinn á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið. Leikmynd og búningar eru eftir Ragnheiði Maísól Sturludóttur og Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sem báðar leika líka í sýningunni en dramatúrgíu sjá þau um Bjarni Jónsson og Snæfríður Sól Gunnarsdóttir. Tónlist og hljóðmynd er eftir Benna Hemm Hemm en lýsingin ... Lesa meira

Skipstjórafrúin býður heim

2025-02-16T10:37:23+00:0016. febrúar 2025|

Sólbjört Sigurðardóttir sýndi einstaklingsverk sitt Grímu í Listaháskólanum um helgina. Leikstjóri og höfundur með henni er Gígja Hilmarsdóttir og þær stöllur sáu sjálfar um leikmyndina. Textann vinna þær úr samnefndri skáldsögu eftir Benný Sif Ísleifsdóttur (2018). Sólbjört ræðst ekki í neitt smáverkefni að láta skipstjórafrúna Grímu lifna við í stuttu leikverki. Upprunalega verkið er 370 ... Lesa meira